Óttast um líf sitt í kjölfar morða 22. febrúar 2005 00:01 Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Bæði Hákon Eydal og Magnús Einarsson sitja í gæsluvarðhaldi og bíða meðferðar í dómskerfinu vegna manndrápa. Hákon banaði, Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður í Stórholti í júlí. Magnús varð, Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og barnsmóður að bana í byrjun nóvember. Drífa segir þessi tvö morð hafa gert konur hræddari um líf sitt og ýtt undir að þær taki hótanir alvarlega. Þrjátíu prósent þeirra kvenna sem leituðu á náðir kvennaathvarfsins á síðasta ári eru af erlendu bergi brotnar. Meira er um að útlendar konur dvelji á athvarfinu því þær eiga sjaldnar í önnur hús að venda. Drífa segist hafa miklar áhyggjur af þessum hóp kvenna. Þær séu oft mjög einangraðar, kunni ekki málið og hafi enga hugmynd um hvert þær geti leitað. Flestar konur sem leitað hafa til kvennaathvarfsins fara aftur heim í óbreyttar aðstæður að lokinni dvöl í athvarfinu. Í ársskýrslu kvennaathvarfsins kemur fram að fleiri konur kærðu ofbeldi en árin á undan en á síðasta ári kærðu tólf prósent þeirra sem leituðu til athvarfsins. Árið 2003 kærðu sjö prósent en mörg ár þar á undan kærðu aðeins fimm prósent ofbeldið. Drífa þakkar aukinni umræðu að fleiri konur leiti til kvennaathvarfsins. En hún segir almenning helst geta hjálpað til í baráttunni gegn ofbeldi með opinni umræðu. Á heimasíðu kvennaathvarfsins er að finna spurningalista ætlaðan körlum þar sem þeir geta gert sér grein fyrir því hvort þeir beiti eiginkonu eða kærustu ofbeldi eða hvort hætta sé á slíku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Bæði Hákon Eydal og Magnús Einarsson sitja í gæsluvarðhaldi og bíða meðferðar í dómskerfinu vegna manndrápa. Hákon banaði, Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður í Stórholti í júlí. Magnús varð, Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og barnsmóður að bana í byrjun nóvember. Drífa segir þessi tvö morð hafa gert konur hræddari um líf sitt og ýtt undir að þær taki hótanir alvarlega. Þrjátíu prósent þeirra kvenna sem leituðu á náðir kvennaathvarfsins á síðasta ári eru af erlendu bergi brotnar. Meira er um að útlendar konur dvelji á athvarfinu því þær eiga sjaldnar í önnur hús að venda. Drífa segist hafa miklar áhyggjur af þessum hóp kvenna. Þær séu oft mjög einangraðar, kunni ekki málið og hafi enga hugmynd um hvert þær geti leitað. Flestar konur sem leitað hafa til kvennaathvarfsins fara aftur heim í óbreyttar aðstæður að lokinni dvöl í athvarfinu. Í ársskýrslu kvennaathvarfsins kemur fram að fleiri konur kærðu ofbeldi en árin á undan en á síðasta ári kærðu tólf prósent þeirra sem leituðu til athvarfsins. Árið 2003 kærðu sjö prósent en mörg ár þar á undan kærðu aðeins fimm prósent ofbeldið. Drífa þakkar aukinni umræðu að fleiri konur leiti til kvennaathvarfsins. En hún segir almenning helst geta hjálpað til í baráttunni gegn ofbeldi með opinni umræðu. Á heimasíðu kvennaathvarfsins er að finna spurningalista ætlaðan körlum þar sem þeir geta gert sér grein fyrir því hvort þeir beiti eiginkonu eða kærustu ofbeldi eða hvort hætta sé á slíku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira