Innlent

Hátt í 100 miltisbrandsstaðir

Sigurður vinnur að skráningu slíkra staði eftir því sem upplýsingar berast. Fyrirhugað er að hafa þær aðgengilegar fyrir almenning, þegar búið er að sannreyna staðina eftir föngum og skrásetja síðan. "Þessir staðir eru dreifðir um landið nema á svæðinu milli Hornarfjarðarfljótum og Ytri - Rangár í Rangárvallasýslu. Þá er minnst vitað um hvar á Reykjavíkursvæðinu þessir staðir eru nákvæmlega," sagði Sigurður. "Upplýsingar um þessa staði verða kynntar almenningi áður en langt um líður. Einhver fiðringur mun vera í einstaka manni um að þetta muni lækka verð á fasteignum og að það eigi bara að þegja yfir þessu. En það er úreltur hugsunarháttur og hættulegur. Það er engin hætta ef menn vita, en hætta ef menn vita ekki." Sigurður sagði, að menn ættu að varðveita miltisbrandsstaðina, girða þá af og planta í þá trjám. Þá væri kominn blettur sem bæri vott um umhverfisvitund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×