Stuðningurinn hófst í febrúar 2003 24. janúar 2005 00:01 Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar. Íslensk stjórnvöld lofuðu stuðningi við Bandaríkjamenn vegna innrásar í Írak þegar í lok febrúar árið 2003. Bæði var leyft að herflugvélar mættu fljúga um lofthelgi landsins og eins hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli eftir því sem þurfta þætti. Þetta fékkst staðfest í utanríkisráðuneytinu í dag. Ísland var þar í hópi fjörutíu og einnar þjóðar, þar af áttu þrjátíu þeirra eftir að vera á lista hinna viljugu þjóða. Þegar sá listi var birtur 18. mars sama ár lýsti Bandaríkjastjórn því yfir að fimmtán aðrar þjóðir styddu innrásina sem hefðu beðist undan að gera það opinberlega. Þá voru ein eða tvær þjóðir sem voru teknar af listanum þar sem þær höfðu lent þar inni gegn vilja sínum. Daginn eftir að listinn var birtur hvarf nafn Íslands af honum um tíma og menn hafa viljað túlka það svo að ósamkomulag hafi verið um það hjá ráðamönnum hér hvort nafn Íslands ætti að vera þar. Hvað sem er satt í því dúkkaði nafn landsins upp aftur fljótlega. Það er ljóst að þær þjóðir sem lofuðu Bandaríkjamönnum pólitískum stuðningi á lista hinna viljugu þjóða voru mestmegnis þær sömu og lofuðu hernaðarlegum stuðningi hvað varðaði afnot af landi eða lofthelgi í febrúar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því þráfaldlega yfir áður en nafn Íslands birtist á þessum lista, síðast í viðtali þann 17. mars árið 2003, daginn áður en hann var birtur með nafni Íslands, að hann teldi að öryggisráðið ætti að eiga síðasta orðið um Íraksdeiluna. Þá hafa þó verið liðnar að minnsta kosti þrjár vikur frá því að Ísland leyfði að flogið yrði um lofthelgi landsins og að herflugvélar hefðu hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Halldór hefur sagt að bandaríska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um stuðninginn eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars. Þá varð stuðningur Íslands opinber ásamt stuðningi 29 annarra þjóða. Bandaríska sendiráðið neitar að upplýsa hvenær íslensk stjórnvöld skýrðu frá því að þau styddu innrásina í Írak og nafn landsins mætti birta á lista hinna viljugu þjóða. Hið sama gerði bandaríska utanríkisráðuneytið og vísa á utanríkisráðuneytið hér á landi. Albert Jónsson, sendiherra þar, sagðist ekki vita hvort slíkar upplýsingar væri að finna í ráðuneytinu. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar. Íslensk stjórnvöld lofuðu stuðningi við Bandaríkjamenn vegna innrásar í Írak þegar í lok febrúar árið 2003. Bæði var leyft að herflugvélar mættu fljúga um lofthelgi landsins og eins hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli eftir því sem þurfta þætti. Þetta fékkst staðfest í utanríkisráðuneytinu í dag. Ísland var þar í hópi fjörutíu og einnar þjóðar, þar af áttu þrjátíu þeirra eftir að vera á lista hinna viljugu þjóða. Þegar sá listi var birtur 18. mars sama ár lýsti Bandaríkjastjórn því yfir að fimmtán aðrar þjóðir styddu innrásina sem hefðu beðist undan að gera það opinberlega. Þá voru ein eða tvær þjóðir sem voru teknar af listanum þar sem þær höfðu lent þar inni gegn vilja sínum. Daginn eftir að listinn var birtur hvarf nafn Íslands af honum um tíma og menn hafa viljað túlka það svo að ósamkomulag hafi verið um það hjá ráðamönnum hér hvort nafn Íslands ætti að vera þar. Hvað sem er satt í því dúkkaði nafn landsins upp aftur fljótlega. Það er ljóst að þær þjóðir sem lofuðu Bandaríkjamönnum pólitískum stuðningi á lista hinna viljugu þjóða voru mestmegnis þær sömu og lofuðu hernaðarlegum stuðningi hvað varðaði afnot af landi eða lofthelgi í febrúar. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti því þráfaldlega yfir áður en nafn Íslands birtist á þessum lista, síðast í viðtali þann 17. mars árið 2003, daginn áður en hann var birtur með nafni Íslands, að hann teldi að öryggisráðið ætti að eiga síðasta orðið um Íraksdeiluna. Þá hafa þó verið liðnar að minnsta kosti þrjár vikur frá því að Ísland leyfði að flogið yrði um lofthelgi landsins og að herflugvélar hefðu hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Halldór hefur sagt að bandaríska sendiráðinu hafi verið tilkynnt um stuðninginn eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars. Þá varð stuðningur Íslands opinber ásamt stuðningi 29 annarra þjóða. Bandaríska sendiráðið neitar að upplýsa hvenær íslensk stjórnvöld skýrðu frá því að þau styddu innrásina í Írak og nafn landsins mætti birta á lista hinna viljugu þjóða. Hið sama gerði bandaríska utanríkisráðuneytið og vísa á utanríkisráðuneytið hér á landi. Albert Jónsson, sendiherra þar, sagðist ekki vita hvort slíkar upplýsingar væri að finna í ráðuneytinu.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira