Þrír íslenskir hermenn í Írak 8. febrúar 2005 00:01 Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag var fjallað um Steinunni Kjartansdóttur sem er liðþjálfi í bandaríska hernum í Írak. En hún er ekki eini Íslendingurinn sem gegnir hermennsku þessa dagana í Írak. Kristófer Kevin Turner, átján ára gamall, er í breska hernum og hefur síðastliðna þrjá mánuði verið í Basra. Hann er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann bjó þar til fyrir tveimur árum að hann ákvað að gerast hermaður. Hann starfar nú við birgðaflutninga. Foreldrar hans, hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Dean Turner, búa í Vogunum. Dean er frá Bretlandi en starfar hjá Bros-auglýsingavörum í Reykjavík. Hann segist í fyrstu hafa lagst eindregið gegn því að sonur sinn gerðist hermaður en sættir sig nú við orðinn hlut og kveðst standa með honum. Dean segir Kristófer ánægðan með hættuförina en í síðasta mánuði var hann í mikilli hættu þegar eldflaug lenti fyrir utan svefnskála hans en slapp ómeiddur. Kristófer á eftir þrjá mánuði af dvöl sinni og vonast foreldrar hans til að sá tími líði sem fyrst. Stöð 2 hefur upplýsingar um fleiri Íslendinga í Írak. Tvítugur sonur Örnu Báru Arnarsdóttur, Sesar Arnar Sanches, en faður hans er bandarískur, er landgönguliði og staðsettur mitt á milli Falluja og Bagdad. Þá er Daníel Haraldsson, 25 ára hálfur Dani og hálfur Íslendingur, á leið til Íraks á vegum danska hersins þann 17. febrúar næstkomandi. Daníel er í herlögreglunni og hefur verið í Kósóvó að undanförnu. Að jafnaði er hann staðsettur í herstöðinni Hvorup í Álaborg. Annar Íslendingur í danska hernum var í Írak frá október 2003 til febrúar 2004. Hann er sem stendur í liðþjálfaskóla en vill ekki láta nafns síns getið. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag var fjallað um Steinunni Kjartansdóttur sem er liðþjálfi í bandaríska hernum í Írak. En hún er ekki eini Íslendingurinn sem gegnir hermennsku þessa dagana í Írak. Kristófer Kevin Turner, átján ára gamall, er í breska hernum og hefur síðastliðna þrjá mánuði verið í Basra. Hann er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann bjó þar til fyrir tveimur árum að hann ákvað að gerast hermaður. Hann starfar nú við birgðaflutninga. Foreldrar hans, hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Dean Turner, búa í Vogunum. Dean er frá Bretlandi en starfar hjá Bros-auglýsingavörum í Reykjavík. Hann segist í fyrstu hafa lagst eindregið gegn því að sonur sinn gerðist hermaður en sættir sig nú við orðinn hlut og kveðst standa með honum. Dean segir Kristófer ánægðan með hættuförina en í síðasta mánuði var hann í mikilli hættu þegar eldflaug lenti fyrir utan svefnskála hans en slapp ómeiddur. Kristófer á eftir þrjá mánuði af dvöl sinni og vonast foreldrar hans til að sá tími líði sem fyrst. Stöð 2 hefur upplýsingar um fleiri Íslendinga í Írak. Tvítugur sonur Örnu Báru Arnarsdóttur, Sesar Arnar Sanches, en faður hans er bandarískur, er landgönguliði og staðsettur mitt á milli Falluja og Bagdad. Þá er Daníel Haraldsson, 25 ára hálfur Dani og hálfur Íslendingur, á leið til Íraks á vegum danska hersins þann 17. febrúar næstkomandi. Daníel er í herlögreglunni og hefur verið í Kósóvó að undanförnu. Að jafnaði er hann staðsettur í herstöðinni Hvorup í Álaborg. Annar Íslendingur í danska hernum var í Írak frá október 2003 til febrúar 2004. Hann er sem stendur í liðþjálfaskóla en vill ekki láta nafns síns getið.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira