Sekur kynferðisbrotamaður sýknaður 11. febrúar 2005 00:01 Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður. Dómur sem féll í Hæstarétti í gær virðist marka tímamót að því leyti að þar klofnar dómurinn í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð vitna sem kallaðir eru fyrir héraðsdóm. Málið snýst um kynferðisbrot karlmanns gegn ungri stúlku sem í héraðsdómi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að áreita stúlkuna kynferðislega. Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar þennan ákærulið með vísan til þess að hann geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um munnlegan framburð og í málinu njóti ekki annarra sönnunargagna. Maðurinn er hins vegar ákærður fyrir að hafa haft við stúlkuna samfarir og þarna verður ekki betur séð en Hæstiréttur komist að þveröfugri niðurstöðu. Nú bregður nefnilega svo við að Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi ekki verið eins alvarlegt og fullyrt var, þ.e. að hann hafi ekki haft við hana samfarir heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem kynferðislegt áreiti er vægara en samfarir er brotið fyrnt og maðurinn því sýknaður en engu að síður dæmdur til að greiða henni skaðabætur. Minnihluti Hæstaréttar kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að rétturinn geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar hvað varðar báða ákæruliði. Sif Konráðsdóttir, lögmaður stúlkunnar, segir atriðið sem Hæstiréttur klofnar um, og var getið um hér að framan, „prinsippatriði“. „Þarna er um að ræða mismunandi túlkun á þessum lagaákvæðum sem takmarka rétt Hæstaréttar til að endurskoða niðurstöðu héraðsdóms,“ segir Sif. Niðurstaðan er því sú að maðurinn, sem áður var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, er sýknaður en er engu að síður dæmdur til að greiða stúlkunni skaðabætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður. Dómur sem féll í Hæstarétti í gær virðist marka tímamót að því leyti að þar klofnar dómurinn í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð vitna sem kallaðir eru fyrir héraðsdóm. Málið snýst um kynferðisbrot karlmanns gegn ungri stúlku sem í héraðsdómi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að áreita stúlkuna kynferðislega. Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar þennan ákærulið með vísan til þess að hann geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um munnlegan framburð og í málinu njóti ekki annarra sönnunargagna. Maðurinn er hins vegar ákærður fyrir að hafa haft við stúlkuna samfarir og þarna verður ekki betur séð en Hæstiréttur komist að þveröfugri niðurstöðu. Nú bregður nefnilega svo við að Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi ekki verið eins alvarlegt og fullyrt var, þ.e. að hann hafi ekki haft við hana samfarir heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem kynferðislegt áreiti er vægara en samfarir er brotið fyrnt og maðurinn því sýknaður en engu að síður dæmdur til að greiða henni skaðabætur. Minnihluti Hæstaréttar kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að rétturinn geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar hvað varðar báða ákæruliði. Sif Konráðsdóttir, lögmaður stúlkunnar, segir atriðið sem Hæstiréttur klofnar um, og var getið um hér að framan, „prinsippatriði“. „Þarna er um að ræða mismunandi túlkun á þessum lagaákvæðum sem takmarka rétt Hæstaréttar til að endurskoða niðurstöðu héraðsdóms,“ segir Sif. Niðurstaðan er því sú að maðurinn, sem áður var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, er sýknaður en er engu að síður dæmdur til að greiða stúlkunni skaðabætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira