Menning og mannauður 29. janúar 2005 00:01 Hagfræðiprófessorarnir Ágúst Einarsson og Þorvaldur Gylfason hafa nýlega gert grein fyrir athyglisverðum rannsóknum sínum á tveimur ólíkum sviðum: Ágúst með bók sinni "Hagræn áhrif tónlistar", og Þorvaldur með háskólafyrirlestri sínum um "Gangráða hagvaxtar". Með bók sinni ryður Ágúst brautina hér á landi fyrir þá grein hagfræðinnar sem kölluð hefur verið menningarhagfræði og hefur verið að þróast á síðustu fjórum áratugum. Þar er verið að fjalla um beitingu hagfræðinnar á framleiðslu, dreifingu og neyslu á menningarlegum vörum og þjónustu. Nokkrir áratugir eru síðan að sú skoðun tók að ryðja sér til rúms hér á landi að bókvitið verði látið í askana, hvað sem líður spakmælum fyrri tíðar manna. En með því er þó oftast átt við að nú geti menn með löngu námi sérhæft sig í einhverjum þeim greinum, sem geri okkur kleift að auka framleiðslu á áþreifanlegum gæðum, sem síðan megi selja innanlands og utan. Eftir sem áður hafa margir talið að listir hverskonar séu bara baggi á þjóðfélaginu og þeir sem þær stunda styrkþegar á almannaframfæri, iðja þeirra niðurgreidd af þrautpíndum skattgreiðendum, og þeim oft skipað á bekk með atvinnugreinum sem haldið er uppi með stórfelldum niðurgreiðslum þegar í ljós kemur að þær geta ekki með nokkru móti borið sig af eigin rammleik. Þannig verður frjálshyggjumönnum tíðrætt um hversu óréttlátt það sé að starfsemi Sinfóníuhljómsveitar, Þjóðleikhúss og óperu sé stórlega niðurgreidd til hagsbóta fyrir menningarsnobba í stað þess að láta það lið borga fyrir þessa áráttu sína sjálft. Ágúst sýnir hins vegar fram á það í bók sinni, að hlutfallslegt framlag menningar til landsframleiðslu hér á landi sé um 4%, þrisvar sinnum meiri en t.d. landbúnaðar annars vegar og ál- og kísiljárnsframleiðslu hinsvegar. Þegar kemur að fjölda starfsmanna í einstökum atvinnugreinum leiðir hann í ljós að í menningarstarfsemi starfa um 5.000 manns, álíka og við fiskveiðar og litlu færri en í landbúnaði, hótel- og veitingarekstri eða í fjármálaþjónustu. Menningin er með öðrum orðum blómleg atvinnugrein, sem skapar mikil - og oft varanleg - verðmæti, auk þeirrar nautnar, sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Þorvaldur Gylfason er á nokkuð öðrum slóðum í sínum rannsóknum. Ásamt erlendum samstarfsmönnum hefur hann leitast við að greina það sem hann kallar "gangráða hagvaxtar", þ.e.a.s. finna hvað valdi því að sum hagkerfi ná sér á strik og síðan á flug með örum hagvexti meðan önnur halda áfram að hjakka á botninum eða miðar jafnvel afturábak. Hér er ekki rúm til annars en að stikla á stóru um þetta víðfeðma efni. Ýmsir þættir eru gamalkunnir og óumdeildir. Til þarf fjármagn, sem fengið er með sparnaði innanlands - eða utan, ef flutt er inn erlent fjármagn. Útflutningur vöru og þjónustu er þýðingarmikill. En það sem virðist gera gæfumuninn er þó hvort við bætast gangráðar af öðrum toga. Þar ber fyrst að nefna menntun og mannauð. Þá lýðræði, virkt lýðræði og félagsauð. Og loks fjölhæfni í atvinnulífinu. Allt helst þetta þó í hendur, þannig að erfitt er að segja hvað kemur fyrst heldur leiðir hvað af öðru. Menntun er að sjálfsögðu ómissandi undirstaða virks lýðræðis og hornsteinn fjölhæfni í atvinnulífinu. Þjóðir með einhæfa atvinnuvegi, hvort sem það er landbúnaður og sjávarútvegur eða til dæmis vinnsla olíu eða annarra náttúruauðlinda úr iðrum jarðar vanrækja oft menntun þegna sinna, telja hana óþarfa og lúxus, sem ekki eigi erindi við aðra en þá sem tilheyra fámennri og auðugri yfirstétt. Náttúruauðlindagnægð verður því oft til að veikja lýðræðið og draga ofstopafulla einræðisseggi að stjórnvellinum, þar sem þeir fá aðstöðu til að moka þjóðarauðnum í eigin vasa. Þótt þeir séu til sem telja einræði flokks eða fámennrar yfirstéttarklíku fljótfarnari leið til velmegunar sýnir reynslan þó ótvírætt að lýðræði hefur þar yfirburði, því meiri því virkara sem lýðræðið er. Þekkingarstig þjóðar, mannauðurinn, skiptir miklu máli, en það gerir ekki síður félagsauðurinn. Með því er átt við öll þau tengsl - önnur en efnahagsleg - sem tengja einstaklingana og hópa þjóðfélagsins saman. Því þéttriðnari sem sá vefur er, því meiri líkur eru á að hagkerfið endurnýi sig, eflist innan frá með fjölbreyttum hætti og stækki með útrás. Því miður eru ráðamenn þessa lands fastir í fornfálegum hugmyndum um "þjóðlega atvinnuvegi" sem skylda ríkisins sé að hlúa sérstaklega að, jafnframt því sem ríkisbáknið Landsvirkjun, þenur sig yfir hálendið og stefnir að álveri í hverjum firði. Þeir virðast enga trú hafa á vaxtarmöguleikum frjáls hagkerfis og getu til að skapa ný og fjölbreytt störf án handleiðslu ríkisvaldsins. Og það sem verra er. Menntakerfið er að staðna í höndum þeirra, heilbrigðiskerfið hjakkar í sama farinu og lýðræðið er bælt og bugað af ofvöxnu og hrokafullu ríkisvaldi. Þannig eru bremsurnar settar á sjálfa gangráða hagvaxtarins og lífskjör framtíðarinnar lækkuð. Hér þarf að taka til hendi og fyrsta skrefið er að lýðurinn fái möguleika á að setja þeim, sem með stjórn landsins fara í hans umboði, stjórnarskrá sem setji valdi þeirra skorður við hæfi, en veiti einstaklingunum vaxtarmegn og frelsi til orða og athafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Hagfræðiprófessorarnir Ágúst Einarsson og Þorvaldur Gylfason hafa nýlega gert grein fyrir athyglisverðum rannsóknum sínum á tveimur ólíkum sviðum: Ágúst með bók sinni "Hagræn áhrif tónlistar", og Þorvaldur með háskólafyrirlestri sínum um "Gangráða hagvaxtar". Með bók sinni ryður Ágúst brautina hér á landi fyrir þá grein hagfræðinnar sem kölluð hefur verið menningarhagfræði og hefur verið að þróast á síðustu fjórum áratugum. Þar er verið að fjalla um beitingu hagfræðinnar á framleiðslu, dreifingu og neyslu á menningarlegum vörum og þjónustu. Nokkrir áratugir eru síðan að sú skoðun tók að ryðja sér til rúms hér á landi að bókvitið verði látið í askana, hvað sem líður spakmælum fyrri tíðar manna. En með því er þó oftast átt við að nú geti menn með löngu námi sérhæft sig í einhverjum þeim greinum, sem geri okkur kleift að auka framleiðslu á áþreifanlegum gæðum, sem síðan megi selja innanlands og utan. Eftir sem áður hafa margir talið að listir hverskonar séu bara baggi á þjóðfélaginu og þeir sem þær stunda styrkþegar á almannaframfæri, iðja þeirra niðurgreidd af þrautpíndum skattgreiðendum, og þeim oft skipað á bekk með atvinnugreinum sem haldið er uppi með stórfelldum niðurgreiðslum þegar í ljós kemur að þær geta ekki með nokkru móti borið sig af eigin rammleik. Þannig verður frjálshyggjumönnum tíðrætt um hversu óréttlátt það sé að starfsemi Sinfóníuhljómsveitar, Þjóðleikhúss og óperu sé stórlega niðurgreidd til hagsbóta fyrir menningarsnobba í stað þess að láta það lið borga fyrir þessa áráttu sína sjálft. Ágúst sýnir hins vegar fram á það í bók sinni, að hlutfallslegt framlag menningar til landsframleiðslu hér á landi sé um 4%, þrisvar sinnum meiri en t.d. landbúnaðar annars vegar og ál- og kísiljárnsframleiðslu hinsvegar. Þegar kemur að fjölda starfsmanna í einstökum atvinnugreinum leiðir hann í ljós að í menningarstarfsemi starfa um 5.000 manns, álíka og við fiskveiðar og litlu færri en í landbúnaði, hótel- og veitingarekstri eða í fjármálaþjónustu. Menningin er með öðrum orðum blómleg atvinnugrein, sem skapar mikil - og oft varanleg - verðmæti, auk þeirrar nautnar, sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Þorvaldur Gylfason er á nokkuð öðrum slóðum í sínum rannsóknum. Ásamt erlendum samstarfsmönnum hefur hann leitast við að greina það sem hann kallar "gangráða hagvaxtar", þ.e.a.s. finna hvað valdi því að sum hagkerfi ná sér á strik og síðan á flug með örum hagvexti meðan önnur halda áfram að hjakka á botninum eða miðar jafnvel afturábak. Hér er ekki rúm til annars en að stikla á stóru um þetta víðfeðma efni. Ýmsir þættir eru gamalkunnir og óumdeildir. Til þarf fjármagn, sem fengið er með sparnaði innanlands - eða utan, ef flutt er inn erlent fjármagn. Útflutningur vöru og þjónustu er þýðingarmikill. En það sem virðist gera gæfumuninn er þó hvort við bætast gangráðar af öðrum toga. Þar ber fyrst að nefna menntun og mannauð. Þá lýðræði, virkt lýðræði og félagsauð. Og loks fjölhæfni í atvinnulífinu. Allt helst þetta þó í hendur, þannig að erfitt er að segja hvað kemur fyrst heldur leiðir hvað af öðru. Menntun er að sjálfsögðu ómissandi undirstaða virks lýðræðis og hornsteinn fjölhæfni í atvinnulífinu. Þjóðir með einhæfa atvinnuvegi, hvort sem það er landbúnaður og sjávarútvegur eða til dæmis vinnsla olíu eða annarra náttúruauðlinda úr iðrum jarðar vanrækja oft menntun þegna sinna, telja hana óþarfa og lúxus, sem ekki eigi erindi við aðra en þá sem tilheyra fámennri og auðugri yfirstétt. Náttúruauðlindagnægð verður því oft til að veikja lýðræðið og draga ofstopafulla einræðisseggi að stjórnvellinum, þar sem þeir fá aðstöðu til að moka þjóðarauðnum í eigin vasa. Þótt þeir séu til sem telja einræði flokks eða fámennrar yfirstéttarklíku fljótfarnari leið til velmegunar sýnir reynslan þó ótvírætt að lýðræði hefur þar yfirburði, því meiri því virkara sem lýðræðið er. Þekkingarstig þjóðar, mannauðurinn, skiptir miklu máli, en það gerir ekki síður félagsauðurinn. Með því er átt við öll þau tengsl - önnur en efnahagsleg - sem tengja einstaklingana og hópa þjóðfélagsins saman. Því þéttriðnari sem sá vefur er, því meiri líkur eru á að hagkerfið endurnýi sig, eflist innan frá með fjölbreyttum hætti og stækki með útrás. Því miður eru ráðamenn þessa lands fastir í fornfálegum hugmyndum um "þjóðlega atvinnuvegi" sem skylda ríkisins sé að hlúa sérstaklega að, jafnframt því sem ríkisbáknið Landsvirkjun, þenur sig yfir hálendið og stefnir að álveri í hverjum firði. Þeir virðast enga trú hafa á vaxtarmöguleikum frjáls hagkerfis og getu til að skapa ný og fjölbreytt störf án handleiðslu ríkisvaldsins. Og það sem verra er. Menntakerfið er að staðna í höndum þeirra, heilbrigðiskerfið hjakkar í sama farinu og lýðræðið er bælt og bugað af ofvöxnu og hrokafullu ríkisvaldi. Þannig eru bremsurnar settar á sjálfa gangráða hagvaxtarins og lífskjör framtíðarinnar lækkuð. Hér þarf að taka til hendi og fyrsta skrefið er að lýðurinn fái möguleika á að setja þeim, sem með stjórn landsins fara í hans umboði, stjórnarskrá sem setji valdi þeirra skorður við hæfi, en veiti einstaklingunum vaxtarmegn og frelsi til orða og athafna.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun