Dvalarleyfisboðið stendur 20. desember 2004 00:01 Japanskur lögfræðingur skákmeistarans Bobbys Fischers fundar í dag með japönsku útlendingastofunni til að fá úr því skorið hvort Japanir hafi samþykkt að senda Fischer til Íslands í stað Bandaríkjanna, að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers. "Ég fæ ekki fréttir af þessu fyrr en um hádegi," segir hann og kveðst ekki ætla út að sækja Fischer fyrr en liggi fyrir hvort hann fái að fara hingað. "Það er ómögulegt að hanga þarna í einhverri óvissu." Sæmundur segir Fischer ekki geta fallið frá lögsókn á hendur japönskum yfirvöldum fyrr en þessi mál séu komin á hreint. "Þetta er einhver pattstaða," segir Sæmundur, sem þó segist viðbúinn að stökkva af stað með litlum fyrirvara að sækja Fischer ef af verður. "Það er ekki svo mikið sem maður þarf með sér." Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu í gær vegna máls Fischers og tjáð að boð stjórnvalda til Fischers stæði. Ítrekað var á fundinum að með boðinu væri brugðist við með vísan til sögulegra tengsla landsins við skákmanninn, enda hefði Fischer unnið heimsmeistaratitil sinn í frækilegu einvígi hér árið 1972. Einnig var útskýrt að brot gegn viðskiptabanni á fyrrverandi Júgóslavíu væru fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og uppfylltu að því leyti ekki skilyrði til framsals. Í níundu grein laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir: "Framsal er óheimilt ef sök eða dæmd refsing er fyrnd eða að öðru leyti fallin niður samkvæmt íslenskum lögum." Bandarísk stjórnvöld komu síðasta föstudag skilaboðum til íslenskra stjórnvalda þar sem þau voru hvött til að draga til baka boðið til Fischers. Áréttað var að mál hans væru í ákveðnum farvegi hjá bandarískum yfirvöldum og látin í ljós ákveðin vonbrigði með afstöðu Íslendinga. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Japanskur lögfræðingur skákmeistarans Bobbys Fischers fundar í dag með japönsku útlendingastofunni til að fá úr því skorið hvort Japanir hafi samþykkt að senda Fischer til Íslands í stað Bandaríkjanna, að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers. "Ég fæ ekki fréttir af þessu fyrr en um hádegi," segir hann og kveðst ekki ætla út að sækja Fischer fyrr en liggi fyrir hvort hann fái að fara hingað. "Það er ómögulegt að hanga þarna í einhverri óvissu." Sæmundur segir Fischer ekki geta fallið frá lögsókn á hendur japönskum yfirvöldum fyrr en þessi mál séu komin á hreint. "Þetta er einhver pattstaða," segir Sæmundur, sem þó segist viðbúinn að stökkva af stað með litlum fyrirvara að sækja Fischer ef af verður. "Það er ekki svo mikið sem maður þarf með sér." Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu í gær vegna máls Fischers og tjáð að boð stjórnvalda til Fischers stæði. Ítrekað var á fundinum að með boðinu væri brugðist við með vísan til sögulegra tengsla landsins við skákmanninn, enda hefði Fischer unnið heimsmeistaratitil sinn í frækilegu einvígi hér árið 1972. Einnig var útskýrt að brot gegn viðskiptabanni á fyrrverandi Júgóslavíu væru fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og uppfylltu að því leyti ekki skilyrði til framsals. Í níundu grein laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir: "Framsal er óheimilt ef sök eða dæmd refsing er fyrnd eða að öðru leyti fallin niður samkvæmt íslenskum lögum." Bandarísk stjórnvöld komu síðasta föstudag skilaboðum til íslenskra stjórnvalda þar sem þau voru hvött til að draga til baka boðið til Fischers. Áréttað var að mál hans væru í ákveðnum farvegi hjá bandarískum yfirvöldum og látin í ljós ákveðin vonbrigði með afstöðu Íslendinga.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira