Er ný tónlist einhvers virði? 13. október 2005 15:31 Þegar Mozart var og hét, var hann fyrir öðru tónskáldi, Salieri. Því annars ágæta tónskáldi þótti súrt að vera á sömu þúfu og snillingurinn. Samt hafði Salieri allt, stöðu, peninga og ilminn úr handarkrika aðalsins. Hann var í stöðu til þess að úthrópa tónlist Mozarts í sinni sveit. Það kom þó ekki í veg fyrir að tónlist Mozarts yrði ódauðleg - og hann er eitt fyrsta tónskáldið sem hvert barn í hinum vestræna heimi lærir að þekkja. Mér verður oft hugsað til þessara sérkennilegu örlaga þessa dagana. Hér á landi stendur yfir gríðarmikil hátíð, Myrkir músíkdagar, þar sem tækifæri gefst til þess að hlýða á það sem tónskáldin okkar eru að skapa - hér og nú. Það má kannski segja að heiti hátíðarinnar sé nokkuð óheppilegt, einkum vegna þess að við höfum tilhneigingu til þess að tengja myrkrið tónlist hátíðarinnar en ekki þeim árstíma sem hún er haldin. Ástæðan er líklega sú að gervöll alþýða manna hefur sýnt nýsmíðum í tónlist allt frá tómlæti, yfir í fjandskap. Þjóðin vill ekki láta skapa nein læti á sinni þúfu. Vissulega hafa mörg nútímatónverk verið ómstríð - en bara sum. Frá því að Myrkir músíkdagar hófust fyrir 25 árum, hefur tónskáldum fjölgað til muna; tónskáldum sem hafa ólíka tilfinninga- og vitsmunainnréttingu, hafa ólíkan bakgrunn og mismunandi afstöðu til lífsins - og skapa því afar ólík verk. Tónskáldiin hafa líka orðið óhræddari við að feta nýjar slóðir, vinna verk undir áhrifum frá rokki, poppi, djass, hugleiðslutónlist og þannig mætti lengi telja. Sum hafa verið að semja ákaflega falleg kórverk, önnur skemmtilega flókin og áheyrileg kammerverk og enn önnur stórbrotin verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er verið að semja fyrir allar hljóðfærasamsetningar og verk tónskáldanna eru svo ólík að það er ekki hægt að afgreiða þau með því eina pennastriki sem kallað hefur verið "hávaði". Það er bjart yfir þeim Myrku músíkdögum sem núna standa yfir. Næstum tuttugu tónleikar víðs vegar um bæinn og í boði eru barnaópera, sinfónía, gítarverk, píanóverk, kórverk, rafverk, kammerverk, eftir yngri og eldri tónskáld, konur og karla. Auðvitað eru þau verk sem samin eru í dag ekki neitt svipuð þeim verkum sem við þekkjum frá Händel, Bach, Mozart, Beethoven eða Chopin. Það er búið að semja þau verk - og við lifum hvorki á barokk-tíma né rómantískum. Þau verk sem samin eru í dag endurspegla þann heim sem við lifum í. Eitt af ógleymanlegustu verkum sem ég hef hlýtt á var óperan Kullervo eftir finnska tónskáldið Sallinen. Hann byggir óperuna á sögu úr þeim mikla sagnabálki, Kalevala, sem fjallar um bræðravíg. Óperan er samin á þeim tíma þegar stríðið í Bosníu var í algleymingi. Þar bárust bræður á banaspjótum - eins og gerist í öllum stríðum á öllum tímum og það eru alltaf stríð einhvers staðar. Til þess að endurspegla þennan óhugnað í tónlistarformi, sótti Sallinen eitt og annað í þungarokkið. Áhrifin létu ekki á sér standa og á eftir var ekki hægt að afgreiða þungarokk sem pirrandi tónlist. Enn einn fordómaveggurinn fallinn, sjóndeildarhringurinn hafði stækkað. Það er ótrúlega gaman að upplifa frumflutning á nýju tónverki. Það þarf ekki endilega að falla að smekk hvers áheyranda, frekar en önnur tónverk hafa gert í gegnum aldirnar. Hins vegar vitum við aldrei hvað af þeirri tónlist sem við hlýðum á í dag á eftir að standa af sér tímann og verða klassískt. Það getur allt eins hent íslenskt tónverk eins og þýskt, austurrískt, ítalskt, franskt eða slavneskt. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál. Njótum þess. Hlýðum á þá nýsköpun sem á sér stað allt í kringum okkur og dæmum sjálf hvað okkur líkar og hvað ekki - eftir að við höfum heyrt það. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þegar Mozart var og hét, var hann fyrir öðru tónskáldi, Salieri. Því annars ágæta tónskáldi þótti súrt að vera á sömu þúfu og snillingurinn. Samt hafði Salieri allt, stöðu, peninga og ilminn úr handarkrika aðalsins. Hann var í stöðu til þess að úthrópa tónlist Mozarts í sinni sveit. Það kom þó ekki í veg fyrir að tónlist Mozarts yrði ódauðleg - og hann er eitt fyrsta tónskáldið sem hvert barn í hinum vestræna heimi lærir að þekkja. Mér verður oft hugsað til þessara sérkennilegu örlaga þessa dagana. Hér á landi stendur yfir gríðarmikil hátíð, Myrkir músíkdagar, þar sem tækifæri gefst til þess að hlýða á það sem tónskáldin okkar eru að skapa - hér og nú. Það má kannski segja að heiti hátíðarinnar sé nokkuð óheppilegt, einkum vegna þess að við höfum tilhneigingu til þess að tengja myrkrið tónlist hátíðarinnar en ekki þeim árstíma sem hún er haldin. Ástæðan er líklega sú að gervöll alþýða manna hefur sýnt nýsmíðum í tónlist allt frá tómlæti, yfir í fjandskap. Þjóðin vill ekki láta skapa nein læti á sinni þúfu. Vissulega hafa mörg nútímatónverk verið ómstríð - en bara sum. Frá því að Myrkir músíkdagar hófust fyrir 25 árum, hefur tónskáldum fjölgað til muna; tónskáldum sem hafa ólíka tilfinninga- og vitsmunainnréttingu, hafa ólíkan bakgrunn og mismunandi afstöðu til lífsins - og skapa því afar ólík verk. Tónskáldiin hafa líka orðið óhræddari við að feta nýjar slóðir, vinna verk undir áhrifum frá rokki, poppi, djass, hugleiðslutónlist og þannig mætti lengi telja. Sum hafa verið að semja ákaflega falleg kórverk, önnur skemmtilega flókin og áheyrileg kammerverk og enn önnur stórbrotin verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Það er verið að semja fyrir allar hljóðfærasamsetningar og verk tónskáldanna eru svo ólík að það er ekki hægt að afgreiða þau með því eina pennastriki sem kallað hefur verið "hávaði". Það er bjart yfir þeim Myrku músíkdögum sem núna standa yfir. Næstum tuttugu tónleikar víðs vegar um bæinn og í boði eru barnaópera, sinfónía, gítarverk, píanóverk, kórverk, rafverk, kammerverk, eftir yngri og eldri tónskáld, konur og karla. Auðvitað eru þau verk sem samin eru í dag ekki neitt svipuð þeim verkum sem við þekkjum frá Händel, Bach, Mozart, Beethoven eða Chopin. Það er búið að semja þau verk - og við lifum hvorki á barokk-tíma né rómantískum. Þau verk sem samin eru í dag endurspegla þann heim sem við lifum í. Eitt af ógleymanlegustu verkum sem ég hef hlýtt á var óperan Kullervo eftir finnska tónskáldið Sallinen. Hann byggir óperuna á sögu úr þeim mikla sagnabálki, Kalevala, sem fjallar um bræðravíg. Óperan er samin á þeim tíma þegar stríðið í Bosníu var í algleymingi. Þar bárust bræður á banaspjótum - eins og gerist í öllum stríðum á öllum tímum og það eru alltaf stríð einhvers staðar. Til þess að endurspegla þennan óhugnað í tónlistarformi, sótti Sallinen eitt og annað í þungarokkið. Áhrifin létu ekki á sér standa og á eftir var ekki hægt að afgreiða þungarokk sem pirrandi tónlist. Enn einn fordómaveggurinn fallinn, sjóndeildarhringurinn hafði stækkað. Það er ótrúlega gaman að upplifa frumflutning á nýju tónverki. Það þarf ekki endilega að falla að smekk hvers áheyranda, frekar en önnur tónverk hafa gert í gegnum aldirnar. Hins vegar vitum við aldrei hvað af þeirri tónlist sem við hlýðum á í dag á eftir að standa af sér tímann og verða klassískt. Það getur allt eins hent íslenskt tónverk eins og þýskt, austurrískt, ítalskt, franskt eða slavneskt. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál. Njótum þess. Hlýðum á þá nýsköpun sem á sér stað allt í kringum okkur og dæmum sjálf hvað okkur líkar og hvað ekki - eftir að við höfum heyrt það. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar