Ráðuneytið fór ekki að lögum 28. desember 2004 00:01 Dómsmálaráðuneytið fór ekki að lögum þegar það synjaði fanga á Litla-Hrauni um dagsleyfi. Fanginn óskaði í júní síðstliðnum eftir dagsleyfi síðar í mánuðinum. Fangelsisyfirvöld synjuðu beiðni hans, meðal annars af þeirri ástæðu að fanginn ætti óafgreitt mál í kerfinu. Fanginn kærði úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins sem staðfesti synjunina. Í framhaldinu kvartaði fanginn til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður bendir á að verklagsregla fangelsismálastofnunar fæli í sér fortakslausa reglu sem leiddi til þess að fangi sem ætti ólokið máli fyrir dómstólum, þar sem ljóst þætti að hann myndi hljóta óskilorðsbundna fangelsisrefsingu til viðbótar áður dæmdri refsingu, væri útilokaður frá því að hljóta dagsleyfi. Umboðsmaður taldi þessa reglu ganga lengra en samrýmst gæti lagaákvæðum um leyfi til dvalar utan fangelsis, í að afnema það einstaklingsbundna mat sem stjórnvöldum væri falið. Þar sem þessi regla hafi í raun ráðið ákvörðun ráðuneytisins hefði ekki farið fram mat á því hvort að fanginn fullnægði skilyrðum laga fyrir veitingu dagsleyfis. Komst umboðsmaður því að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðuneytið hefði ekki afgreitt málið í samræmi við lög. Þá hafi ráðuneytið ekki gætt andmælaréttar fangans. Umboðsmaður Alþingis beindi því þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að það gætti í framtíðinni að þessum atriðum við meðferð sambærilegra mála. Alþingi Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið fór ekki að lögum þegar það synjaði fanga á Litla-Hrauni um dagsleyfi. Fanginn óskaði í júní síðstliðnum eftir dagsleyfi síðar í mánuðinum. Fangelsisyfirvöld synjuðu beiðni hans, meðal annars af þeirri ástæðu að fanginn ætti óafgreitt mál í kerfinu. Fanginn kærði úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins sem staðfesti synjunina. Í framhaldinu kvartaði fanginn til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður bendir á að verklagsregla fangelsismálastofnunar fæli í sér fortakslausa reglu sem leiddi til þess að fangi sem ætti ólokið máli fyrir dómstólum, þar sem ljóst þætti að hann myndi hljóta óskilorðsbundna fangelsisrefsingu til viðbótar áður dæmdri refsingu, væri útilokaður frá því að hljóta dagsleyfi. Umboðsmaður taldi þessa reglu ganga lengra en samrýmst gæti lagaákvæðum um leyfi til dvalar utan fangelsis, í að afnema það einstaklingsbundna mat sem stjórnvöldum væri falið. Þar sem þessi regla hafi í raun ráðið ákvörðun ráðuneytisins hefði ekki farið fram mat á því hvort að fanginn fullnægði skilyrðum laga fyrir veitingu dagsleyfis. Komst umboðsmaður því að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðuneytið hefði ekki afgreitt málið í samræmi við lög. Þá hafi ráðuneytið ekki gætt andmælaréttar fangans. Umboðsmaður Alþingis beindi því þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að það gætti í framtíðinni að þessum atriðum við meðferð sambærilegra mála.
Alþingi Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira