Gleðjumst með bönkunum 31. janúar 2005 00:01 Metár er að baki í rekstri íslenskra fjármálafyrirtækja og hagnaðartölurnar utan skynsviðs meðalmannsins sem glímir við að stemma af tekjur sínar og útgjöld. Þegar slíkar tölur birtast fer um ýmsa og þeir sjá í tölunum táknmynd óréttlætis, misskiptingar og græðgi. Þetta er varhugaverður hugsunarháttur. Sundum virðast eindregnustu andstæðingar græðgi einmitt vera fórnarlömb annarrar dauðasyndar sem er öfundin. Öfundin er síst betri en græðgin í hópi dauðasyndanna sjö. Efling fjármálafyrirtækjanna er nefnilega góðar fréttir. Með auknum styrk íslenskra fjármálafyrirtækja og erlendri útrás þeirra skapast fjölmörg tækifæri fyrir önnur fyrirtæki í landinu. Ytri skilyrði ársins 2004 voru óvenju hagstæð fyrir fjármálafyrirtækin. Hlutabréf hækkuðu hér á landi meira en víðast annars staðar í heiminum. Til framtíðar má ekki búast við viðlíka gengishagnaði og birtist í uppgjörum bankanna nú. Fyrir þá sem telja að hagnaður eins sé alltaf á annars kostnað er það huggun að arðsemin af hefðbundinni bankastarfsemi eins og hún snýr að almennum viðskiptavinum er ekkert til að hrópa húrra yfir. Gengishagnaðurinn einn skýrir ekki gott gengi bankanna og virðast stoðir rekstrarins traustar og áhættan hefur dreifst milli eignaflokka og hagkerfa. Hagnaður bankanna bitnar ekki á neytendum, þvert á móti hefur þróunin að undanförnu verið sú að íslenskum viðskiptavinum bankanna bjóðast nú kjör sem þá gat einungis dreymt um áður. Ástæðan er sú að með vexti bankanna eykst hagkvæmni rekstrarins og styrkur þeirra veitir þeim betri lánskjör til þess að fjármagna útlán sín. Útrás bankanna mun, ef vel gengur, skila þjóðarbúinu útflutningstekjum til langframa. Útrásin nú er einnig vel tímasett útstreymi fjármuna vegna kaupa erlendis og mun vinna á móti styrkingu krónunnar sem er vegna stóriðjuframkvæmda. Hún virkar því sem sveiflujöfnun og ef vel gengur mun arður af fjárfestingunni vinna á móti öfgafullri lækkun á gengi krónunnar þegar spennan í hagkerfinu minnkar við lok stóriðjuframkvæmdanna. Við þetta bætist að íslenskt fjármálakerfi hefur aldrei verið betur í stakk búið til þess að styðja við uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Gott dæmi um slíkt er fjármögnun flugvélakaupa Flugleiða í liðinni viku. Þá urðu þau tímamót að íslenskur banki lánaði í fyrsta sinn til kaupa á flugvélum. Skip og flugvélar hafa fram til þessa verið fjármögnuð með lánum í erlendum bönkum. Skýring þess er einföld. Til skamms tíma nutu sterk fyrirtæki eins og Eimskipafélagið og Flugleiðir betri kjara á erlendum mörkuðum en íslensku bankarnir. Nú kemur arður af slíkum útlánum í vaxandi mæli inn í landið í formi hagsauka hluthafa bankanna, launum starfsmanna og umtalsverðra skattgreiðslna. Staða bankanna nú styður við aðra uppbyggingu í samfélaginu og gefur okkur tækifæri til þess að sækja fram á öllum sviðum í fyrirsjáanlegri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun
Metár er að baki í rekstri íslenskra fjármálafyrirtækja og hagnaðartölurnar utan skynsviðs meðalmannsins sem glímir við að stemma af tekjur sínar og útgjöld. Þegar slíkar tölur birtast fer um ýmsa og þeir sjá í tölunum táknmynd óréttlætis, misskiptingar og græðgi. Þetta er varhugaverður hugsunarháttur. Sundum virðast eindregnustu andstæðingar græðgi einmitt vera fórnarlömb annarrar dauðasyndar sem er öfundin. Öfundin er síst betri en græðgin í hópi dauðasyndanna sjö. Efling fjármálafyrirtækjanna er nefnilega góðar fréttir. Með auknum styrk íslenskra fjármálafyrirtækja og erlendri útrás þeirra skapast fjölmörg tækifæri fyrir önnur fyrirtæki í landinu. Ytri skilyrði ársins 2004 voru óvenju hagstæð fyrir fjármálafyrirtækin. Hlutabréf hækkuðu hér á landi meira en víðast annars staðar í heiminum. Til framtíðar má ekki búast við viðlíka gengishagnaði og birtist í uppgjörum bankanna nú. Fyrir þá sem telja að hagnaður eins sé alltaf á annars kostnað er það huggun að arðsemin af hefðbundinni bankastarfsemi eins og hún snýr að almennum viðskiptavinum er ekkert til að hrópa húrra yfir. Gengishagnaðurinn einn skýrir ekki gott gengi bankanna og virðast stoðir rekstrarins traustar og áhættan hefur dreifst milli eignaflokka og hagkerfa. Hagnaður bankanna bitnar ekki á neytendum, þvert á móti hefur þróunin að undanförnu verið sú að íslenskum viðskiptavinum bankanna bjóðast nú kjör sem þá gat einungis dreymt um áður. Ástæðan er sú að með vexti bankanna eykst hagkvæmni rekstrarins og styrkur þeirra veitir þeim betri lánskjör til þess að fjármagna útlán sín. Útrás bankanna mun, ef vel gengur, skila þjóðarbúinu útflutningstekjum til langframa. Útrásin nú er einnig vel tímasett útstreymi fjármuna vegna kaupa erlendis og mun vinna á móti styrkingu krónunnar sem er vegna stóriðjuframkvæmda. Hún virkar því sem sveiflujöfnun og ef vel gengur mun arður af fjárfestingunni vinna á móti öfgafullri lækkun á gengi krónunnar þegar spennan í hagkerfinu minnkar við lok stóriðjuframkvæmdanna. Við þetta bætist að íslenskt fjármálakerfi hefur aldrei verið betur í stakk búið til þess að styðja við uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Gott dæmi um slíkt er fjármögnun flugvélakaupa Flugleiða í liðinni viku. Þá urðu þau tímamót að íslenskur banki lánaði í fyrsta sinn til kaupa á flugvélum. Skip og flugvélar hafa fram til þessa verið fjármögnuð með lánum í erlendum bönkum. Skýring þess er einföld. Til skamms tíma nutu sterk fyrirtæki eins og Eimskipafélagið og Flugleiðir betri kjara á erlendum mörkuðum en íslensku bankarnir. Nú kemur arður af slíkum útlánum í vaxandi mæli inn í landið í formi hagsauka hluthafa bankanna, launum starfsmanna og umtalsverðra skattgreiðslna. Staða bankanna nú styður við aðra uppbyggingu í samfélaginu og gefur okkur tækifæri til þess að sækja fram á öllum sviðum í fyrirsjáanlegri framtíð.