Vilja undirbúa aðildarviðræður 26. febrúar 2005 00:01 Yfirgnæfandi líkur eru á því að flokksþing framsóknarmanna samþykki í dag ályktun um að hefja undirbúning aðildarviðræðna að Evrópusambandinu, samvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í ályktuninni kemur fram að vinna fari fram innan flokksins og að niðurstaða vinnunnar verði kynnt á næsta flokksþingi þar sem kosið yrði um hvort flokkurinn stefni að aðild eða ekki. Utanríkismálanefnd flokksins lauk við tillögu að ályktun í gær og mun í dag kynna hana flokksmönnum sem kjósa um ályktunina. Tillögurnar sem lagðar voru fram í upphafi þingsins miðuðu að því að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili. Þær tóku breytingum á flokksþinginu, enda brytu þær í bága við ríkisstjórnarsáttmálann, og þess í stað var lagt til að aðildarviðræður yrðu hafnar strax á næsta kjörtímabili. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar á þinginu í gær og voru formaður og varaformaður flokksins á öndverðum meiði í málinu. Halldór Ásgrímsson vill hefja undirbúning að hugsanlegum aðildarviðræðum en Guðni Ágústsson telur það ekki tímabært. Niðurstaðan varð sú að afgreiðslu málsins var frestað um einn dag og var utanríkismálanefnd falið að komast að niðurstöðu. Samkvæmt heimildum blaðsins felast tillögurnar í málamiðlunum með því að fella meðal annars á brott úr fyrstu drögum ákvæði varðandi "óljósa stöðu og framtíð EES-samningsins". Hins vegar verði lýst yfir vilja við að ganga í ESB, það verði undirbúið og lagt undir næsta flokksþing. Halldór og Guðni voru ósammála um framtíð EES-samningsins og hagsmuni Íslands innan ESB. Halldór sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar hafi reynt mikið að ná fram betrumbótum á EES-samningnum, sem hafi ekki þróast eins og hann ætti að gera. "Það hefur ekki gengið vel og nú eru flokksmenn farnir að huga meira að hugsanlegri aðild," sagði Halldór. Guðni sagði að Íslendingar þurfi að halda vel utan um EES-samninginn. "Minn draumur snýr ekki að því að ganga í Evrópusambandið," sagði Guðni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að flokksþing framsóknarmanna samþykki í dag ályktun um að hefja undirbúning aðildarviðræðna að Evrópusambandinu, samvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í ályktuninni kemur fram að vinna fari fram innan flokksins og að niðurstaða vinnunnar verði kynnt á næsta flokksþingi þar sem kosið yrði um hvort flokkurinn stefni að aðild eða ekki. Utanríkismálanefnd flokksins lauk við tillögu að ályktun í gær og mun í dag kynna hana flokksmönnum sem kjósa um ályktunina. Tillögurnar sem lagðar voru fram í upphafi þingsins miðuðu að því að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili. Þær tóku breytingum á flokksþinginu, enda brytu þær í bága við ríkisstjórnarsáttmálann, og þess í stað var lagt til að aðildarviðræður yrðu hafnar strax á næsta kjörtímabili. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar á þinginu í gær og voru formaður og varaformaður flokksins á öndverðum meiði í málinu. Halldór Ásgrímsson vill hefja undirbúning að hugsanlegum aðildarviðræðum en Guðni Ágústsson telur það ekki tímabært. Niðurstaðan varð sú að afgreiðslu málsins var frestað um einn dag og var utanríkismálanefnd falið að komast að niðurstöðu. Samkvæmt heimildum blaðsins felast tillögurnar í málamiðlunum með því að fella meðal annars á brott úr fyrstu drögum ákvæði varðandi "óljósa stöðu og framtíð EES-samningsins". Hins vegar verði lýst yfir vilja við að ganga í ESB, það verði undirbúið og lagt undir næsta flokksþing. Halldór og Guðni voru ósammála um framtíð EES-samningsins og hagsmuni Íslands innan ESB. Halldór sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar hafi reynt mikið að ná fram betrumbótum á EES-samningnum, sem hafi ekki þróast eins og hann ætti að gera. "Það hefur ekki gengið vel og nú eru flokksmenn farnir að huga meira að hugsanlegri aðild," sagði Halldór. Guðni sagði að Íslendingar þurfi að halda vel utan um EES-samninginn. "Minn draumur snýr ekki að því að ganga í Evrópusambandið," sagði Guðni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira