Þingið ítrekað samþykkt gölluð lög 25. janúar 2005 00:01 Þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa viðurkennt að eftirlaunafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi 2003 hafi verið gallað. Þó nokkur dæmi eru um það að Alþingi hafi samþykkt lög sem síðan hafa verð dæmt ólögmæt af dómstólum á síðustu árum. "Þekktustu dæmin tengjast málefnum öryrkja en ríkisstjórnin hefur tapað tveimur málum fyrir Hæstarétti sem Öryrkjabandalagið höfðaði á hendur henni," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Valdimarsdómurinn 1998 var upphaf að því að dómstólar á Íslandi eru farnir að veita stjórnvöldum virkt aðhald," bendir Svanur á en þá úrskurðaði Hæstiréttur að ríkisstjórnin hefði brotið stjórnarská með því að takmarka veiðileyfi. Mannréttindaákvæðin voru innleidd í íslenska stjórnarskrá 1995 og EES samningurinn var samþykktur en með því urðu Íslendingar að leiða í gildi Evrópulög. "Frægur dómur í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur féll í Mannréttindadómstólnum í Strassbourg og varðaði ábygðarsjóð launa," segir Svanur. Þá féll annar dómur gegn íslenskum stjórnvöldum í Strassbourg og leiddi til grundvallarbreytinga á stjórnskipun landsins þegar aðskilja þurfti valdsvið dómara og sýslumanna. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi verði einfaldlega að vanda sig betur við lagasetningar. "Við verðum að gefa okkur meiri tíma til að skoða betur áhrif laganna, bæði aftur í tímann og fram í tímann. Þegar við erum að setja lög eru þau að vissu leyti afturvirk eins og með eftirlaunafrumvarpið," segir Drífa. "Við erum með mjög góða lögfræðideild hjá Alþingi en oft erum við að afgreiða frumvörp á mjög skömmum tíma," segir hún. Alþingi Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa viðurkennt að eftirlaunafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi 2003 hafi verið gallað. Þó nokkur dæmi eru um það að Alþingi hafi samþykkt lög sem síðan hafa verð dæmt ólögmæt af dómstólum á síðustu árum. "Þekktustu dæmin tengjast málefnum öryrkja en ríkisstjórnin hefur tapað tveimur málum fyrir Hæstarétti sem Öryrkjabandalagið höfðaði á hendur henni," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. "Valdimarsdómurinn 1998 var upphaf að því að dómstólar á Íslandi eru farnir að veita stjórnvöldum virkt aðhald," bendir Svanur á en þá úrskurðaði Hæstiréttur að ríkisstjórnin hefði brotið stjórnarská með því að takmarka veiðileyfi. Mannréttindaákvæðin voru innleidd í íslenska stjórnarskrá 1995 og EES samningurinn var samþykktur en með því urðu Íslendingar að leiða í gildi Evrópulög. "Frægur dómur í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur féll í Mannréttindadómstólnum í Strassbourg og varðaði ábygðarsjóð launa," segir Svanur. Þá féll annar dómur gegn íslenskum stjórnvöldum í Strassbourg og leiddi til grundvallarbreytinga á stjórnskipun landsins þegar aðskilja þurfti valdsvið dómara og sýslumanna. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi verði einfaldlega að vanda sig betur við lagasetningar. "Við verðum að gefa okkur meiri tíma til að skoða betur áhrif laganna, bæði aftur í tímann og fram í tímann. Þegar við erum að setja lög eru þau að vissu leyti afturvirk eins og með eftirlaunafrumvarpið," segir Drífa. "Við erum með mjög góða lögfræðideild hjá Alþingi en oft erum við að afgreiða frumvörp á mjög skömmum tíma," segir hún.
Alþingi Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira