Borgin sameinist ekki Kjósarhreppi 23. desember 2004 00:01 Reykjavíkurborg mælir ekki með því að kosið verði um sameiningu borgarinnar við Kjósarhrepp í allsherjarkosningu um sameiningu sveitarfélaga sem verður eftir fjóra mánuði. Mörg önnur sveitarfélög víða um land hafna einnig sameiningartillögu. Áformað er að stór hluti þjóðarinnar gangi að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Sameiningarnefnd lagði fram tillögur í haust sem miða við að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitthundrað niður í um fjörutíu. Sveitarstjórnum og almenningi var síðan gefinn frestur til 1. desember til að segja álit sitt á tillögunum. Nefndin situr nú yfir umsögnum en mun síðan um miðjan janúar setja fram endanlegar tillögur sem kosið verður um í vor samkvæmt upplýsingum verkefnisstjóra, Róberts Ragnarssonar. Miðað við framkomnar umsagnir er víða tregða til sameiningar. Samkvæmt upphaflegri tillögu hefði fjölmennasta kosningin farið fram í Reykjavík en gert var ráð fyrir því að kosið yrði um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Nú hefur borgarstjóri hins vegar lýst því að hann mæli ekki með því að kosið verði um þá sameiningu. Þá hefur Álftanes hafnað því að kosið verði um sameiningu við Garðabæ. Á Suðurnesjum hefur Reykjanesbær einn líst yfir stuðningi við allsherjarsameiningu þar. Garðurinn hefur þegar hafnað slíkri kosningu og sömuleiðis er talið að andstaða sé í Grindavík og Sandgerði. Á Vesturlandi er byltingarkennsta tillagan sú að sameina Snæfellsnes þannig að Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur verði öll eitt sveitarfélag en formleg afstaða þeirra liggur ekki fyrir. Á Vestfjörðum telja Tálknfirðingar ekki tímabært að kjósa um sameiningu við Vesturbyggð fyrr en niðurstaða er fengin í hvaða verkefni verða flutt milli ríkis og sveitarfélaga. Súðavíkurhreppur hafnar sameiningu við Ísafjarðarbæ en Bolungarvík gerir ekki athugasemd við að kosið verði um slíka sameiningu. Á Ströndum hafnar Kaldrananeshreppur, en þar er Drangsnes, sameiningu við nærsveitir. Skagabyggð, lítill sveitahreppur milli Blönduóss og Skagastrandar, hafnar sameiningu með þeim orðum að menn eigi að hætta þessu sameiningarbrölti. Í Eyjafirði stefnir í að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á svæðinu í eitt, þar með Siglufjarðar og Grímseyjar. Í Þingeyjarsýslum vekur athygli að Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur hafna sameiningu þeirra tveggja en vilja þess í stað mun stærri sameiningu við Húsavík og Mývatnssveit. Á Austfjörðum hafna bæði Breiðdalsvík og Djúpvogur sameiningu þeirra tveggja og í Vestur-Skaftafellssýslu hafnar Skaftárhreppur sameiningu við Mýrdalshrepp. Sveitarfélög í Árnessýslu hafa ekki gert athugasemd við að kosið verði um víðtæka sameiningu innan sýslunnar í aðeins tvö sveitarfélög, uppsveitir og lágsveitir, en það myndi þýða að Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn rynnu saman í eitt. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Reykjavíkurborg mælir ekki með því að kosið verði um sameiningu borgarinnar við Kjósarhrepp í allsherjarkosningu um sameiningu sveitarfélaga sem verður eftir fjóra mánuði. Mörg önnur sveitarfélög víða um land hafna einnig sameiningartillögu. Áformað er að stór hluti þjóðarinnar gangi að kjörborðinu þann 23. apríl næstkomandi til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Sameiningarnefnd lagði fram tillögur í haust sem miða við að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitthundrað niður í um fjörutíu. Sveitarstjórnum og almenningi var síðan gefinn frestur til 1. desember til að segja álit sitt á tillögunum. Nefndin situr nú yfir umsögnum en mun síðan um miðjan janúar setja fram endanlegar tillögur sem kosið verður um í vor samkvæmt upplýsingum verkefnisstjóra, Róberts Ragnarssonar. Miðað við framkomnar umsagnir er víða tregða til sameiningar. Samkvæmt upphaflegri tillögu hefði fjölmennasta kosningin farið fram í Reykjavík en gert var ráð fyrir því að kosið yrði um sameiningu Reykjavíkur og Kjósarhrepps. Nú hefur borgarstjóri hins vegar lýst því að hann mæli ekki með því að kosið verði um þá sameiningu. Þá hefur Álftanes hafnað því að kosið verði um sameiningu við Garðabæ. Á Suðurnesjum hefur Reykjanesbær einn líst yfir stuðningi við allsherjarsameiningu þar. Garðurinn hefur þegar hafnað slíkri kosningu og sömuleiðis er talið að andstaða sé í Grindavík og Sandgerði. Á Vesturlandi er byltingarkennsta tillagan sú að sameina Snæfellsnes þannig að Ólafsvík, Grundarfjörður og Stykkishólmur verði öll eitt sveitarfélag en formleg afstaða þeirra liggur ekki fyrir. Á Vestfjörðum telja Tálknfirðingar ekki tímabært að kjósa um sameiningu við Vesturbyggð fyrr en niðurstaða er fengin í hvaða verkefni verða flutt milli ríkis og sveitarfélaga. Súðavíkurhreppur hafnar sameiningu við Ísafjarðarbæ en Bolungarvík gerir ekki athugasemd við að kosið verði um slíka sameiningu. Á Ströndum hafnar Kaldrananeshreppur, en þar er Drangsnes, sameiningu við nærsveitir. Skagabyggð, lítill sveitahreppur milli Blönduóss og Skagastrandar, hafnar sameiningu með þeim orðum að menn eigi að hætta þessu sameiningarbrölti. Í Eyjafirði stefnir í að kosið verði um sameiningu allra sveitarfélaga á svæðinu í eitt, þar með Siglufjarðar og Grímseyjar. Í Þingeyjarsýslum vekur athygli að Öxarfjarðarhreppur og Raufarhafnarhreppur hafna sameiningu þeirra tveggja en vilja þess í stað mun stærri sameiningu við Húsavík og Mývatnssveit. Á Austfjörðum hafna bæði Breiðdalsvík og Djúpvogur sameiningu þeirra tveggja og í Vestur-Skaftafellssýslu hafnar Skaftárhreppur sameiningu við Mýrdalshrepp. Sveitarfélög í Árnessýslu hafa ekki gert athugasemd við að kosið verði um víðtæka sameiningu innan sýslunnar í aðeins tvö sveitarfélög, uppsveitir og lágsveitir, en það myndi þýða að Selfoss, Hveragerði og Þorlákshöfn rynnu saman í eitt.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira