Dómari kallaði dóminn fjarstæðu 17. desember 2004 00:01 Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Tveir dómarar úrskurðu hins vegar að málinu hefði átt að vísa frá Héraðsdómi. Sýslumaðurinn á Eskifirði gaf út ákæru á hendur piltinum og Þorgerður Erlendsdóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Austurlands, kvað upp dóminn sem var eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn sextán ára kærustu. Pilturinn áfrýjaði málinu og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess hins vegar að dómurinn yrði staðfestur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í Hæstarétti, lýsti efasemdum um bæði lögreglurannsóknina og dómsrannsóknina sem hann sagði hafa farið langt út fyrir sakarefnið. Það hefði miðast meira við að slíta sambandi unglinganna sem hefði haldið áfram um nokkurt skeið eftir að hin meinta líkamsárás átti sér stað. Inger segist standa við rannsóknina og ákæruna og hafi staðið að henni eins og eigi að gera. Að öðru leyti ætli hún ekki að tjá sig um dóminn Þessi afstaða ríkissaksóknara til málsins sem hann var að flytja réði því að málinu var vísað frá héraði og dómurinn því í raun ómerktur. Dómarar voru þó ekki á eitt sáttir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna bæri piltinn, enda hefði sakfellingin verið fjarstæða. Maður teljist saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Hann taldi þá staðreynd að ákæruvaldið hefði við málflutning krafist staðfestingar dómsins en ekki sýknu, gæti ekki leitt til þess að málatilbúnaður í héraði uppfyllti ekki lengur kröfur laga. Hann taldi ekki að misvísandi afstaða ákæruvaldsins í málinu gæti leitt til frávísunar úr héraði. Bragi Steinarsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. Tveir dómarar úrskurðu hins vegar að málinu hefði átt að vísa frá Héraðsdómi. Sýslumaðurinn á Eskifirði gaf út ákæru á hendur piltinum og Þorgerður Erlendsdóttir, dómstjóri í Héraðsdómi Austurlands, kvað upp dóminn sem var eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gegn sextán ára kærustu. Pilturinn áfrýjaði málinu og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess hins vegar að dómurinn yrði staðfestur. Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í Hæstarétti, lýsti efasemdum um bæði lögreglurannsóknina og dómsrannsóknina sem hann sagði hafa farið langt út fyrir sakarefnið. Það hefði miðast meira við að slíta sambandi unglinganna sem hefði haldið áfram um nokkurt skeið eftir að hin meinta líkamsárás átti sér stað. Inger segist standa við rannsóknina og ákæruna og hafi staðið að henni eins og eigi að gera. Að öðru leyti ætli hún ekki að tjá sig um dóminn Þessi afstaða ríkissaksóknara til málsins sem hann var að flytja réði því að málinu var vísað frá héraði og dómurinn því í raun ómerktur. Dómarar voru þó ekki á eitt sáttir. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna bæri piltinn, enda hefði sakfellingin verið fjarstæða. Maður teljist saklaus þar til sekt hans sé sönnuð og sönnunarbyrðin hvíli á ákæruvaldinu. Hann taldi þá staðreynd að ákæruvaldið hefði við málflutning krafist staðfestingar dómsins en ekki sýknu, gæti ekki leitt til þess að málatilbúnaður í héraði uppfyllti ekki lengur kröfur laga. Hann taldi ekki að misvísandi afstaða ákæruvaldsins í málinu gæti leitt til frávísunar úr héraði. Bragi Steinarsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira