Reykbúr flutt vegna dópsala 15. desember 2004 00:01 Dópsalar hafa lagt snörur sínar fyrir sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, með því að reyna að selja þeim fíkniefni. Dópsalarnir hafa nýtt sér reykingaskýli sem er við innganginn á byggingunni í þessum tilgangi. Þá hefur komið fyrir að utanaðkomandi fólk hefur fundist sofandi í skýlinu að morgni. Til að stemma stigu við þessu hefur verið ákveðið að flytja reykingaaðstöðina inn í bygginguna þar sem óviðkomandi hafa alls ekki aðgang að henni. Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri á geðsviði LSH staðfesti aðspurð við Fréttablaðið að borið hefði á ofangreindum vandamálum. Hún sagði að þau heyrðu brátt sögunni til þegar aðstaðan yrði flutt. Stranglega yrði fylgst með að ekki færu aðrir inn í hana en þeir sem þar mættu vera. Hún sagði enn fremur, að stjórnendur á geðsviði hefðu lengi verið á móti því að reykingaaðstaðan væri við fyrstu aðkomu að byggingunni eins og verið hefði. Hún sagði það hins vegar ekki endilega markmið stjórnenda geðsviðsins að fólk hætti að reykja í meðferð. "Ef fólki líður illa andlega er það kannski ekki það fyrsta sem það hugsar um, að reyna að hætta að reykja," sagði Eydís. "Við höfum skapað reykaðstaða fyrir sjúklinga okkar. Hér á Hringbrautinni hefur það verið þetta glerbúr við innganginn, sem okkur hefur fundist miður skemmtilega staðsett, alveg við aðkomuna inn í húsið." Eydís sagði að nú ætti að nota tækifærið, þar sem veitt hefði verið fjármagn í fyrstu hæð byggingarinnar, og færa reykaðstöðuna in í horn á gangi, þannig að innangengt yrði í hana af öllum deildunum, sem væru fjórar talsins. Henni yrði lokað að öðru leyti þannig, að fólk sem væri fyrir utan gengi ekki beint inn í reykingabúrið heldur þyrfti að fara fram hjá öryggisvörðunum. "Þeir hafa átt erfitt með að fylgjast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill umferð í og úr reykhúsinu," sagði Eydís. "En nú verður það flutt." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Dópsalar hafa lagt snörur sínar fyrir sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, með því að reyna að selja þeim fíkniefni. Dópsalarnir hafa nýtt sér reykingaskýli sem er við innganginn á byggingunni í þessum tilgangi. Þá hefur komið fyrir að utanaðkomandi fólk hefur fundist sofandi í skýlinu að morgni. Til að stemma stigu við þessu hefur verið ákveðið að flytja reykingaaðstöðina inn í bygginguna þar sem óviðkomandi hafa alls ekki aðgang að henni. Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri á geðsviði LSH staðfesti aðspurð við Fréttablaðið að borið hefði á ofangreindum vandamálum. Hún sagði að þau heyrðu brátt sögunni til þegar aðstaðan yrði flutt. Stranglega yrði fylgst með að ekki færu aðrir inn í hana en þeir sem þar mættu vera. Hún sagði enn fremur, að stjórnendur á geðsviði hefðu lengi verið á móti því að reykingaaðstaðan væri við fyrstu aðkomu að byggingunni eins og verið hefði. Hún sagði það hins vegar ekki endilega markmið stjórnenda geðsviðsins að fólk hætti að reykja í meðferð. "Ef fólki líður illa andlega er það kannski ekki það fyrsta sem það hugsar um, að reyna að hætta að reykja," sagði Eydís. "Við höfum skapað reykaðstaða fyrir sjúklinga okkar. Hér á Hringbrautinni hefur það verið þetta glerbúr við innganginn, sem okkur hefur fundist miður skemmtilega staðsett, alveg við aðkomuna inn í húsið." Eydís sagði að nú ætti að nota tækifærið, þar sem veitt hefði verið fjármagn í fyrstu hæð byggingarinnar, og færa reykaðstöðuna in í horn á gangi, þannig að innangengt yrði í hana af öllum deildunum, sem væru fjórar talsins. Henni yrði lokað að öðru leyti þannig, að fólk sem væri fyrir utan gengi ekki beint inn í reykingabúrið heldur þyrfti að fara fram hjá öryggisvörðunum. "Þeir hafa átt erfitt með að fylgjast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill umferð í og úr reykhúsinu," sagði Eydís. "En nú verður það flutt."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira