Skáld mennskunnar 21. janúar 2005 00:01 Mikil menningarveisla stendur yfir þessa helgina, bæði norðan heiða og sunnan, á Akureyri og í Reykjavík til þess að fagna því að hundrað og tíu ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Opnaðar hafa verið sýningar á handritum hans, bréfum og munum, ljóð hans lesin og sungin og Davíð er skáld mánaðarins á skolavefur.is Það er oft sagt um listamenn að þeir séu ástsælastir sinna starfsbræðra meðal þjóðarinnar, án þess að nokkur pæli í því hvað í því felst. Hvað Davíð Stefánsson varðar, er hægt að segja að hann sé ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar - og færa rök fyrir því. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út 1919 og vakti þjóðarathygli. Þar kvað ekki einasta við nýjan tón, sem átti svo greiðan aðgang að hjörtum þjóðarinnar að ljóð hans voru strax á hvers manns vörum, heldur hefur engum tekist að leika þennan tón eftir. Enn í dag, þegar ekki er hægt að selja ljóðabækur, selst ljóðasafn Davíðs. Það er nokkuð merkilegt að um þrjátíu ára tímabil þótti Davíð Stefánsson ekki fínn pappír meðal þeirra sem ákveða hver er inni og hver úti. Ljóð hans voru sögð gamaldags tilfinningavellur, í besta falli. Skipun dagsins var atómskáldskapur, allt sem var stuðlað og rímað var alvont. Við, sem höfum dáð og dýrkað Davíð frá blautu barnsbeini, sátum þetta óværutímabil af okkur, fórum heim að loknum vinnudegi og fundum sálarfrið í því að lesa ljóðin hans. Svo kom að því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu þessa dýrlega skálds og verk hans voru endurútgefin. Það var tími til kominn. Það sem helst einkennir ljóðasmíðar Davíðs Stefánssonar er einstakur hæfileiki til að miðla því hvað það kostar að vera manneskja. Gleði, sorg, kæti, illska, söknuður, fögnuður, reiði, fyrirgefning, sátt, græðgi, skortur á samúð, ást og höfnun; allt sem manneskjan burðast með í tilfinningakerfinu á lífsleiðinni birtist í látlausum, skýrum myndum af gamalli konu sem kyndir ofn, ungri konu sem smá fölnar með brúðarskóna í höndunum í vonlausri bið eftir elskhuganum, ungum manni sem biður elskuna sína að flytjast með sér í dalinn þar sem hann ætlar að byggja og nema land, syndugum manni sem krýpur við krossins helga tré - og þannig mætti lengi telja. Ljóðmælandinn í verkum Davíðs birtist okkur á ólíkan hátt hverju sinni - en hann talar alltaf frá hjartanu. Og hjartað er skrítin skepna, hverful í meira lagi. Sjálfur var Davíð ekkert of sterkur á svellinu í því leikriti mannlífsins sem krefst þess að allir séu vammlausir. Hann var bara nokkuð skrautlegur og skóf ekkert af þeirri reynslu sinni í ljóðum sem hann orti um drykkjuskap og afleiðingar hans. Hann lifði eins og hann best kunni i stað þess að reyna að falla inn í einhverja tiltekna hópa, eða hlýða hegðunarstýringu. Auðvitað fylgir því þjáning og sú þjáning birtist líka í ljóðum hans. Það má segja að sál hans nakin birtist í hverju ljóði og finni hljómgrunn í sálum okkar allra. Ljóðsnilld Davíðs hefur aldrei snúist um það hvort hann stuðlar eða rímar, ekki heldur um íslenska tungu, þótt vald hans á henni sé ótvírætt. Hann hefði orðið ástsælasta skáld hverrar þeirrar þjóðar sem hann fæddist til, vegna þess að hann er skáld mennskunnar, óháður tíma og rúmi, tísku, stefnum og straumum. Við getum horft á spegilmynd okkar leyndust sálarkima í ljóðum hans. Súsanna Svavarsdóttir (sussa@frettabladid.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Mikil menningarveisla stendur yfir þessa helgina, bæði norðan heiða og sunnan, á Akureyri og í Reykjavík til þess að fagna því að hundrað og tíu ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Opnaðar hafa verið sýningar á handritum hans, bréfum og munum, ljóð hans lesin og sungin og Davíð er skáld mánaðarins á skolavefur.is Það er oft sagt um listamenn að þeir séu ástsælastir sinna starfsbræðra meðal þjóðarinnar, án þess að nokkur pæli í því hvað í því felst. Hvað Davíð Stefánsson varðar, er hægt að segja að hann sé ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar - og færa rök fyrir því. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út 1919 og vakti þjóðarathygli. Þar kvað ekki einasta við nýjan tón, sem átti svo greiðan aðgang að hjörtum þjóðarinnar að ljóð hans voru strax á hvers manns vörum, heldur hefur engum tekist að leika þennan tón eftir. Enn í dag, þegar ekki er hægt að selja ljóðabækur, selst ljóðasafn Davíðs. Það er nokkuð merkilegt að um þrjátíu ára tímabil þótti Davíð Stefánsson ekki fínn pappír meðal þeirra sem ákveða hver er inni og hver úti. Ljóð hans voru sögð gamaldags tilfinningavellur, í besta falli. Skipun dagsins var atómskáldskapur, allt sem var stuðlað og rímað var alvont. Við, sem höfum dáð og dýrkað Davíð frá blautu barnsbeini, sátum þetta óværutímabil af okkur, fórum heim að loknum vinnudegi og fundum sálarfrið í því að lesa ljóðin hans. Svo kom að því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu þessa dýrlega skálds og verk hans voru endurútgefin. Það var tími til kominn. Það sem helst einkennir ljóðasmíðar Davíðs Stefánssonar er einstakur hæfileiki til að miðla því hvað það kostar að vera manneskja. Gleði, sorg, kæti, illska, söknuður, fögnuður, reiði, fyrirgefning, sátt, græðgi, skortur á samúð, ást og höfnun; allt sem manneskjan burðast með í tilfinningakerfinu á lífsleiðinni birtist í látlausum, skýrum myndum af gamalli konu sem kyndir ofn, ungri konu sem smá fölnar með brúðarskóna í höndunum í vonlausri bið eftir elskhuganum, ungum manni sem biður elskuna sína að flytjast með sér í dalinn þar sem hann ætlar að byggja og nema land, syndugum manni sem krýpur við krossins helga tré - og þannig mætti lengi telja. Ljóðmælandinn í verkum Davíðs birtist okkur á ólíkan hátt hverju sinni - en hann talar alltaf frá hjartanu. Og hjartað er skrítin skepna, hverful í meira lagi. Sjálfur var Davíð ekkert of sterkur á svellinu í því leikriti mannlífsins sem krefst þess að allir séu vammlausir. Hann var bara nokkuð skrautlegur og skóf ekkert af þeirri reynslu sinni í ljóðum sem hann orti um drykkjuskap og afleiðingar hans. Hann lifði eins og hann best kunni i stað þess að reyna að falla inn í einhverja tiltekna hópa, eða hlýða hegðunarstýringu. Auðvitað fylgir því þjáning og sú þjáning birtist líka í ljóðum hans. Það má segja að sál hans nakin birtist í hverju ljóði og finni hljómgrunn í sálum okkar allra. Ljóðsnilld Davíðs hefur aldrei snúist um það hvort hann stuðlar eða rímar, ekki heldur um íslenska tungu, þótt vald hans á henni sé ótvírætt. Hann hefði orðið ástsælasta skáld hverrar þeirrar þjóðar sem hann fæddist til, vegna þess að hann er skáld mennskunnar, óháður tíma og rúmi, tísku, stefnum og straumum. Við getum horft á spegilmynd okkar leyndust sálarkima í ljóðum hans. Súsanna Svavarsdóttir (sussa@frettabladid.is)
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar