Bíllinn er algjör ljúflingur 19. febrúar 2005 00:01 Þóra Guðmundsdóttir er mjög hrifin af 250 hestafla Audi-bílnum sínum. Hún valdi skutbíl vegna hundsins sem er oft með í för Þóra Guðmundsdóttir hefur átt marga bíla um ævina en ekur nú um á Audi Quattro Allroad skutbíl, árgerð 2004. "Ég hef alltaf verið á Subaru, Hondu og Audi," segir Þóra. "Það voru trúarbrögð hjá mér að vera á Hondu þangað til ég datt niður á Audi-inn. Þetta er langskemmtilegasti bíll sem ég hef átt. Það er gott að keyra hann, hann er stöðugur, öruggur, þéttur og gefur manni trausta tilfinningu." Þóra var áður á framhjóladrifsbílum en vill í dag ekki sjá neitt nema fjórhjóladrif. "Til dæmis til að komast í bústaðinn. Bíllinn verður að komast leiðar sinnar. Svo er ég með hund svo ég verð að vera á skutbíl. Hann er með ágætis stúdíóíbúð þarna aftur í," segir Þóra. Í bílnum er 2,7 lítra twin turbo V-6 mótor sem telur 250 hestöfl og skilar Þóru úr kyrrstöðu í 100 á rúmum 7 sekúndum. "Það er freistandi að kitla pinnann en maður verður að halda sig innan leyfilegra marka. Það er mjög skemmtilegt viðbragð í bílnum þó að hann sé sjálfskiptur," segir hún. Þá er hann búinn stillanlegri loftpúðafjöðrun, sem Þóra segir að hafi vegið þungt þegar hún ákvað að kaupa bílinn, enda skemmtilegur kostur þegar hún fer út á land. Aðspurð hverju hún sækist eftir þegar hún velur bíl segir Þóra að sjálfskipting sé algjört frumskilyrði. "Svo vil ég að hann sé fjórhjóladrifinn og þægilegur. Þessi er til dæmis með marga stillimöguleika á sætunum sem ég kann mjög vel við. Þegar ég var að leita að bíl setti ég það sem skilyrði númer eitt, tvö og þrjú að það væri kaffibollahaldari í honum - að öðrum kosti liti ég ekki við honum," segir hún og hlær. Það er í mörgu að snúast hjá Þóru þessa dagana því fyrir utan að sitja í stjórn Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er hún að flytja inn stórtenórinn Placido Domingo. "Ég hlusta oft á hann í bílnum, enda eru hljómflutningstækin í honum alveg frábær, einir átta hátalarar. Þessi bíll er algjör ljúflingur," segir Þóra að lokum. Bílar Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glatkistunni lokað Menning Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þóra Guðmundsdóttir er mjög hrifin af 250 hestafla Audi-bílnum sínum. Hún valdi skutbíl vegna hundsins sem er oft með í för Þóra Guðmundsdóttir hefur átt marga bíla um ævina en ekur nú um á Audi Quattro Allroad skutbíl, árgerð 2004. "Ég hef alltaf verið á Subaru, Hondu og Audi," segir Þóra. "Það voru trúarbrögð hjá mér að vera á Hondu þangað til ég datt niður á Audi-inn. Þetta er langskemmtilegasti bíll sem ég hef átt. Það er gott að keyra hann, hann er stöðugur, öruggur, þéttur og gefur manni trausta tilfinningu." Þóra var áður á framhjóladrifsbílum en vill í dag ekki sjá neitt nema fjórhjóladrif. "Til dæmis til að komast í bústaðinn. Bíllinn verður að komast leiðar sinnar. Svo er ég með hund svo ég verð að vera á skutbíl. Hann er með ágætis stúdíóíbúð þarna aftur í," segir Þóra. Í bílnum er 2,7 lítra twin turbo V-6 mótor sem telur 250 hestöfl og skilar Þóru úr kyrrstöðu í 100 á rúmum 7 sekúndum. "Það er freistandi að kitla pinnann en maður verður að halda sig innan leyfilegra marka. Það er mjög skemmtilegt viðbragð í bílnum þó að hann sé sjálfskiptur," segir hún. Þá er hann búinn stillanlegri loftpúðafjöðrun, sem Þóra segir að hafi vegið þungt þegar hún ákvað að kaupa bílinn, enda skemmtilegur kostur þegar hún fer út á land. Aðspurð hverju hún sækist eftir þegar hún velur bíl segir Þóra að sjálfskipting sé algjört frumskilyrði. "Svo vil ég að hann sé fjórhjóladrifinn og þægilegur. Þessi er til dæmis með marga stillimöguleika á sætunum sem ég kann mjög vel við. Þegar ég var að leita að bíl setti ég það sem skilyrði númer eitt, tvö og þrjú að það væri kaffibollahaldari í honum - að öðrum kosti liti ég ekki við honum," segir hún og hlær. Það er í mörgu að snúast hjá Þóru þessa dagana því fyrir utan að sitja í stjórn Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er hún að flytja inn stórtenórinn Placido Domingo. "Ég hlusta oft á hann í bílnum, enda eru hljómflutningstækin í honum alveg frábær, einir átta hátalarar. Þessi bíll er algjör ljúflingur," segir Þóra að lokum.
Bílar Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Glatkistunni lokað Menning Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“