Hlýja mér í hjartanu 5. janúar 2005 00:01 "Ég er voðalega mikill lúði í svona málum. Ég held að ég eigi ekki einn skartgrip. Ég er sko engin pæja," segir Katrín aðspurð um uppáhaldsflíkina en þegar hún er sannfærð um að uppáhaldið þurfi ekki að vera pæjuflík þá dettur henni strax eitt í hug. "Vinkona mín prjónaði á mig vettlinga sem eru ekki með neinum puttum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þá - griffluvettlinga kannski? Þeir eru voðalega þægilegir og ná langt upp þannig að þeir hlýja mér í hjartanu," segir Katrín sem er aldeilis fegin að eiga svona klára vinkonu. "Hún er rosa dugleg að prjóna og það er munur að eiga vinkonu sem getur hannað á mann flíkur." "Vettlingarnir eru dökkrauðir með gullglans í þeim og ég nota þá alla daga. Þeir eru bráðnauðsynlegir í þessu veðri núna. Ég get meira að segja spilað á harmonikkuna í þeim. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni en ég get það samt. Við erum yfirleitt ekki að spila í það miklum kulda," segir Katrín en hún er á fullu með Brúðarbandinu og reynir að halda jafnvægi milli hljómsveitarinnar og fjölskyldunnar. "Við æfum líka mjög reglulega og erum alltaf að búa til ný lög. Þetta er svo gaman og það er mun auðveldara að spila núna en var áður. Við erum orðnar aðeins sjóaðri en alls engir atvinnumenn," segir Katrín að lokum og hlær. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Ég er voðalega mikill lúði í svona málum. Ég held að ég eigi ekki einn skartgrip. Ég er sko engin pæja," segir Katrín aðspurð um uppáhaldsflíkina en þegar hún er sannfærð um að uppáhaldið þurfi ekki að vera pæjuflík þá dettur henni strax eitt í hug. "Vinkona mín prjónaði á mig vettlinga sem eru ekki með neinum puttum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þá - griffluvettlinga kannski? Þeir eru voðalega þægilegir og ná langt upp þannig að þeir hlýja mér í hjartanu," segir Katrín sem er aldeilis fegin að eiga svona klára vinkonu. "Hún er rosa dugleg að prjóna og það er munur að eiga vinkonu sem getur hannað á mann flíkur." "Vettlingarnir eru dökkrauðir með gullglans í þeim og ég nota þá alla daga. Þeir eru bráðnauðsynlegir í þessu veðri núna. Ég get meira að segja spilað á harmonikkuna í þeim. Ég hef reyndar bara gert það einu sinni en ég get það samt. Við erum yfirleitt ekki að spila í það miklum kulda," segir Katrín en hún er á fullu með Brúðarbandinu og reynir að halda jafnvægi milli hljómsveitarinnar og fjölskyldunnar. "Við æfum líka mjög reglulega og erum alltaf að búa til ný lög. Þetta er svo gaman og það er mun auðveldara að spila núna en var áður. Við erum orðnar aðeins sjóaðri en alls engir atvinnumenn," segir Katrín að lokum og hlær.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira