65 milljónum veitt til smáeyja 14. janúar 2005 00:01 Alþjóðlegur fundur á vegum Sameinuðu þjóðanna var haldinn á Máritíus 10.-14. janúar sl. þar sem megin umræðuefnið var framkvæmdaáætlun smáeyþróunarríkja um sjálfbæra þróun. Á dagskrá fundarins var endurskoðun sérstakrar framkvæmdaáætlunar um sjálfbæra þróun smáeyþróunarríkja sem samþykkt var á Barbados fyrir tíu árum í kjölfar Ríó-ráðstefnunar um umhverfi og þróun árið 1992. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Áherslur og aðgerðir framkvæmdaáætlunarinnar beinast sérstaklega að þeim vandamálum sem smáeyþróunarríkin eiga sameiginleg. Helsta sérstaða ríkjanna er að hagkerfi þeirra eru lítil, atvinnuvegir einhæfir, flutningar kostnaðarsamir vegna landfræðilegra aðstæðna og hversu berskjölduð þau eru fyrir hverskonar náttúruhamförum. Fátækt er einnig mikil og margt sem hamlar frekari þróun, s.s. skortur á sjálfbærum lausnum í orkumálum. Einnig eru ónýtt tækifæri til vaxtar, t.d. í sjávarútvegi. Fundinn sóttu fyrir hönd Íslands Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, og Jón Erlingur Jónasson, sendiráðunautur frá utanríkisráðuneytinu. Af Íslands hálfu var á fundinum einkum lögð áhersla á eflingu samstarfs íslenskra stjórnvalda við þennan hóp ríkja og sameiginlega hagsmuni varðandi málefni hafsins og sjálfbærrar þróunar. Í ávarpi fastafulltrúa á fundinum kom m.a. fram að íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja aukna áherslu á þróunarsamvinnu við smáeyþróunarríkin með sérstökum sjóði til verkefna á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Sem liður í auknum framlögum ríkisstjórnarinnar til þróunarmála verður á næstu þremur árum varið um 65 milljónum króna, jafnvirði einni milljón dollara, til verkefna í þessum ríkjum. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Alþjóðlegur fundur á vegum Sameinuðu þjóðanna var haldinn á Máritíus 10.-14. janúar sl. þar sem megin umræðuefnið var framkvæmdaáætlun smáeyþróunarríkja um sjálfbæra þróun. Á dagskrá fundarins var endurskoðun sérstakrar framkvæmdaáætlunar um sjálfbæra þróun smáeyþróunarríkja sem samþykkt var á Barbados fyrir tíu árum í kjölfar Ríó-ráðstefnunar um umhverfi og þróun árið 1992. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Áherslur og aðgerðir framkvæmdaáætlunarinnar beinast sérstaklega að þeim vandamálum sem smáeyþróunarríkin eiga sameiginleg. Helsta sérstaða ríkjanna er að hagkerfi þeirra eru lítil, atvinnuvegir einhæfir, flutningar kostnaðarsamir vegna landfræðilegra aðstæðna og hversu berskjölduð þau eru fyrir hverskonar náttúruhamförum. Fátækt er einnig mikil og margt sem hamlar frekari þróun, s.s. skortur á sjálfbærum lausnum í orkumálum. Einnig eru ónýtt tækifæri til vaxtar, t.d. í sjávarútvegi. Fundinn sóttu fyrir hönd Íslands Hjálmar W. Hannesson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, og Jón Erlingur Jónasson, sendiráðunautur frá utanríkisráðuneytinu. Af Íslands hálfu var á fundinum einkum lögð áhersla á eflingu samstarfs íslenskra stjórnvalda við þennan hóp ríkja og sameiginlega hagsmuni varðandi málefni hafsins og sjálfbærrar þróunar. Í ávarpi fastafulltrúa á fundinum kom m.a. fram að íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja aukna áherslu á þróunarsamvinnu við smáeyþróunarríkin með sérstökum sjóði til verkefna á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda. Sem liður í auknum framlögum ríkisstjórnarinnar til þróunarmála verður á næstu þremur árum varið um 65 milljónum króna, jafnvirði einni milljón dollara, til verkefna í þessum ríkjum.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira