Innlent

Biðtími styttist verulega

Fyrir ári biðu um 700 manns eftir heyrnartækjum en nú eru 250 manns á biðlista. Á árinu 2004 voru seld 2.004 heyrnartæki til 1260 einstaklinga og eru í þeim hópi bæði þeir sem eru að endurnýja tæki og þeir sem eru að fá ný tæki. Rúmlega 2% Íslendinga nota heyrnartæki en ef tekið er mið af erlendum rannsóknum má gera ráð fyrir að allt að 15% þjóðarinnar sé heyrnarskertur. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×