Kosningarnar breyta litlu 25. janúar 2005 00:01 Kosningarnar í Írak á sunnudag eru aðeins þær fyrstu af þremur sem eru fyrirhugaðar í landinu fyrir árslok. Ekki er talið að þær breyti miklu enda sitja þingmennirnir sem verða kosnir aðeins til bráðabirgða. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í Írak. Eftir áratuga einræði þá brestur lýðræðið á með slíkum krafti að Írakar mega búast við því að þurfa að mæta á kjörstaði þrisvar sinnum í ár. Ástæðan er sú að þingið sem kosið verður á sunnudaginn er aðeins til bráðabirgða. Það mun gegna tveimur meginhlutverkum: Í fyrsta lagi að velja forsætisráðherra og skipa ráðherra í ríkisstjórn; í öðru lagi að skrifa stjórnarskrá og leggja hana fram til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru kosningar númer tvö. Verði stjórnarskráin samþykkt eru þriðju kosningarnar fyrirhugaðar um miðjan desember. Þá verður aftur kosið til þings og nú í umboði nýrrar stjórnarskrár og það þing myndi því teljast stjórnskipulega réttkjörið. Það er búið að leggja heilmikla vinnu í undirbúning þessara kosninga á sunnudaginn til að reyna að tryggja að sem flestir hópar fái fulltrúa á þingið. Alls eru 120 hópar og stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista í kosningunum. Frambjóðendurnir verða að vera orðnir þrítugir og þeir mega hvorki vera starfandi hermenn né hafa verið háttsettir í Baath-flokki Saddams Husseins. Þá verður þriðji hver frambjóðandi á listum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram að vera kona. Um sextíu prósent Íraka eru sjíta-múslimar. Stjórnmálaflokkar þeirra eru líklegir til að sigra í þessum kosningum en þeir hafa sameinast í kosningabandalagi sem kallast Sameinað bandalag Íraka. Kúrdar í norðurhluta landsins hafa einnig sameinast um einn framboðslista og þá fer núverandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Allawi, fyrir sérstökum framboðslista. Vandamálið tengist helst súnnítum sem eru um tuttugu prósent Íraka. Ekki er búist við því að þeir mæti á kjörstaði á sunnudaginn. Í fyrsta lagi þar sem þeir búa á helstu óróasvæðunum í Írak og í öðru lagi vegna þess að helstu leiðtogar þeirra hafa hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Það búast allir við hrinu árása í tengslum við kosningarnar og stóra spurningin er því sú hvort einhver mæti til að kjósa. Írak skiptist í átján stór héruð og jafnvel írakska bráðabirgðastjórnin og talsmenn Bandaríkjastjórnar viðurkenna að líklegt sé að fáir komi á kjörstaði í þeim héruðum þar sem ástandið er hvað verst. Vandinn er sá að þetta eru einmitt héruðin í kringum stærstu borgir landsins: Bagdad, Mósúl, Fallujah og Tíkrit og á þessum óróasvæðum býr um fjórðungur Íraka. Verði kosningaþátttaka dræm, eins og reyndar margt bendir til, þá er líklegt að lögmæti kosninganna verði stórlega dregið í efa. Kosningarnar á sunnudaginn eru því engin lausn í sjálfu sér og í besta falli aðeins lítið hænuskref á langri leið Íraks í átt að langþráðu frelsi og lýðræði. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Kosningarnar í Írak á sunnudag eru aðeins þær fyrstu af þremur sem eru fyrirhugaðar í landinu fyrir árslok. Ekki er talið að þær breyti miklu enda sitja þingmennirnir sem verða kosnir aðeins til bráðabirgða. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í Írak. Eftir áratuga einræði þá brestur lýðræðið á með slíkum krafti að Írakar mega búast við því að þurfa að mæta á kjörstaði þrisvar sinnum í ár. Ástæðan er sú að þingið sem kosið verður á sunnudaginn er aðeins til bráðabirgða. Það mun gegna tveimur meginhlutverkum: Í fyrsta lagi að velja forsætisráðherra og skipa ráðherra í ríkisstjórn; í öðru lagi að skrifa stjórnarskrá og leggja hana fram til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru kosningar númer tvö. Verði stjórnarskráin samþykkt eru þriðju kosningarnar fyrirhugaðar um miðjan desember. Þá verður aftur kosið til þings og nú í umboði nýrrar stjórnarskrár og það þing myndi því teljast stjórnskipulega réttkjörið. Það er búið að leggja heilmikla vinnu í undirbúning þessara kosninga á sunnudaginn til að reyna að tryggja að sem flestir hópar fái fulltrúa á þingið. Alls eru 120 hópar og stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista í kosningunum. Frambjóðendurnir verða að vera orðnir þrítugir og þeir mega hvorki vera starfandi hermenn né hafa verið háttsettir í Baath-flokki Saddams Husseins. Þá verður þriðji hver frambjóðandi á listum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram að vera kona. Um sextíu prósent Íraka eru sjíta-múslimar. Stjórnmálaflokkar þeirra eru líklegir til að sigra í þessum kosningum en þeir hafa sameinast í kosningabandalagi sem kallast Sameinað bandalag Íraka. Kúrdar í norðurhluta landsins hafa einnig sameinast um einn framboðslista og þá fer núverandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Allawi, fyrir sérstökum framboðslista. Vandamálið tengist helst súnnítum sem eru um tuttugu prósent Íraka. Ekki er búist við því að þeir mæti á kjörstaði á sunnudaginn. Í fyrsta lagi þar sem þeir búa á helstu óróasvæðunum í Írak og í öðru lagi vegna þess að helstu leiðtogar þeirra hafa hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Það búast allir við hrinu árása í tengslum við kosningarnar og stóra spurningin er því sú hvort einhver mæti til að kjósa. Írak skiptist í átján stór héruð og jafnvel írakska bráðabirgðastjórnin og talsmenn Bandaríkjastjórnar viðurkenna að líklegt sé að fáir komi á kjörstaði í þeim héruðum þar sem ástandið er hvað verst. Vandinn er sá að þetta eru einmitt héruðin í kringum stærstu borgir landsins: Bagdad, Mósúl, Fallujah og Tíkrit og á þessum óróasvæðum býr um fjórðungur Íraka. Verði kosningaþátttaka dræm, eins og reyndar margt bendir til, þá er líklegt að lögmæti kosninganna verði stórlega dregið í efa. Kosningarnar á sunnudaginn eru því engin lausn í sjálfu sér og í besta falli aðeins lítið hænuskref á langri leið Íraks í átt að langþráðu frelsi og lýðræði.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira