Stjórnin framdi stjórnarskrárbrot 25. janúar 2005 00:01 Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars eða þremur vikum síðar. Össuri finnst með ólíkindum að heyra þetta og segir málstað íslenskra stjórnvalda miklu verri en hann hafi birst hingað til vegna þessa. Þau hafi nefnilega gefið í skyn að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi ekki verið veittur fyrr en í bláaðdraganda hennar. Nú sé hins vegar hugsanlegt, í ljósi þessara upplýsinga, að ríkisstjórnin hafi farið á bak við þingið og þjóðina. „En ég vil ekki á þessu stigi draga þá ályktun sem liggur beinast við að draga. Ekki fyrr en ég hef átt kost á því að spyrja Halldór Ásgrímsson beint út um þetta í Alþingi Íslendinga. Það ætla ég að gera síðar í dag,“ segir Össur. Hártoganir hjá formanni Samfylkingarinnar segja eflaust einhverjir og benda má á að Eiríkur Tómasson lagaprófessor hefur sagt ákvörðunartöku utanríkis- og forsætisráðherra, um að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta, löglega. Að þessu sinni er formaður Samfylkingarinnar ósammála lagaprófessornum og segist telja koma til álita að brotið hafi verið það ákvæði í stjórnarskránni þar sem segir að ekki megi leggja kvaðir á land nema með samþykki Alþingis. „Ég spyr nú Eirík Tómasson: Er hægt að leggja meiri kvaðir á land heldur en þær að heimila notkun þess til árása sem eru í andstöðu við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og þar af leiðandi ólögmætar að alþjóðalögum eins og Kofi Annan hefur sagt?“ segir Össur Skarphéðinsson. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira
Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars eða þremur vikum síðar. Össuri finnst með ólíkindum að heyra þetta og segir málstað íslenskra stjórnvalda miklu verri en hann hafi birst hingað til vegna þessa. Þau hafi nefnilega gefið í skyn að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi ekki verið veittur fyrr en í bláaðdraganda hennar. Nú sé hins vegar hugsanlegt, í ljósi þessara upplýsinga, að ríkisstjórnin hafi farið á bak við þingið og þjóðina. „En ég vil ekki á þessu stigi draga þá ályktun sem liggur beinast við að draga. Ekki fyrr en ég hef átt kost á því að spyrja Halldór Ásgrímsson beint út um þetta í Alþingi Íslendinga. Það ætla ég að gera síðar í dag,“ segir Össur. Hártoganir hjá formanni Samfylkingarinnar segja eflaust einhverjir og benda má á að Eiríkur Tómasson lagaprófessor hefur sagt ákvörðunartöku utanríkis- og forsætisráðherra, um að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta, löglega. Að þessu sinni er formaður Samfylkingarinnar ósammála lagaprófessornum og segist telja koma til álita að brotið hafi verið það ákvæði í stjórnarskránni þar sem segir að ekki megi leggja kvaðir á land nema með samþykki Alþingis. „Ég spyr nú Eirík Tómasson: Er hægt að leggja meiri kvaðir á land heldur en þær að heimila notkun þess til árása sem eru í andstöðu við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og þar af leiðandi ólögmætar að alþjóðalögum eins og Kofi Annan hefur sagt?“ segir Össur Skarphéðinsson.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Sjá meira