Þrír íslenskir hermenn í Írak 8. febrúar 2005 00:01 Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag var fjallað um Steinunni Kjartansdóttur sem er liðþjálfi í bandaríska hernum í Írak. En hún er ekki eini Íslendingurinn sem gegnir hermennsku þessa dagana í Írak. Kristófer Kevin Turner, átján ára gamall, er í breska hernum og hefur síðastliðna þrjá mánuði verið í Basra. Hann er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann bjó þar til fyrir tveimur árum að hann ákvað að gerast hermaður. Hann starfar nú við birgðaflutninga. Foreldrar hans, hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Dean Turner, búa í Vogunum. Dean er frá Bretlandi en starfar hjá Bros-auglýsingavörum í Reykjavík. Hann segist í fyrstu hafa lagst eindregið gegn því að sonur sinn gerðist hermaður en sættir sig nú við orðinn hlut og kveðst standa með honum. Dean segir Kristófer ánægðan með hættuförina en í síðasta mánuði var hann í mikilli hættu þegar eldflaug lenti fyrir utan svefnskála hans en slapp ómeiddur. Kristófer á eftir þrjá mánuði af dvöl sinni og vonast foreldrar hans til að sá tími líði sem fyrst. Stöð 2 hefur upplýsingar um fleiri Íslendinga í Írak. Tvítugur sonur Örnu Báru Arnarsdóttur, Sesar Arnar Sanches, en faður hans er bandarískur, er landgönguliði og staðsettur mitt á milli Falluja og Bagdad. Þá er Daníel Haraldsson, 25 ára hálfur Dani og hálfur Íslendingur, á leið til Íraks á vegum danska hersins þann 17. febrúar næstkomandi. Daníel er í herlögreglunni og hefur verið í Kósóvó að undanförnu. Að jafnaði er hann staðsettur í herstöðinni Hvorup í Álaborg. Annar Íslendingur í danska hernum var í Írak frá október 2003 til febrúar 2004. Hann er sem stendur í liðþjálfaskóla en vill ekki láta nafns síns getið. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. Í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag var fjallað um Steinunni Kjartansdóttur sem er liðþjálfi í bandaríska hernum í Írak. En hún er ekki eini Íslendingurinn sem gegnir hermennsku þessa dagana í Írak. Kristófer Kevin Turner, átján ára gamall, er í breska hernum og hefur síðastliðna þrjá mánuði verið í Basra. Hann er fæddur í Reykjavík en uppalinn í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann bjó þar til fyrir tveimur árum að hann ákvað að gerast hermaður. Hann starfar nú við birgðaflutninga. Foreldrar hans, hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Dean Turner, búa í Vogunum. Dean er frá Bretlandi en starfar hjá Bros-auglýsingavörum í Reykjavík. Hann segist í fyrstu hafa lagst eindregið gegn því að sonur sinn gerðist hermaður en sættir sig nú við orðinn hlut og kveðst standa með honum. Dean segir Kristófer ánægðan með hættuförina en í síðasta mánuði var hann í mikilli hættu þegar eldflaug lenti fyrir utan svefnskála hans en slapp ómeiddur. Kristófer á eftir þrjá mánuði af dvöl sinni og vonast foreldrar hans til að sá tími líði sem fyrst. Stöð 2 hefur upplýsingar um fleiri Íslendinga í Írak. Tvítugur sonur Örnu Báru Arnarsdóttur, Sesar Arnar Sanches, en faður hans er bandarískur, er landgönguliði og staðsettur mitt á milli Falluja og Bagdad. Þá er Daníel Haraldsson, 25 ára hálfur Dani og hálfur Íslendingur, á leið til Íraks á vegum danska hersins þann 17. febrúar næstkomandi. Daníel er í herlögreglunni og hefur verið í Kósóvó að undanförnu. Að jafnaði er hann staðsettur í herstöðinni Hvorup í Álaborg. Annar Íslendingur í danska hernum var í Írak frá október 2003 til febrúar 2004. Hann er sem stendur í liðþjálfaskóla en vill ekki láta nafns síns getið.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira