Hluti af starfi SÁÁ í uppnámi 20. desember 2004 00:01 Margþættur samdráttur verður í starfi SÁÁ frá og með áramótum vegna skorts á fjármagni. "Það er ekkert í fyrirliggjandi fjárlögum sem segir annað en að við þurfum að draga saman hjá okkur," sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. "Samdrátturinn er orðinn staðreynd." Innlagnir á ári hafa verið 2400 en verða skornar niður um 300 eftir áramót. Þá hafa sjúklingar getað komið á göngudeild, ef þeir voru orðnir mjög veikir, fengið greiningu og jafnvel innlögn ef á þurfti að halda. "Þeirri þjónustu verður hætt," sagði Þórarinn. Hann sagði, að um 1500 einstaklingar hefðu nýtt sér bráðaþjónustuna á ári. "Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er ennþá í hálfgerðu uppnámi. Það er ekki komið á hreint hvernig verður með hana. Við höfum boðað að við munum ekki hrófla við þeim 40 sem þegar eru komnir á þessa meðferð. Við munum reyna að fjármagna áframhaldandi meðferð þeirra með einhverjum hætti. Hins vegar munum við ekki taka nýja einstaklinga inn." Þórarinn sagði að einungis lyfin sem þyrfti að nota í viðhaldsmeðferð þeirra sem nú væru hjá SÁÁ að staðaldri kostuðu á ársgrundvelli tæpar 15 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við viðtöl, afhendingu lyfja og fleira sem fylgdi meðferðinni. "Við heyrðum af því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að koma til móts við þennan kostnað með 6 milljónum króna á þessu ári og að mig minnir 7,5 milljónir fyrir næsta ár. En það var ekki inni á okkar fjárveitingu. " Varðandi aðstoð við ungt fólk sagði Þórarinn að ekki yrðu teknir yngri en 16 ára inn á Vog eftir áramót. Sá aldurshópur hefði skipt tugum á Vogi á árinu, en yrði nú að leita þjónustu annars staðar. "Það er auðvitað fyrst og fremst heilbrigðisráðuneytið, ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í þessum málum og ríkisstjórnin sjálf, sem bera á þjónustu við áfengissjúka og fíkniefnafíkla í landingu," sagði Þórarinn. "Svo virðist sem kerfið sé ósveigjanlegt þegar kemur að nýjungum, nýrri starfsemi og breyttum kostnaðarliðum. Þá virðist allt standa fast." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Margþættur samdráttur verður í starfi SÁÁ frá og með áramótum vegna skorts á fjármagni. "Það er ekkert í fyrirliggjandi fjárlögum sem segir annað en að við þurfum að draga saman hjá okkur," sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. "Samdrátturinn er orðinn staðreynd." Innlagnir á ári hafa verið 2400 en verða skornar niður um 300 eftir áramót. Þá hafa sjúklingar getað komið á göngudeild, ef þeir voru orðnir mjög veikir, fengið greiningu og jafnvel innlögn ef á þurfti að halda. "Þeirri þjónustu verður hætt," sagði Þórarinn. Hann sagði, að um 1500 einstaklingar hefðu nýtt sér bráðaþjónustuna á ári. "Viðhaldsmeðferð ópíumfíkla er ennþá í hálfgerðu uppnámi. Það er ekki komið á hreint hvernig verður með hana. Við höfum boðað að við munum ekki hrófla við þeim 40 sem þegar eru komnir á þessa meðferð. Við munum reyna að fjármagna áframhaldandi meðferð þeirra með einhverjum hætti. Hins vegar munum við ekki taka nýja einstaklinga inn." Þórarinn sagði að einungis lyfin sem þyrfti að nota í viðhaldsmeðferð þeirra sem nú væru hjá SÁÁ að staðaldri kostuðu á ársgrundvelli tæpar 15 milljónir króna. Þá væri ótalinn kostnaður við viðtöl, afhendingu lyfja og fleira sem fylgdi meðferðinni. "Við heyrðum af því að heilbrigðisráðuneytið ætlaði að koma til móts við þennan kostnað með 6 milljónum króna á þessu ári og að mig minnir 7,5 milljónir fyrir næsta ár. En það var ekki inni á okkar fjárveitingu. " Varðandi aðstoð við ungt fólk sagði Þórarinn að ekki yrðu teknir yngri en 16 ára inn á Vog eftir áramót. Sá aldurshópur hefði skipt tugum á Vogi á árinu, en yrði nú að leita þjónustu annars staðar. "Það er auðvitað fyrst og fremst heilbrigðisráðuneytið, ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í þessum málum og ríkisstjórnin sjálf, sem bera á þjónustu við áfengissjúka og fíkniefnafíkla í landingu," sagði Þórarinn. "Svo virðist sem kerfið sé ósveigjanlegt þegar kemur að nýjungum, nýrri starfsemi og breyttum kostnaðarliðum. Þá virðist allt standa fast."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira