Jafnrétti til náms 7. janúar 2005 00:01 Þriðja bókavertíð vetrarins er runnin upp, í beinu framhaldi af aðalbókavertíðinni í aðdraganda jóla. Skólarnir eru byrjaðir eða í þann veginn að hefjast eftir jólaleyfið og unga fólkið farið að fjölmenna í verslanirnar til að kaupa skólabækurnar fyrir vorönnina sem framundan er. Þegar grunnskólanáminu sleppir fellur kostnaður vegna námsbóka alfarið á nemendur og heimili þeirra. Það eru því mikil viðbrigði fyrir heimilisbókhaldið þegar unglingarnir ljúka skólaskyldunni og hefja nám í framhaldsskóla. Ljóst er að kostnaður heimila vegna skólabókakaupa er gríðarlegur. Nemendur þurfa að verja tugum þúsunda króna til kaupa á námsbókum yfir skólaárið. Þegar kemur að námsbókakaupum er talsvert minna svigrúm til að hafa áhrif á kostnað en í ýmsum öðrum útgjaldaliðum heimilisins. Námsbók fyrir tiltekna grein í tilteknum skóla er ein og aðeins ein og hana verður að kaupa. Ekki er hægt að velja að kaupa ódýrari kennslubók í sama fagi. Svigrúmið felst eingöngu í því að kanna og bera saman verð á tiltekinni bók í nokkrum verslunum og kaupa hana þar sem hún er ódýrust. Sömuleiðis er í sumum tilvikum möguleiki að fá lánaða skólabók eða kaupa hana notaða en það er háð því að bókin hafi ekki verið notuð áður og að ekki sé komin af henni ný útgáfa. Að öðru leyti er nemandinn algerlega undir vali skóla eða kennara á námsbókum settur og þetta val getur verið afar breytilegt milli ára. Verð á nýjum námsbókum er í sumum tilvikum sambærilegt við verð á nýútgefnum skáldsögum og ævisögum í viðhafnarútgáfum og hver nemandi getur þurft að kaupa nokkrar slíkar bækur á önn, auk hinna sem ódýrari eru. Svo virðist sem sú samkeppni sem ríkir í bóksölu á jólabókamarkaðinum og skilað hefur neytendum lækkuðu verði á bókum, í sumum tilvikum, nái ekki til skólabókamarkaðarins þótt vissulega sé munur á verði þeirra milli verslana eins og fram kom í verðkönnun ASÍ á náms- og orðabókum sem gerð var nú í vikunni. Ljóst er að á efnaminni heimilum hljóta skólabókakaup að vera þungur fjárhagslegur baggi. Þar hljóta nemendurnir að vera mjög háðir því að að hafa tekjur til að standa straum að námsbókakostnaði sínum. Ljóst er því að margir framhaldsskólanemar þurfa að vinna með skóla til þess að eiga fyrir grundvallarþörfum vegna skólagöngunnar þótt vissulega sé vinna unglinga með námi í sumum tilvikum til að kosta dýra lifnaðarhætti. Dæmi eru jafnvel um að unglingar hætti, að minnsta kosti tímabundið, í skóla vegna þess kostnaðar sem náminu fylgir og þar vegur kostnaður vegna bókakaupa þungt. Þrátt fyrir að tekjulægri heimili fái skattaívilnun vegna unglinga í framhaldsskólanámi og að komið sé til móts við kostnað vegna skólagöngu þeirra nemenda sem ekki geta sótt framhaldsskólanám sitt í heimabyggð er ljóst að á mörgum heimilum í landinu er ekki hægt að leyfa sér þann munað að unglingar stundi framhaldsskólanám. Það er óviðunandi í samfélagi þar sem sátt ríkir um að jafnrétti eigi að vera til náms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Þriðja bókavertíð vetrarins er runnin upp, í beinu framhaldi af aðalbókavertíðinni í aðdraganda jóla. Skólarnir eru byrjaðir eða í þann veginn að hefjast eftir jólaleyfið og unga fólkið farið að fjölmenna í verslanirnar til að kaupa skólabækurnar fyrir vorönnina sem framundan er. Þegar grunnskólanáminu sleppir fellur kostnaður vegna námsbóka alfarið á nemendur og heimili þeirra. Það eru því mikil viðbrigði fyrir heimilisbókhaldið þegar unglingarnir ljúka skólaskyldunni og hefja nám í framhaldsskóla. Ljóst er að kostnaður heimila vegna skólabókakaupa er gríðarlegur. Nemendur þurfa að verja tugum þúsunda króna til kaupa á námsbókum yfir skólaárið. Þegar kemur að námsbókakaupum er talsvert minna svigrúm til að hafa áhrif á kostnað en í ýmsum öðrum útgjaldaliðum heimilisins. Námsbók fyrir tiltekna grein í tilteknum skóla er ein og aðeins ein og hana verður að kaupa. Ekki er hægt að velja að kaupa ódýrari kennslubók í sama fagi. Svigrúmið felst eingöngu í því að kanna og bera saman verð á tiltekinni bók í nokkrum verslunum og kaupa hana þar sem hún er ódýrust. Sömuleiðis er í sumum tilvikum möguleiki að fá lánaða skólabók eða kaupa hana notaða en það er háð því að bókin hafi ekki verið notuð áður og að ekki sé komin af henni ný útgáfa. Að öðru leyti er nemandinn algerlega undir vali skóla eða kennara á námsbókum settur og þetta val getur verið afar breytilegt milli ára. Verð á nýjum námsbókum er í sumum tilvikum sambærilegt við verð á nýútgefnum skáldsögum og ævisögum í viðhafnarútgáfum og hver nemandi getur þurft að kaupa nokkrar slíkar bækur á önn, auk hinna sem ódýrari eru. Svo virðist sem sú samkeppni sem ríkir í bóksölu á jólabókamarkaðinum og skilað hefur neytendum lækkuðu verði á bókum, í sumum tilvikum, nái ekki til skólabókamarkaðarins þótt vissulega sé munur á verði þeirra milli verslana eins og fram kom í verðkönnun ASÍ á náms- og orðabókum sem gerð var nú í vikunni. Ljóst er að á efnaminni heimilum hljóta skólabókakaup að vera þungur fjárhagslegur baggi. Þar hljóta nemendurnir að vera mjög háðir því að að hafa tekjur til að standa straum að námsbókakostnaði sínum. Ljóst er því að margir framhaldsskólanemar þurfa að vinna með skóla til þess að eiga fyrir grundvallarþörfum vegna skólagöngunnar þótt vissulega sé vinna unglinga með námi í sumum tilvikum til að kosta dýra lifnaðarhætti. Dæmi eru jafnvel um að unglingar hætti, að minnsta kosti tímabundið, í skóla vegna þess kostnaðar sem náminu fylgir og þar vegur kostnaður vegna bókakaupa þungt. Þrátt fyrir að tekjulægri heimili fái skattaívilnun vegna unglinga í framhaldsskólanámi og að komið sé til móts við kostnað vegna skólagöngu þeirra nemenda sem ekki geta sótt framhaldsskólanám sitt í heimabyggð er ljóst að á mörgum heimilum í landinu er ekki hægt að leyfa sér þann munað að unglingar stundi framhaldsskólanám. Það er óviðunandi í samfélagi þar sem sátt ríkir um að jafnrétti eigi að vera til náms.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun