Norsku leið Símans lokað 22. desember 2004 00:01 Síminn á ekki lengur greiða leið að neti Og Vodafone í gegnum Noreg, segir Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, samsinnir því. Hann segir flutningsleið símtala til landsins takmarkaða og því hafi leiðinni verið lokað: "Þegar aðgerðir Landssímans eru farnar að koma niður á okkar viðskiptavinum bregðumst við við með því að loka fyrir símtöl sem fara þessa leið. Það er áfram opið fyrir símtöl viðskiptavina Landssímans sem fara hefðbundna leið. Það er beint á milli fyrirtækjanna." Síminn hafði nýtt aðgang norska fyrirtækisins Telenor að neti Og Vodafone. Segir Eva það hafa verið gert til að ná fram sparnaði en einnig til að sýna þá stöðu sem sé á fjarskiptamarkaði, að Síminn greiði hærra heildsöluverð að netinu en erlend fjarskiptafyrirtæki. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Póst- og fjarskiptastofnun af ásettu ráði hafa ákveðið að hlutast ekki til um heildsöluverð Og Vodafone til Símans. Símanum hafi jafnframt verið gert að lækka sitt um fimmtán prósent. "Vegna forskots sem gömlu fjarskiptafélögin höfðu í upphafi fjarskiptaþjónustunnar er ekkert óeðlilegt að eftirlitsstofnanir gefi þeim sem koma nýir inn á markaðinn ákveðið ráðrúm til að vaxa og dafna. Annars næst ekki fram markmið fjarskiptalaga um að byggja upp samkeppni á markaðnum. Síminn ber jafnvel enn þann dag í dag ægishjálm yfir aðra á fjarskiptamarkaðinum. Gera þarf öðrum sterkum fjarskiptafyrirtækjum kleift að keppa við Símann." Hrafnkell segir löglegt að fyrirtæki skipti við millilið um aðgang að netum símafyrirtækja. Gæði símtalanna verði hins vegar oft verri. Það fari þó eftir því hvernig tengingin sé. Telenor sé þekkt af tiltölulega góðum gæðum. Hrafnkell segir geta staðist að einungis ákveðinn fjöldi símtala fari milli landa. Sé svö sé það ákvörðun Og Vodafone: "Tæknileg ákvörðun, sem þeir geta hugsanlega fallið frá ef þeir hafa áhuga." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Síminn á ekki lengur greiða leið að neti Og Vodafone í gegnum Noreg, segir Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, samsinnir því. Hann segir flutningsleið símtala til landsins takmarkaða og því hafi leiðinni verið lokað: "Þegar aðgerðir Landssímans eru farnar að koma niður á okkar viðskiptavinum bregðumst við við með því að loka fyrir símtöl sem fara þessa leið. Það er áfram opið fyrir símtöl viðskiptavina Landssímans sem fara hefðbundna leið. Það er beint á milli fyrirtækjanna." Síminn hafði nýtt aðgang norska fyrirtækisins Telenor að neti Og Vodafone. Segir Eva það hafa verið gert til að ná fram sparnaði en einnig til að sýna þá stöðu sem sé á fjarskiptamarkaði, að Síminn greiði hærra heildsöluverð að netinu en erlend fjarskiptafyrirtæki. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Póst- og fjarskiptastofnun af ásettu ráði hafa ákveðið að hlutast ekki til um heildsöluverð Og Vodafone til Símans. Símanum hafi jafnframt verið gert að lækka sitt um fimmtán prósent. "Vegna forskots sem gömlu fjarskiptafélögin höfðu í upphafi fjarskiptaþjónustunnar er ekkert óeðlilegt að eftirlitsstofnanir gefi þeim sem koma nýir inn á markaðinn ákveðið ráðrúm til að vaxa og dafna. Annars næst ekki fram markmið fjarskiptalaga um að byggja upp samkeppni á markaðnum. Síminn ber jafnvel enn þann dag í dag ægishjálm yfir aðra á fjarskiptamarkaðinum. Gera þarf öðrum sterkum fjarskiptafyrirtækjum kleift að keppa við Símann." Hrafnkell segir löglegt að fyrirtæki skipti við millilið um aðgang að netum símafyrirtækja. Gæði símtalanna verði hins vegar oft verri. Það fari þó eftir því hvernig tengingin sé. Telenor sé þekkt af tiltölulega góðum gæðum. Hrafnkell segir geta staðist að einungis ákveðinn fjöldi símtala fari milli landa. Sé svö sé það ákvörðun Og Vodafone: "Tæknileg ákvörðun, sem þeir geta hugsanlega fallið frá ef þeir hafa áhuga."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels