Dansinn er mín ástríða 12. janúar 2005 00:01 "Að mínu mati er dansinn besta líkamsræktin," segir Guðrún Inga Torfadóttir dansari sem kennir freestyle-dans í líkamsræktarstöðinni Laugum. Tímarnir hjá Guðrúnu eru fyrir alla auk þess sem hún er með sérstaka tíma fyrir þá sem eru komnir yfir 16 ára aldur. Samkvæmt henni þarf fólk ekki að kunna neina undirstöðu áður en það kemur í tímana enda snýst þetta mest um að hreyfa sig og hafa gaman. "Mér finnst freestyle skemmtilegasta dansformið enda er þetta mjög fjörugt," segir Guðrún Inga og bætir við að dansinn sé afar svipaður því sem við sjáum á tónlistarsjónvarpsstöðinni Mtv. Guðrún Inga kennir dansinn ásamt Nönnu Ósk Jónsdóttur dansara en þær semja allt sjálfar en fá góðan innblástur frá stjörnunum á Mtv. Guðrún Inga útskrifaðist úr nútímadansbraut Listadansskóla Íslands en hefur verið að dansa síðan hún man eftir sér og er því með afar breiðan grunn. Hún er einnig að klára lögfræðina í Háskóla Reykjavíkur og stefnir á mastersnám að því loknu. "Ég hef alltaf verið bæði í námi og skóla og þannig held ég góðu jafnvægi. Í rauninni held ég að ég gæti ekki verið án dansins því hann gefur mér svo mikið." Samkvæmt Guðrúnu Ingu eru karlmenn mun feimnari við dans heldur en kvenfólk. Hún hefur þó fengið nokkra í tíma til sín og segir þá hafa haft gaman af. "Þeir voru að fíla sig mjög vel en það vantar stórlega stráka í þetta. Mér finnst ótrúlegt að þeir skuli ekki prófa þetta en það eru bara einhverjir fordómar hér á landi. Dans er algjörlega fyrir bæði kynin en þetta er bara einhver feimni í strákunum." Guðrún Inga býr með kærastanum sínum, Vali Sævarssyni sem kenndur er við hljómsveitina Buttercup. "Við Valur höfðum lengi kannast við hvort annað en byrjuðum ekki saman fyrr en fyrir nokkrum mánuðum þannig að þetta var löng fæðing. Í rauninni leist okkur ekkert á hvort annað í byrjun, fundumst við svo ólíkar týpur, en svo kom bara allt annað í ljós." Lestu ítarlegt viðtal við Guðrúnu Ingu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Menning Tilveran Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Að mínu mati er dansinn besta líkamsræktin," segir Guðrún Inga Torfadóttir dansari sem kennir freestyle-dans í líkamsræktarstöðinni Laugum. Tímarnir hjá Guðrúnu eru fyrir alla auk þess sem hún er með sérstaka tíma fyrir þá sem eru komnir yfir 16 ára aldur. Samkvæmt henni þarf fólk ekki að kunna neina undirstöðu áður en það kemur í tímana enda snýst þetta mest um að hreyfa sig og hafa gaman. "Mér finnst freestyle skemmtilegasta dansformið enda er þetta mjög fjörugt," segir Guðrún Inga og bætir við að dansinn sé afar svipaður því sem við sjáum á tónlistarsjónvarpsstöðinni Mtv. Guðrún Inga kennir dansinn ásamt Nönnu Ósk Jónsdóttur dansara en þær semja allt sjálfar en fá góðan innblástur frá stjörnunum á Mtv. Guðrún Inga útskrifaðist úr nútímadansbraut Listadansskóla Íslands en hefur verið að dansa síðan hún man eftir sér og er því með afar breiðan grunn. Hún er einnig að klára lögfræðina í Háskóla Reykjavíkur og stefnir á mastersnám að því loknu. "Ég hef alltaf verið bæði í námi og skóla og þannig held ég góðu jafnvægi. Í rauninni held ég að ég gæti ekki verið án dansins því hann gefur mér svo mikið." Samkvæmt Guðrúnu Ingu eru karlmenn mun feimnari við dans heldur en kvenfólk. Hún hefur þó fengið nokkra í tíma til sín og segir þá hafa haft gaman af. "Þeir voru að fíla sig mjög vel en það vantar stórlega stráka í þetta. Mér finnst ótrúlegt að þeir skuli ekki prófa þetta en það eru bara einhverjir fordómar hér á landi. Dans er algjörlega fyrir bæði kynin en þetta er bara einhver feimni í strákunum." Guðrún Inga býr með kærastanum sínum, Vali Sævarssyni sem kenndur er við hljómsveitina Buttercup. "Við Valur höfðum lengi kannast við hvort annað en byrjuðum ekki saman fyrr en fyrir nokkrum mánuðum þannig að þetta var löng fæðing. Í rauninni leist okkur ekkert á hvort annað í byrjun, fundumst við svo ólíkar týpur, en svo kom bara allt annað í ljós." Lestu ítarlegt viðtal við Guðrúnu Ingu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Menning Tilveran Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira