Innlent

Enn flensuálag á LSH

"Við höfum ekki þurft að opna aðrar deildir eins og við þurftum að gera á tímabili," sagði Guðlaug Rakel. "En það er búið að vera mikið álag og fólk er að koma hér og leggjast inn daglega vegna afleiðinga flensunnar. Þetta eru sérstaklega fullorðið fólk sem fá fylgikvilla svo sem lungnabólgu." Guðlaug Rakel sagði að starfsfólkið á spítalanum hefði einnig verið að veikjast og það gerði einnig erfitt fyrir. "Það hafa verið töluverð veikindi á starfsfólkinu, en toppnum á því virðist náð, alveg eins og er að gerast úti í bæ. Þetta endurspeglar náttúrlega stöðuna, því við erum öll í einu samfélagi. Það er enginn vafi, að flensan er í rénun, en hún er þó ekki búin enn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×