Hátt í 200 nýskráningar í Framsókn 3. febrúar 2005 00:01 Á annað hundrað manns skráðu sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í dag og er búist við átakafundi hjá félagi Framsóknarmanna í bæjarfélaginu í kvöld. Það er best fyrir flokkinn að leggja niður deilur og láta komandi flokksþing einkennast af sáttum, segir aðstoðarmaður Halldórs Ágrímssonar. Ólga hefur verið í framsóknarfélögum undanfarið. Þar bítast menn um sæti á komandi flokksþingi, þinginu þar sem kosið verður í æðstu embætti flokksins. Karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sem miði að því að styrkja stöðu bræðranna Páls og Árna Magnússona. Átökin eru talin vísbending um það að ekki verði sjálfkjörið í æðstu embætti flokksins á flokksþinginu. Jafnvel gæti Halldór mögulega hugsað sér að víkja úr formannsstólnum fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum. Halldór er nú í fríi erlendis en Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður hans, segir Halldór ekki vera á leiðinni úr stjórnmálum. Hann sé tiltölulega nýorðinn forsætisráðherra og ekki sé annað í spilunum en hann gefi áfram kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins. Útilokað verður að teljast að Árni fari beint gegn Halldóri og fullyrt er að hann hafi ekki í hyggju að bjóða sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni. Ritaraembættinu gegnir nú Siv Friðleifsdóttir. Björn Ingi hvetur framsóknarmenn til að slíðra sverðin. Hann segir ýmislegt segja sér að komandi flokksþing muni einkennast af sættum og menn muni þar reyna að leggja niður deilur innan einstakra félaga. Björn segir reyndar ekkert óeðlilegt að tekist sé á um persónur þegar kemur að aðalfundum. Beðið er með eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld. Á fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi á að kjósa í stjórn og velja 21 fulltrúa á flokksþingið. Í dag nánast tvöfaldaðist fjöldi félaga þess félags því á annað hundrað manns skráði sig. Búsit er við miklum átakafundi. Hins vegar á að velja á sjötta tug fulltrúa á fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður í kvöld. Hverjir verða valdir gæti haft nokkur áhrif á þróun mála á næstunni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á annað hundrað manns skráðu sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í dag og er búist við átakafundi hjá félagi Framsóknarmanna í bæjarfélaginu í kvöld. Það er best fyrir flokkinn að leggja niður deilur og láta komandi flokksþing einkennast af sáttum, segir aðstoðarmaður Halldórs Ágrímssonar. Ólga hefur verið í framsóknarfélögum undanfarið. Þar bítast menn um sæti á komandi flokksþingi, þinginu þar sem kosið verður í æðstu embætti flokksins. Karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sem miði að því að styrkja stöðu bræðranna Páls og Árna Magnússona. Átökin eru talin vísbending um það að ekki verði sjálfkjörið í æðstu embætti flokksins á flokksþinginu. Jafnvel gæti Halldór mögulega hugsað sér að víkja úr formannsstólnum fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum. Halldór er nú í fríi erlendis en Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður hans, segir Halldór ekki vera á leiðinni úr stjórnmálum. Hann sé tiltölulega nýorðinn forsætisráðherra og ekki sé annað í spilunum en hann gefi áfram kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins. Útilokað verður að teljast að Árni fari beint gegn Halldóri og fullyrt er að hann hafi ekki í hyggju að bjóða sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni. Ritaraembættinu gegnir nú Siv Friðleifsdóttir. Björn Ingi hvetur framsóknarmenn til að slíðra sverðin. Hann segir ýmislegt segja sér að komandi flokksþing muni einkennast af sættum og menn muni þar reyna að leggja niður deilur innan einstakra félaga. Björn segir reyndar ekkert óeðlilegt að tekist sé á um persónur þegar kemur að aðalfundum. Beðið er með eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld. Á fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi á að kjósa í stjórn og velja 21 fulltrúa á flokksþingið. Í dag nánast tvöfaldaðist fjöldi félaga þess félags því á annað hundrað manns skráði sig. Búsit er við miklum átakafundi. Hins vegar á að velja á sjötta tug fulltrúa á fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður í kvöld. Hverjir verða valdir gæti haft nokkur áhrif á þróun mála á næstunni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira