Farið að vilja íbúa 21. desember 2004 00:01 Umhverfis- og skipulagsmál brenna æ heitar á almenningi, ekki aðeins hvað varðar óbyggðir og hálendi, heldur ekki síður i sambandi við skipulag í þéttbýli. Stundum hafa íbúarnir sitt fram eins og greinilega kom fram í vikunni, en í öðrum tilfellum ekki, eða þá að yfirvöld og nágrannar mætast á miðri leið og ná sáttum sem flestir eða allir geta við unað. Á þriðjudag voru haldnir fundur í bæjarstjórn Akureyrar og bæjarstjórn Kópavogs, þar sem umdeildar skipulagstillögur voru á dagskrá. Í báðum tilfellum höfðu upphaflega verið lagðar fram tillögur um háhýsi sem féllu íbúunum ekki í geð. Í Kópavogi reis mikil mótmælaalda þegar skipulagið í Lundarlandi í Fossvogsdal var upphaflega lagt fram. Þar var gert ráð fyrir mikilli háhýsabyggð með um 460 íbúðum. Eftir mótmælafundi var skipulagið tekið til endurskoðunar og nú er gert ráð fyrir 384 íbúðum, stóru húsin verða lækkuð og byggðin meira blönduð. Greint var frá ákvörðunum beggja bæjarstjórna í Fréttablaðinu á fimmtudag, en ákvarðanir um breytingar á skipulagi bar þó að með ólíkum hætti. Það voru mótmælafundirnir um Lundarlandið sem báru árangur, en á Akureyri var þetta öllu friðsamlegra. Þar skynjaði bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson og fleiri hug bæjarbúa eftir að 1700 manns höfðu skrifað undir mótmæli við háhýsi, og lögð var fram viðhorfskönnun Gallup um skipulagstillögurnar sunnan við verslunarmiðstöðina Glerártorg. Þarna var ráðgert að reisa 12 hæða fjölbýlishús, en málamiðlunartillaga bæjarstjórans hljóðar upp á 7 hæða hús með 40 íbúðum fyrir aldraða. Það verður væntanlega stórkostlegt útsýni af efstu hæðunum úr þessu húsi bæði út og fram í fjörð. Þetta vekur upp spurningar um íbúalýðræði. Nú er skylt að efna til grenndarkynningar og það geta verið einn eða fleiri nágrannar sem taka málin í sínar hendur og ganga fram fyrir skjöldu og mótmæla. Viðhorfskannanir geta verið gott innlegg varðandi þessi mál, en á endanum eru það hinir pólitískt kjörnu fulltrúar í bæjarfélögunum sem taka ákvarðanirnar. Þær er svo hægt að kæra til æðri yfirvalda. Skipulagsmál í Kópavogi og á Akureyri fengu farsælan endi í vikunni, en það er víðar sem heitar umræður eru um svipuð mál. Í Garðabæ virðast íbúar og bæjaryfirvöld hafa sameinast gegn Vegagerðinni vegna breytinga á Reykjanesbraut. Þetta á eftir að verða ein aðalumferðaræðin til höfuðborgarsvæðisins, og því von að þeir sem búa í nágrenni hennar hafi áhyggjur af skipulagi brautarinnar. Á Seltjarnarnesi hefur enn ekki verið til lykta leitt skipulag nýs íbúðahverfis og skemmst er að minnast málaloka vegna Austurbæjarbíós og nýbyggingar við Njálsgötu í Reykjavík. Þar kemur reyndar húsafriðunarnefnd líka við sögu. Í nær öllum þeim tilvikum sem hér hafa verið nefnd eru það byggingaverktakar sem ætla að fá að byggja sem mest og hæst á lóðum sem þeir hafa eignast, og lagt fram skipulagstillögur þar að lútandi. Íbúar, sem búa við svæði þar sem eru óbyggðar lóðir, þurfa að vera vel vakandi og fylgjast vel með svo vilji þeirra komi fram á frumstigi skipulagsvinnunnar. Annars getur það orðið of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Umhverfis- og skipulagsmál brenna æ heitar á almenningi, ekki aðeins hvað varðar óbyggðir og hálendi, heldur ekki síður i sambandi við skipulag í þéttbýli. Stundum hafa íbúarnir sitt fram eins og greinilega kom fram í vikunni, en í öðrum tilfellum ekki, eða þá að yfirvöld og nágrannar mætast á miðri leið og ná sáttum sem flestir eða allir geta við unað. Á þriðjudag voru haldnir fundur í bæjarstjórn Akureyrar og bæjarstjórn Kópavogs, þar sem umdeildar skipulagstillögur voru á dagskrá. Í báðum tilfellum höfðu upphaflega verið lagðar fram tillögur um háhýsi sem féllu íbúunum ekki í geð. Í Kópavogi reis mikil mótmælaalda þegar skipulagið í Lundarlandi í Fossvogsdal var upphaflega lagt fram. Þar var gert ráð fyrir mikilli háhýsabyggð með um 460 íbúðum. Eftir mótmælafundi var skipulagið tekið til endurskoðunar og nú er gert ráð fyrir 384 íbúðum, stóru húsin verða lækkuð og byggðin meira blönduð. Greint var frá ákvörðunum beggja bæjarstjórna í Fréttablaðinu á fimmtudag, en ákvarðanir um breytingar á skipulagi bar þó að með ólíkum hætti. Það voru mótmælafundirnir um Lundarlandið sem báru árangur, en á Akureyri var þetta öllu friðsamlegra. Þar skynjaði bæjarstjórinn Kristján Þór Júlíusson og fleiri hug bæjarbúa eftir að 1700 manns höfðu skrifað undir mótmæli við háhýsi, og lögð var fram viðhorfskönnun Gallup um skipulagstillögurnar sunnan við verslunarmiðstöðina Glerártorg. Þarna var ráðgert að reisa 12 hæða fjölbýlishús, en málamiðlunartillaga bæjarstjórans hljóðar upp á 7 hæða hús með 40 íbúðum fyrir aldraða. Það verður væntanlega stórkostlegt útsýni af efstu hæðunum úr þessu húsi bæði út og fram í fjörð. Þetta vekur upp spurningar um íbúalýðræði. Nú er skylt að efna til grenndarkynningar og það geta verið einn eða fleiri nágrannar sem taka málin í sínar hendur og ganga fram fyrir skjöldu og mótmæla. Viðhorfskannanir geta verið gott innlegg varðandi þessi mál, en á endanum eru það hinir pólitískt kjörnu fulltrúar í bæjarfélögunum sem taka ákvarðanirnar. Þær er svo hægt að kæra til æðri yfirvalda. Skipulagsmál í Kópavogi og á Akureyri fengu farsælan endi í vikunni, en það er víðar sem heitar umræður eru um svipuð mál. Í Garðabæ virðast íbúar og bæjaryfirvöld hafa sameinast gegn Vegagerðinni vegna breytinga á Reykjanesbraut. Þetta á eftir að verða ein aðalumferðaræðin til höfuðborgarsvæðisins, og því von að þeir sem búa í nágrenni hennar hafi áhyggjur af skipulagi brautarinnar. Á Seltjarnarnesi hefur enn ekki verið til lykta leitt skipulag nýs íbúðahverfis og skemmst er að minnast málaloka vegna Austurbæjarbíós og nýbyggingar við Njálsgötu í Reykjavík. Þar kemur reyndar húsafriðunarnefnd líka við sögu. Í nær öllum þeim tilvikum sem hér hafa verið nefnd eru það byggingaverktakar sem ætla að fá að byggja sem mest og hæst á lóðum sem þeir hafa eignast, og lagt fram skipulagstillögur þar að lútandi. Íbúar, sem búa við svæði þar sem eru óbyggðar lóðir, þurfa að vera vel vakandi og fylgjast vel með svo vilji þeirra komi fram á frumstigi skipulagsvinnunnar. Annars getur það orðið of seint.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun