Hef trú á mér og strákunum 13. janúar 2005 00:01 Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram. Þar mun liðið æfa og spila þrjá æfingaleiki - gegn Spánverjum, Frökkum og Egyptum - áður en haldið verður til Afríku þar sem Ísland spilar fyrsta leik sinn í heimsmeistaramótinu gegn Tékkum 23. janúar. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari gengur hreint til verks. Þrátt fyrir að vera með nýtt og lítt reynt landslið setur hann stefnuna hátt. Það á að vera meðal sex efstu, sem yrði ekki ónýtur árangur. "Vissulega hefði ég getað keyrt niður allar væntingar fyrir mótið ef ég vildi," sagði Viggó. "Ég er ekki sammála slíkum vinnubrögðum. Ég aftur á móti hef trú á mér og landsliðshópnum og tel okkur tvímælalaust geta endað á meðal sex efstu á mótinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viggó notar þessa taktík því hann gerði slíkt hið sama þegar hann tók við þýska félaginu Wuppertal fyrir tæpum áratug síðan. Þá sagðist Viggó ætla að fara beint upp með liðið, sem hafði innan sinna raða leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennsku - Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson - í bland við reynda refi eins og Geir Sveinsson. "Það var hlegið að mér í Þýskalandi. Það skipti mig engu því við kláruðum mótið með stæl og fórum beint upp í úrvalsdeild. Þessi taktík virkar tvímælaust og menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera," sagði Viggó, sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana. Mörgum fannst rétt að stokka liðið upp eftir ÓL og Viggó var einn þeirra. Hann sagði stjórn HSÍ frá sínum fyrirætlunum með landsliðshópinn og stjórn Handknattleikssambandsins sagði við það tilefni að rétt væri að stefna á góðan árangur á HM árið 2007. Það vildi Viggó ekki hlusta á. "Ég sagði bara við þá að ég væri að fara til Túnis eftir tvo og hálfan mánuð til þess að ná árangri. Ég er það metnaðarfullur að ég vil ekki þykjast vera að byggja upp í einhvern tíma bara svo ég fái vinnufrið. Ég held líka að þetta sé rétta leiðin. Það var orðin allt of mikil svartsýni í gangi. Ég hef trú á þessu liði og að við náum góðum árangri í Túnis," sagð Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram. Þar mun liðið æfa og spila þrjá æfingaleiki - gegn Spánverjum, Frökkum og Egyptum - áður en haldið verður til Afríku þar sem Ísland spilar fyrsta leik sinn í heimsmeistaramótinu gegn Tékkum 23. janúar. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari gengur hreint til verks. Þrátt fyrir að vera með nýtt og lítt reynt landslið setur hann stefnuna hátt. Það á að vera meðal sex efstu, sem yrði ekki ónýtur árangur. "Vissulega hefði ég getað keyrt niður allar væntingar fyrir mótið ef ég vildi," sagði Viggó. "Ég er ekki sammála slíkum vinnubrögðum. Ég aftur á móti hef trú á mér og landsliðshópnum og tel okkur tvímælalaust geta endað á meðal sex efstu á mótinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viggó notar þessa taktík því hann gerði slíkt hið sama þegar hann tók við þýska félaginu Wuppertal fyrir tæpum áratug síðan. Þá sagðist Viggó ætla að fara beint upp með liðið, sem hafði innan sinna raða leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennsku - Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson - í bland við reynda refi eins og Geir Sveinsson. "Það var hlegið að mér í Þýskalandi. Það skipti mig engu því við kláruðum mótið með stæl og fórum beint upp í úrvalsdeild. Þessi taktík virkar tvímælaust og menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera," sagði Viggó, sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana. Mörgum fannst rétt að stokka liðið upp eftir ÓL og Viggó var einn þeirra. Hann sagði stjórn HSÍ frá sínum fyrirætlunum með landsliðshópinn og stjórn Handknattleikssambandsins sagði við það tilefni að rétt væri að stefna á góðan árangur á HM árið 2007. Það vildi Viggó ekki hlusta á. "Ég sagði bara við þá að ég væri að fara til Túnis eftir tvo og hálfan mánuð til þess að ná árangri. Ég er það metnaðarfullur að ég vil ekki þykjast vera að byggja upp í einhvern tíma bara svo ég fái vinnufrið. Ég held líka að þetta sé rétta leiðin. Það var orðin allt of mikil svartsýni í gangi. Ég hef trú á þessu liði og að við náum góðum árangri í Túnis," sagð Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti