Efnahagsbrotadeildin ekki vön frávísunum 8. nóvember 2005 03:30 Frávísun frá héraðsdómi. Sveinn Andri Sveinsson, Halldór Jónsson og Ásgeir Þór Árnason lögmenn sjást hér í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. MYND/GVA "Þetta er mjög skrítið allt saman og bendir til þess að menn hafi ekki legið sérstaklega yfir þessu. Þarna eru villur sem benda til þess að menn hafi bara skrifað ákæruskjalið og ekki einu sinni lesið það yfir," segir Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Sveins Eyjólfssonar. Framhaldsákæru í máli ríkislögreglustjóra gegn Eyjólfi Sveinssyni, Sveini Eyjólfssyni og átta fyrrverandi forsvarsmönnum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í gær vísað frá héraðsdómi. Framhaldsákæran var gefin út þegar ljóst varð að rangar tölur var að finna í hluta ákærunnar. Í úrskurðinum segir Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari að villur í ákærunni varði grundvöll verknaðarlýsingar og sé vart um smávægilegar villur að ræða. Málið er höfðað gegn stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja en Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota fyrir þremur árum og námu kröfur í þrotabúið 2,2 milljörðum króna. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir að embættið taki þessari frávísun vitanlega alvarlega. "Það er óþekkt fyrirbæri hérna að við verðum fyrir frávísunum," segir Jón. Hann segir að mistök hafi átt sér stað í ritvinnslunni sem höfðu það í för með sér að sundurliðunartöflur enduðu á röngum stöðum. "Þarna eru verknaðarlýsingar sem eru réttar og ekkert hefur verið efast um. Við þurfum að fara yfir málið og átta okkur á því hvað þarf að gera til þess að málið fái efnislega meðferð," segir Jón. Verjendur í málinu sögðu meðal annars fyrir dómi að G-liður framhaldsákærunnar væri algerlega óskiljanlegur, væri hann borinn saman við upphaflega ákæru og því illmögulegt fyrir verjanda að átta sig á hvernig taka á til varna. "Í ákærunni er í mörgum af þessum liðum ekki ákærðir menn sem skattrannsóknarstjóri hefur kært, heldur einhverjir sem skattrannsóknarstjóri kærir bara alls ekki," segir Ragnar Hall. Dómsmál Innlent Lög og regla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
"Þetta er mjög skrítið allt saman og bendir til þess að menn hafi ekki legið sérstaklega yfir þessu. Þarna eru villur sem benda til þess að menn hafi bara skrifað ákæruskjalið og ekki einu sinni lesið það yfir," segir Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður og verjandi Sveins Eyjólfssonar. Framhaldsákæru í máli ríkislögreglustjóra gegn Eyjólfi Sveinssyni, Sveini Eyjólfssyni og átta fyrrverandi forsvarsmönnum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja var í gær vísað frá héraðsdómi. Framhaldsákæran var gefin út þegar ljóst varð að rangar tölur var að finna í hluta ákærunnar. Í úrskurðinum segir Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari að villur í ákærunni varði grundvöll verknaðarlýsingar og sé vart um smávægilegar villur að ræða. Málið er höfðað gegn stjórnendum Frjálsrar fjölmiðlunar og dótturfyrirtækja en Frjáls fjölmiðlun varð gjaldþrota fyrir þremur árum og námu kröfur í þrotabúið 2,2 milljörðum króna. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, segir að embættið taki þessari frávísun vitanlega alvarlega. "Það er óþekkt fyrirbæri hérna að við verðum fyrir frávísunum," segir Jón. Hann segir að mistök hafi átt sér stað í ritvinnslunni sem höfðu það í för með sér að sundurliðunartöflur enduðu á röngum stöðum. "Þarna eru verknaðarlýsingar sem eru réttar og ekkert hefur verið efast um. Við þurfum að fara yfir málið og átta okkur á því hvað þarf að gera til þess að málið fái efnislega meðferð," segir Jón. Verjendur í málinu sögðu meðal annars fyrir dómi að G-liður framhaldsákærunnar væri algerlega óskiljanlegur, væri hann borinn saman við upphaflega ákæru og því illmögulegt fyrir verjanda að átta sig á hvernig taka á til varna. "Í ákærunni er í mörgum af þessum liðum ekki ákærðir menn sem skattrannsóknarstjóri hefur kært, heldur einhverjir sem skattrannsóknarstjóri kærir bara alls ekki," segir Ragnar Hall.
Dómsmál Innlent Lög og regla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira