Óttast um líf sitt í kjölfar morða 22. febrúar 2005 00:01 Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Bæði Hákon Eydal og Magnús Einarsson sitja í gæsluvarðhaldi og bíða meðferðar í dómskerfinu vegna manndrápa. Hákon banaði, Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður í Stórholti í júlí. Magnús varð, Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og barnsmóður að bana í byrjun nóvember. Drífa segir þessi tvö morð hafa gert konur hræddari um líf sitt og ýtt undir að þær taki hótanir alvarlega. Þrjátíu prósent þeirra kvenna sem leituðu á náðir kvennaathvarfsins á síðasta ári eru af erlendu bergi brotnar. Meira er um að útlendar konur dvelji á athvarfinu því þær eiga sjaldnar í önnur hús að venda. Drífa segist hafa miklar áhyggjur af þessum hóp kvenna. Þær séu oft mjög einangraðar, kunni ekki málið og hafi enga hugmynd um hvert þær geti leitað. Flestar konur sem leitað hafa til kvennaathvarfsins fara aftur heim í óbreyttar aðstæður að lokinni dvöl í athvarfinu. Í ársskýrslu kvennaathvarfsins kemur fram að fleiri konur kærðu ofbeldi en árin á undan en á síðasta ári kærðu tólf prósent þeirra sem leituðu til athvarfsins. Árið 2003 kærðu sjö prósent en mörg ár þar á undan kærðu aðeins fimm prósent ofbeldið. Drífa þakkar aukinni umræðu að fleiri konur leiti til kvennaathvarfsins. En hún segir almenning helst geta hjálpað til í baráttunni gegn ofbeldi með opinni umræðu. Á heimasíðu kvennaathvarfsins er að finna spurningalista ætlaðan körlum þar sem þeir geta gert sér grein fyrir því hvort þeir beiti eiginkonu eða kærustu ofbeldi eða hvort hætta sé á slíku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Bæði Hákon Eydal og Magnús Einarsson sitja í gæsluvarðhaldi og bíða meðferðar í dómskerfinu vegna manndrápa. Hákon banaði, Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður í Stórholti í júlí. Magnús varð, Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og barnsmóður að bana í byrjun nóvember. Drífa segir þessi tvö morð hafa gert konur hræddari um líf sitt og ýtt undir að þær taki hótanir alvarlega. Þrjátíu prósent þeirra kvenna sem leituðu á náðir kvennaathvarfsins á síðasta ári eru af erlendu bergi brotnar. Meira er um að útlendar konur dvelji á athvarfinu því þær eiga sjaldnar í önnur hús að venda. Drífa segist hafa miklar áhyggjur af þessum hóp kvenna. Þær séu oft mjög einangraðar, kunni ekki málið og hafi enga hugmynd um hvert þær geti leitað. Flestar konur sem leitað hafa til kvennaathvarfsins fara aftur heim í óbreyttar aðstæður að lokinni dvöl í athvarfinu. Í ársskýrslu kvennaathvarfsins kemur fram að fleiri konur kærðu ofbeldi en árin á undan en á síðasta ári kærðu tólf prósent þeirra sem leituðu til athvarfsins. Árið 2003 kærðu sjö prósent en mörg ár þar á undan kærðu aðeins fimm prósent ofbeldið. Drífa þakkar aukinni umræðu að fleiri konur leiti til kvennaathvarfsins. En hún segir almenning helst geta hjálpað til í baráttunni gegn ofbeldi með opinni umræðu. Á heimasíðu kvennaathvarfsins er að finna spurningalista ætlaðan körlum þar sem þeir geta gert sér grein fyrir því hvort þeir beiti eiginkonu eða kærustu ofbeldi eða hvort hætta sé á slíku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira