Fangelsi og 30 milljóna sekt 21. febrúar 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Fimmtugur maður var ákærður fyrir að hafa í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa á þriggja ára tímabili rangfært á skýrslum skilaskyldan skatt vegna sölu á skattskyldri þjónustu. Hann var sakaður um að hafa komið sér undan því að standa Sýslumanninum í Kópavogi skil á innheimtum fimm milljóna króna virðisaukaskatti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sínar af sjálfstæðri atvinnustarfsemi á árunum 2000 og 2001, samtals tæplega 21 milljón króna. Ennfremur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1997 til 2001. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og reyndist samvinnufús við lögreglurannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt lögum skulu brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og tekjuskatti aldri vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna en heildarvanskil vegna brota mannsins námu 14,5 milljónir króna. Dómurinn dæmdi hann því til að greiða tæplega 30 milljónir í sekt í ríkissjóð og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Annar maður á fertugsaldri var ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækis síns en hann stóð ekki skil á virðisaukaskatti á árunum 2001 til 2002, samtals rúmlega níu milljónir króna. Þá greiddi hann ekki lögum samkvæmt opinber gjöld sem haldið var eftir af launum starfsmanna, samtals rúmlega 6 milljónir. Hann játaði einnig brot sín fyrir dómi og var samvinnufús við að upplýsa málið og gekkst greiðlega við þeim sakargiftum sem hann var borinn. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna sektar. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Fimmtugur maður var ákærður fyrir að hafa í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa á þriggja ára tímabili rangfært á skýrslum skilaskyldan skatt vegna sölu á skattskyldri þjónustu. Hann var sakaður um að hafa komið sér undan því að standa Sýslumanninum í Kópavogi skil á innheimtum fimm milljóna króna virðisaukaskatti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sínar af sjálfstæðri atvinnustarfsemi á árunum 2000 og 2001, samtals tæplega 21 milljón króna. Ennfremur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1997 til 2001. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og reyndist samvinnufús við lögreglurannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt lögum skulu brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og tekjuskatti aldri vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna en heildarvanskil vegna brota mannsins námu 14,5 milljónir króna. Dómurinn dæmdi hann því til að greiða tæplega 30 milljónir í sekt í ríkissjóð og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Annar maður á fertugsaldri var ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækis síns en hann stóð ekki skil á virðisaukaskatti á árunum 2001 til 2002, samtals rúmlega níu milljónir króna. Þá greiddi hann ekki lögum samkvæmt opinber gjöld sem haldið var eftir af launum starfsmanna, samtals rúmlega 6 milljónir. Hann játaði einnig brot sín fyrir dómi og var samvinnufús við að upplýsa málið og gekkst greiðlega við þeim sakargiftum sem hann var borinn. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna sektar.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira