Lögreglumaður sóttur með valdi 20. janúar 2005 00:01 Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi. Maðurinn var handtekinn ásamt þremur félögum sínum fyrir að mótmæla Íslandsheimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, sumarið 2002 en þeir voru að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda. Bæði gerðist þetta við Perluna þegar þar var haldið kvöldverðarboð og svo aftur daginn eftir við Geysi í Haukadal þegar Kínaforseti kom þangað. Fjórmenningum var haldið um hríð inni í lögreglubíl þar og fullyrt að þegar þeim var sleppt hafi einn lögreglumaðurinn hótað því að fara með þá afsíðis og berja þá. Lögreglumaður sem sat yfir þeim í lögreglubílnum kom fyrir dóm í dag og sagðist lítið muna eftir atburðinum en þegar hann var spurður hvort hinum handteknum hefði verið hótað sagði hann svo ekki vera; það hefði hann munað. Þá var við meðferð málsins í dag sýnd frétt úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem mótmælendurnir ganga eftir gangstíg á hverasvæðinu með hendur á höfði og þegar lögreglumaður virðist ganga að þeim og ýta við þeim. Lögreglumaður sem grunur lék á að þar væri á ferð sagðist ekki þekkja sig af upptökunni en kannaðist við að hafa mætt mótmælendunum og að sér hafi staðið ógn af þeim. Í stefnunni gegn ríkinu segir að nokkrum dögum síðar hafi sá sem stefndi fengið hótanir úr síma sem var skráður á lögreglumann sem handtók hann. Sá lögreglumaður var boðaður fyrir dóm en lét ekki sjá sig. Lögmaður mannsins sem handtekinn var krafðist þess við lok þinghalds í dag að lögreglumaðurinn yrði sóttur með lögregluvaldi og færður fyrir dóm á morgun til að bera vitni. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi. Maðurinn var handtekinn ásamt þremur félögum sínum fyrir að mótmæla Íslandsheimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, sumarið 2002 en þeir voru að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda. Bæði gerðist þetta við Perluna þegar þar var haldið kvöldverðarboð og svo aftur daginn eftir við Geysi í Haukadal þegar Kínaforseti kom þangað. Fjórmenningum var haldið um hríð inni í lögreglubíl þar og fullyrt að þegar þeim var sleppt hafi einn lögreglumaðurinn hótað því að fara með þá afsíðis og berja þá. Lögreglumaður sem sat yfir þeim í lögreglubílnum kom fyrir dóm í dag og sagðist lítið muna eftir atburðinum en þegar hann var spurður hvort hinum handteknum hefði verið hótað sagði hann svo ekki vera; það hefði hann munað. Þá var við meðferð málsins í dag sýnd frétt úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem mótmælendurnir ganga eftir gangstíg á hverasvæðinu með hendur á höfði og þegar lögreglumaður virðist ganga að þeim og ýta við þeim. Lögreglumaður sem grunur lék á að þar væri á ferð sagðist ekki þekkja sig af upptökunni en kannaðist við að hafa mætt mótmælendunum og að sér hafi staðið ógn af þeim. Í stefnunni gegn ríkinu segir að nokkrum dögum síðar hafi sá sem stefndi fengið hótanir úr síma sem var skráður á lögreglumann sem handtók hann. Sá lögreglumaður var boðaður fyrir dóm en lét ekki sjá sig. Lögmaður mannsins sem handtekinn var krafðist þess við lok þinghalds í dag að lögreglumaðurinn yrði sóttur með lögregluvaldi og færður fyrir dóm á morgun til að bera vitni.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira