Innlent

Skrá hinsta vilja sinn

 Er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin eftir nokkrar vikur, að því er hann tjáði Fréttablaðinu. "Líknarskráin er plagg þar sem fólk gefur upp þá meðferð sem það vill að sé ekki veitt undir ákveðnum kringumstæðum," sagði landlæknir. "Þar er hægt að taka fram, að fólk vilji ekki láta endurlífga sig eða hnoða sig í gang ef hjartað stoppar. Jafnframt, að það vilji ekki fara í öndunarvél fái það mjög alvarlegan öndunarsjúkdóm, sem ekki er líklegt að sé hægt að lækna, að það vilji ekki fara í blóðskilun, vilji ekki láta gefa sér sýklalyf, sé það komið með krabbamein á lokastigi og svo má áfram telja. Það vilji sem sagt fá að eiga síðustu dagana, vikurnar eða mánuðina í sínu lífi á eins virðulegan hátt og kostur er og að eigin vilja." Líknarskráin tekur einnig til líffæragjafa að sögn landlæknis. Þá útnefni viðkomandi fulltrúa, ættingja eða vin, sem hann treystir til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfirlýsingar, geti hann sjálfur ekki tekið ákvörðun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×