Lögreglumenn fá ekki skaðabætur 28. janúar 2005 00:01 MYND/Páll Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu tveggja lögregluþjóna sem slösuðust í íþróttakappleikjum lögreglumanna. Samkvæmt kjarasamningi lögreglumanna töldust þó báðir vera að störfum þegar þeir slösuðust. Annar lögregluþjónanna slasaðist í fótboltaleik í hinni árlegu vaktakeppni Sýslumannsembættisins á Akureyri árið 1999. Hann lenti í samstuði við annan leikmann og við það slitnaði krossband í hné. Hann hlaut 10 prósenta örorku vegna slyssins. Hinn lögregluþjónninn slasaðist árið 2000 á norrænu handboltamóti lögreglumanna í Sandefjord í Noregi. Í ljós kom slit á krossbandi og var maðurinn úrskurðaður 12 prósent öryrki vegna slyssins. Tryggingastofnun ríkisins hafnaði bótakröfu beggja manna, annar vegar þar sem slysið hefði orðið utan vinnutíma og hins vegar vegna þess að Íþróttafélag lögreglumanna væri ekki hefðbundið íþróttafélag. Þeir höfðuðu mál á sínum tíma gegn Tryggingastofnun en töpuðu því. Þeir fengu síðar bætur úr slysatryggingu launþega og frá tryggingafélagi, annar 800 þúsund krónur og hinn milljón, en telja ríkið skaðabótaskylt þar sem þeir eigi samningsbundinn rétt til bóta vegna slysanna. Mennirnir vísa til kjarasamnings fjármálaráðherra og Landssambands lögreglumanna þar sem skýrt komi fram að lögreglumenn skuli teljast að störfum þegar þeir stundi lögregluæfingar, íþróttir og kappleiki á vegum félaga lögreglumanna. Hæstiréttur fellst ekki á þau rök mannanna að ríkið þurfi að greiða þeim bætur samkvæmt almannatryggingalögum, eftir að Tryggingastofnun hafnaði kröfunni. Þá er ennfremur bent á að mennirnir hafi fengið bætur úr slysatryggingu launþega og er ríkið því sýknað af kröfu beggja manna. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu tveggja lögregluþjóna sem slösuðust í íþróttakappleikjum lögreglumanna. Samkvæmt kjarasamningi lögreglumanna töldust þó báðir vera að störfum þegar þeir slösuðust. Annar lögregluþjónanna slasaðist í fótboltaleik í hinni árlegu vaktakeppni Sýslumannsembættisins á Akureyri árið 1999. Hann lenti í samstuði við annan leikmann og við það slitnaði krossband í hné. Hann hlaut 10 prósenta örorku vegna slyssins. Hinn lögregluþjónninn slasaðist árið 2000 á norrænu handboltamóti lögreglumanna í Sandefjord í Noregi. Í ljós kom slit á krossbandi og var maðurinn úrskurðaður 12 prósent öryrki vegna slyssins. Tryggingastofnun ríkisins hafnaði bótakröfu beggja manna, annar vegar þar sem slysið hefði orðið utan vinnutíma og hins vegar vegna þess að Íþróttafélag lögreglumanna væri ekki hefðbundið íþróttafélag. Þeir höfðuðu mál á sínum tíma gegn Tryggingastofnun en töpuðu því. Þeir fengu síðar bætur úr slysatryggingu launþega og frá tryggingafélagi, annar 800 þúsund krónur og hinn milljón, en telja ríkið skaðabótaskylt þar sem þeir eigi samningsbundinn rétt til bóta vegna slysanna. Mennirnir vísa til kjarasamnings fjármálaráðherra og Landssambands lögreglumanna þar sem skýrt komi fram að lögreglumenn skuli teljast að störfum þegar þeir stundi lögregluæfingar, íþróttir og kappleiki á vegum félaga lögreglumanna. Hæstiréttur fellst ekki á þau rök mannanna að ríkið þurfi að greiða þeim bætur samkvæmt almannatryggingalögum, eftir að Tryggingastofnun hafnaði kröfunni. Þá er ennfremur bent á að mennirnir hafi fengið bætur úr slysatryggingu launþega og er ríkið því sýknað af kröfu beggja manna.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira