Innlent

Miltisbrandsgirðing stöðvuð

 Ástæðan er sú að landeigendur vildu leita álits lögfræðings áður en lengra yrði haldið. Verður beðið eftir álitinu og vinna ekki hafin aftur fyrr en fyrir liggur undirritaður samningur um legu girðingarinnar, að sögn héraðsdýralæknis. Það var í kjölfar þess að hross drápust úr miltisbrandi á Sjónarhóli á dögunum sem landbúnaðarráðuneytið ákvað að svæðið yrði girt af, þannig að hvorki menn né skepnur ættu greiðan aðgang að því. Grunur leikur á að hrossin hafi komist í miltisbrandssýkt svæði eftir að jarðrask varð af völdum ágangs sjávar. Landbúnaðarráðuneytið mun standa straum af kostnaði við girðingarefni og vinnuna. Fyrirhugað var að girðingin yrði 1.334 metra löng og lokaði af svæðið milli sjávar og vegar. Nú er ekki ljóst hvenær hægt verður að halda vinnunni við hana áfram, þar sem bíða verður álits lögfræðings landeigenda. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að sýkta svæðið yrði girt af fyrir jól, en hrossin drápust í byrjun desember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×