Norsku leið Símans lokað 22. desember 2004 00:01 Síminn á ekki lengur greiða leið að neti Og Vodafone í gegnum Noreg, segir Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, samsinnir því. Hann segir flutningsleið símtala til landsins takmarkaða og því hafi leiðinni verið lokað: "Þegar aðgerðir Landssímans eru farnar að koma niður á okkar viðskiptavinum bregðumst við við með því að loka fyrir símtöl sem fara þessa leið. Það er áfram opið fyrir símtöl viðskiptavina Landssímans sem fara hefðbundna leið. Það er beint á milli fyrirtækjanna." Síminn hafði nýtt aðgang norska fyrirtækisins Telenor að neti Og Vodafone. Segir Eva það hafa verið gert til að ná fram sparnaði en einnig til að sýna þá stöðu sem sé á fjarskiptamarkaði, að Síminn greiði hærra heildsöluverð að netinu en erlend fjarskiptafyrirtæki. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Póst- og fjarskiptastofnun af ásettu ráði hafa ákveðið að hlutast ekki til um heildsöluverð Og Vodafone til Símans. Símanum hafi jafnframt verið gert að lækka sitt um fimmtán prósent. "Vegna forskots sem gömlu fjarskiptafélögin höfðu í upphafi fjarskiptaþjónustunnar er ekkert óeðlilegt að eftirlitsstofnanir gefi þeim sem koma nýir inn á markaðinn ákveðið ráðrúm til að vaxa og dafna. Annars næst ekki fram markmið fjarskiptalaga um að byggja upp samkeppni á markaðnum. Síminn ber jafnvel enn þann dag í dag ægishjálm yfir aðra á fjarskiptamarkaðinum. Gera þarf öðrum sterkum fjarskiptafyrirtækjum kleift að keppa við Símann." Hrafnkell segir löglegt að fyrirtæki skipti við millilið um aðgang að netum símafyrirtækja. Gæði símtalanna verði hins vegar oft verri. Það fari þó eftir því hvernig tengingin sé. Telenor sé þekkt af tiltölulega góðum gæðum. Hrafnkell segir geta staðist að einungis ákveðinn fjöldi símtala fari milli landa. Sé svö sé það ákvörðun Og Vodafone: "Tæknileg ákvörðun, sem þeir geta hugsanlega fallið frá ef þeir hafa áhuga." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Síminn á ekki lengur greiða leið að neti Og Vodafone í gegnum Noreg, segir Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, samsinnir því. Hann segir flutningsleið símtala til landsins takmarkaða og því hafi leiðinni verið lokað: "Þegar aðgerðir Landssímans eru farnar að koma niður á okkar viðskiptavinum bregðumst við við með því að loka fyrir símtöl sem fara þessa leið. Það er áfram opið fyrir símtöl viðskiptavina Landssímans sem fara hefðbundna leið. Það er beint á milli fyrirtækjanna." Síminn hafði nýtt aðgang norska fyrirtækisins Telenor að neti Og Vodafone. Segir Eva það hafa verið gert til að ná fram sparnaði en einnig til að sýna þá stöðu sem sé á fjarskiptamarkaði, að Síminn greiði hærra heildsöluverð að netinu en erlend fjarskiptafyrirtæki. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Póst- og fjarskiptastofnun af ásettu ráði hafa ákveðið að hlutast ekki til um heildsöluverð Og Vodafone til Símans. Símanum hafi jafnframt verið gert að lækka sitt um fimmtán prósent. "Vegna forskots sem gömlu fjarskiptafélögin höfðu í upphafi fjarskiptaþjónustunnar er ekkert óeðlilegt að eftirlitsstofnanir gefi þeim sem koma nýir inn á markaðinn ákveðið ráðrúm til að vaxa og dafna. Annars næst ekki fram markmið fjarskiptalaga um að byggja upp samkeppni á markaðnum. Síminn ber jafnvel enn þann dag í dag ægishjálm yfir aðra á fjarskiptamarkaðinum. Gera þarf öðrum sterkum fjarskiptafyrirtækjum kleift að keppa við Símann." Hrafnkell segir löglegt að fyrirtæki skipti við millilið um aðgang að netum símafyrirtækja. Gæði símtalanna verði hins vegar oft verri. Það fari þó eftir því hvernig tengingin sé. Telenor sé þekkt af tiltölulega góðum gæðum. Hrafnkell segir geta staðist að einungis ákveðinn fjöldi símtala fari milli landa. Sé svö sé það ákvörðun Og Vodafone: "Tæknileg ákvörðun, sem þeir geta hugsanlega fallið frá ef þeir hafa áhuga."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira