Hlutlaus gleraugu djössuð upp 10. janúar 2005 00:01 Gleraugnaverslunin Optic Reykjavík býður upp á hin frönsku Zenka gleraugu frá fyrirtækinu Tand´M. Gleraugun eru sérstök að því leyti að með einföldum hætti er hægt að skipta út hluta af umgjörðinni og fá þannig allt aðra stemningu í gleraugun og útlitið. Grunnumgjörðin gæti því verið svört en með henni er hægt að kaupa ýmiss konar "skreytiklemmur" til þess að lífga upp á tilveruna. "Hugmyndin kemur frá franskri konu, Patriciu Charmoille, sem er sjónfræðingur að mennt. Henni leiddist meðalmennskan í gleraugum og ákvað að hanna sína eigin línu. Hún byggði hugmyndina á því að taka umgjarðir sem væru í senn "zen", klæðilegar og yfirvegaðar og djassa þær upp við ólík tækifæri," segir Axel Örn Ársælsson, sjónfræðingur og annar eigenda Optic. Af þessari hugmynd er "Zenka" gleraugnalínan sprottin og ásamt eiginmanni sínum, Lionel sem er líka sjónfræðingur, hafa þau Patricia rutt af stað bylgju um alla Evrópu sem sér ekki fyrir endann á. "Fólk er alltaf að veigra fyrir sér að kaupa dýr og áberandi gleraugu í skærum lit. Ástæðan er sú að fólk vill ekki ganga með áberandi gleraugu alla daga og langar þá jafnvel að eiga tvenn eða þrenn, en þyrfti þá að kaupa fleiri umgjarðir og ný gler í hverja einustu. Með tilkomu Zenka gleraugnanna hefur þetta breyst því fólk getur breytt um útlit á gleraugunum án þess að þurfa að kaupa sér önnur. Gleraugun koma í títaníum, málmi og plasti og skreytiklemmurnar eru allar úr stáli. Auðvelt er að smella þeim á og taka þær aftur af og ætlun Zenka línunnar er að koma með nýjar klemmur á tveggja mánaða fresti." Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Gleraugnaverslunin Optic Reykjavík býður upp á hin frönsku Zenka gleraugu frá fyrirtækinu Tand´M. Gleraugun eru sérstök að því leyti að með einföldum hætti er hægt að skipta út hluta af umgjörðinni og fá þannig allt aðra stemningu í gleraugun og útlitið. Grunnumgjörðin gæti því verið svört en með henni er hægt að kaupa ýmiss konar "skreytiklemmur" til þess að lífga upp á tilveruna. "Hugmyndin kemur frá franskri konu, Patriciu Charmoille, sem er sjónfræðingur að mennt. Henni leiddist meðalmennskan í gleraugum og ákvað að hanna sína eigin línu. Hún byggði hugmyndina á því að taka umgjarðir sem væru í senn "zen", klæðilegar og yfirvegaðar og djassa þær upp við ólík tækifæri," segir Axel Örn Ársælsson, sjónfræðingur og annar eigenda Optic. Af þessari hugmynd er "Zenka" gleraugnalínan sprottin og ásamt eiginmanni sínum, Lionel sem er líka sjónfræðingur, hafa þau Patricia rutt af stað bylgju um alla Evrópu sem sér ekki fyrir endann á. "Fólk er alltaf að veigra fyrir sér að kaupa dýr og áberandi gleraugu í skærum lit. Ástæðan er sú að fólk vill ekki ganga með áberandi gleraugu alla daga og langar þá jafnvel að eiga tvenn eða þrenn, en þyrfti þá að kaupa fleiri umgjarðir og ný gler í hverja einustu. Með tilkomu Zenka gleraugnanna hefur þetta breyst því fólk getur breytt um útlit á gleraugunum án þess að þurfa að kaupa sér önnur. Gleraugun koma í títaníum, málmi og plasti og skreytiklemmurnar eru allar úr stáli. Auðvelt er að smella þeim á og taka þær aftur af og ætlun Zenka línunnar er að koma með nýjar klemmur á tveggja mánaða fresti."
Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Áskorun Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira