Hef trú á mér og strákunum 13. janúar 2005 00:01 Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram. Þar mun liðið æfa og spila þrjá æfingaleiki - gegn Spánverjum, Frökkum og Egyptum - áður en haldið verður til Afríku þar sem Ísland spilar fyrsta leik sinn í heimsmeistaramótinu gegn Tékkum 23. janúar. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari gengur hreint til verks. Þrátt fyrir að vera með nýtt og lítt reynt landslið setur hann stefnuna hátt. Það á að vera meðal sex efstu, sem yrði ekki ónýtur árangur. "Vissulega hefði ég getað keyrt niður allar væntingar fyrir mótið ef ég vildi," sagði Viggó. "Ég er ekki sammála slíkum vinnubrögðum. Ég aftur á móti hef trú á mér og landsliðshópnum og tel okkur tvímælalaust geta endað á meðal sex efstu á mótinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viggó notar þessa taktík því hann gerði slíkt hið sama þegar hann tók við þýska félaginu Wuppertal fyrir tæpum áratug síðan. Þá sagðist Viggó ætla að fara beint upp með liðið, sem hafði innan sinna raða leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennsku - Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson - í bland við reynda refi eins og Geir Sveinsson. "Það var hlegið að mér í Þýskalandi. Það skipti mig engu því við kláruðum mótið með stæl og fórum beint upp í úrvalsdeild. Þessi taktík virkar tvímælaust og menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera," sagði Viggó, sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana. Mörgum fannst rétt að stokka liðið upp eftir ÓL og Viggó var einn þeirra. Hann sagði stjórn HSÍ frá sínum fyrirætlunum með landsliðshópinn og stjórn Handknattleikssambandsins sagði við það tilefni að rétt væri að stefna á góðan árangur á HM árið 2007. Það vildi Viggó ekki hlusta á. "Ég sagði bara við þá að ég væri að fara til Túnis eftir tvo og hálfan mánuð til þess að ná árangri. Ég er það metnaðarfullur að ég vil ekki þykjast vera að byggja upp í einhvern tíma bara svo ég fái vinnufrið. Ég held líka að þetta sé rétta leiðin. Það var orðin allt of mikil svartsýni í gangi. Ég hef trú á þessu liði og að við náum góðum árangri í Túnis," sagð Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram. Þar mun liðið æfa og spila þrjá æfingaleiki - gegn Spánverjum, Frökkum og Egyptum - áður en haldið verður til Afríku þar sem Ísland spilar fyrsta leik sinn í heimsmeistaramótinu gegn Tékkum 23. janúar. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari gengur hreint til verks. Þrátt fyrir að vera með nýtt og lítt reynt landslið setur hann stefnuna hátt. Það á að vera meðal sex efstu, sem yrði ekki ónýtur árangur. "Vissulega hefði ég getað keyrt niður allar væntingar fyrir mótið ef ég vildi," sagði Viggó. "Ég er ekki sammála slíkum vinnubrögðum. Ég aftur á móti hef trú á mér og landsliðshópnum og tel okkur tvímælalaust geta endað á meðal sex efstu á mótinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viggó notar þessa taktík því hann gerði slíkt hið sama þegar hann tók við þýska félaginu Wuppertal fyrir tæpum áratug síðan. Þá sagðist Viggó ætla að fara beint upp með liðið, sem hafði innan sinna raða leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennsku - Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson - í bland við reynda refi eins og Geir Sveinsson. "Það var hlegið að mér í Þýskalandi. Það skipti mig engu því við kláruðum mótið með stæl og fórum beint upp í úrvalsdeild. Þessi taktík virkar tvímælaust og menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera," sagði Viggó, sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana. Mörgum fannst rétt að stokka liðið upp eftir ÓL og Viggó var einn þeirra. Hann sagði stjórn HSÍ frá sínum fyrirætlunum með landsliðshópinn og stjórn Handknattleikssambandsins sagði við það tilefni að rétt væri að stefna á góðan árangur á HM árið 2007. Það vildi Viggó ekki hlusta á. "Ég sagði bara við þá að ég væri að fara til Túnis eftir tvo og hálfan mánuð til þess að ná árangri. Ég er það metnaðarfullur að ég vil ekki þykjast vera að byggja upp í einhvern tíma bara svo ég fái vinnufrið. Ég held líka að þetta sé rétta leiðin. Það var orðin allt of mikil svartsýni í gangi. Ég hef trú á þessu liði og að við náum góðum árangri í Túnis," sagð Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira