Getur farið í Bónus á íslensku 19. janúar 2005 00:01 Mig hefur langað að koma til Íslands lengi og það hefur verið eins konar þráhyggja. Ég hef líka lært talsverða sænsku og hélt að ég gæti tengt íslenskuna við það. En aðallega var það áhuginn sem koma mér hingað og leit ég á þetta sem skemmtilega áskorun. Ég hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum með landið. Það er alls ekki ólíkt Finnlandi en ég læri samt eitthvað nýtt á hverjum degi. Til dæmis skil ég ekki af hverju fólk hendir jólatrjánum sínum út á götu," segir Anne og hlær dátt en bætir við að henni finnist gott að búa í miðbænum en Anne býr á gistiheimili með nemendum af ýmsum þjóðernum. Anne er í fullu námi við Háskólann en meðfram íslenskunáminu tekur hún einnig áfanga í ensku og sænsku. "Ég ætlaði bara að vera eina önn fyrst en síðan var ég svo hrifin af landi, þjóð og tungu að ég ákvað að vera líka vorönnina. Ég er líka ekki búin að læra málið almennilega. Ég get farið í Bónus á íslensku en það eru viss takmörk þegar maður lærir annað tungumál. Ef ég myndi þora að tala meira þá væri ég örugglega búin að læra meira, en ég dett oft í að tala ensku því það er auðveldara. Ég veit samt ekki enn hvort ég vil halda áfram í íslenskunámi eftir næsta sumar en það væri gaman að fá gráðu." Námið á Íslandi er aðeins öðruvísi en í Finnlandi að sögn Anne "Hér eru miklu meiri heimaverkefni og nemendur þurfa að vinna meira sjálfstætt. Síðan verð ég að mæta í tíma ef ég vil læra eitthvað því maður missir talsvert úr ef maður mætir ekki í tíma. Einingakerfið er líka öðruvísi og fæ ég fleiri einingar hér en í Finnlandi. En það er ekkert líkt með íslensku og finnsku. Gjörsamlega ekki neitt," segir Anne en flestir tímarnir hennar eru á íslensku. "Á síðustu önn töluðu kennararnir sambland af íslensku og ensku. En þeir töluðu íslensku mjög hægt þannig að það var auðvelt að skilja. Stundum sat ég reyndar og skildi ekki baun og þurfti að spyrja fólk við hliðina á mér hvað var að gerast. Þessi önn virðist vera miklu erfiðari. Við þurfum að lesa heila bók á íslensku. Ég hef ekki hugmynd hvernig ég fer að því. Ég held ég velji mér bara barnabók," segir Anne og glottir. Nám Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
Mig hefur langað að koma til Íslands lengi og það hefur verið eins konar þráhyggja. Ég hef líka lært talsverða sænsku og hélt að ég gæti tengt íslenskuna við það. En aðallega var það áhuginn sem koma mér hingað og leit ég á þetta sem skemmtilega áskorun. Ég hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum með landið. Það er alls ekki ólíkt Finnlandi en ég læri samt eitthvað nýtt á hverjum degi. Til dæmis skil ég ekki af hverju fólk hendir jólatrjánum sínum út á götu," segir Anne og hlær dátt en bætir við að henni finnist gott að búa í miðbænum en Anne býr á gistiheimili með nemendum af ýmsum þjóðernum. Anne er í fullu námi við Háskólann en meðfram íslenskunáminu tekur hún einnig áfanga í ensku og sænsku. "Ég ætlaði bara að vera eina önn fyrst en síðan var ég svo hrifin af landi, þjóð og tungu að ég ákvað að vera líka vorönnina. Ég er líka ekki búin að læra málið almennilega. Ég get farið í Bónus á íslensku en það eru viss takmörk þegar maður lærir annað tungumál. Ef ég myndi þora að tala meira þá væri ég örugglega búin að læra meira, en ég dett oft í að tala ensku því það er auðveldara. Ég veit samt ekki enn hvort ég vil halda áfram í íslenskunámi eftir næsta sumar en það væri gaman að fá gráðu." Námið á Íslandi er aðeins öðruvísi en í Finnlandi að sögn Anne "Hér eru miklu meiri heimaverkefni og nemendur þurfa að vinna meira sjálfstætt. Síðan verð ég að mæta í tíma ef ég vil læra eitthvað því maður missir talsvert úr ef maður mætir ekki í tíma. Einingakerfið er líka öðruvísi og fæ ég fleiri einingar hér en í Finnlandi. En það er ekkert líkt með íslensku og finnsku. Gjörsamlega ekki neitt," segir Anne en flestir tímarnir hennar eru á íslensku. "Á síðustu önn töluðu kennararnir sambland af íslensku og ensku. En þeir töluðu íslensku mjög hægt þannig að það var auðvelt að skilja. Stundum sat ég reyndar og skildi ekki baun og þurfti að spyrja fólk við hliðina á mér hvað var að gerast. Þessi önn virðist vera miklu erfiðari. Við þurfum að lesa heila bók á íslensku. Ég hef ekki hugmynd hvernig ég fer að því. Ég held ég velji mér bara barnabók," segir Anne og glottir.
Nám Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira