Hús rýmd vegna snjóflóðahættu 3. janúar 2005 00:01 Stórt snjóflóð sem talið er hafa verið allt að 150 metra breitt féll á Skutulsfjarðarbraut, aðalgötu Ísafjarðarbæjar, síðdegis í gær. Flóðið eyðilagði ljósastaur og lenti á snjóruðningstæki en ökumaðurinn þess slapp. Þrjú önnur snjóflóð féllu á Vestfjörðum. Eitt þeirra féll á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, annað á Hnífsdalsveg og hið þriðja féll við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Hús hafa verið rýmd og hafa um 160 manns yfirgefið heimili sín á Ísafirði, Bolungarvík, Hnífsdal, Dýrafirði, Önundarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld en aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Á miðnætti var umferð um aðalgötuna lokað, samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Nefndin ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Um 60 björgunarsveitarmenn frá 11 björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru að störfum víða um land í gær. Hjálparsveit skáta í Hveragerði var á ferðinni á Hellisheiði til aðstoðar við bílstjóra sem áttu í vandræðum vegna veðurs og ófærðar. Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu hafa verið að störfum frá því um miðjan dag vegna veðurs og ófærðar ásamt því að aðstoða við sjúkraflutning. Segja má að allar björgunarsveitir á Vestfjörðum hafi verið að störfum í dag vegna mikillar ófærðar og óveðurs. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt verði að mokstri en ólíklegt sé að af því verði eins og spáin sé. Veðurstofan spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira
Stórt snjóflóð sem talið er hafa verið allt að 150 metra breitt féll á Skutulsfjarðarbraut, aðalgötu Ísafjarðarbæjar, síðdegis í gær. Flóðið eyðilagði ljósastaur og lenti á snjóruðningstæki en ökumaðurinn þess slapp. Þrjú önnur snjóflóð féllu á Vestfjörðum. Eitt þeirra féll á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, annað á Hnífsdalsveg og hið þriðja féll við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Hús hafa verið rýmd og hafa um 160 manns yfirgefið heimili sín á Ísafirði, Bolungarvík, Hnífsdal, Dýrafirði, Önundarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld en aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Á miðnætti var umferð um aðalgötuna lokað, samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Nefndin ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Um 60 björgunarsveitarmenn frá 11 björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru að störfum víða um land í gær. Hjálparsveit skáta í Hveragerði var á ferðinni á Hellisheiði til aðstoðar við bílstjóra sem áttu í vandræðum vegna veðurs og ófærðar. Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu hafa verið að störfum frá því um miðjan dag vegna veðurs og ófærðar ásamt því að aðstoða við sjúkraflutning. Segja má að allar björgunarsveitir á Vestfjörðum hafi verið að störfum í dag vegna mikillar ófærðar og óveðurs. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt verði að mokstri en ólíklegt sé að af því verði eins og spáin sé. Veðurstofan spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Sjá meira