Innlent

Veruleg stytting á biðlistum

Þetta kemur meðal annars fram í nýjum stjórnunarupplýsingum fyrir janúar - október á þessu ári. Nú bíða 233 einstaklingar eftir almennri skurðaðgerð en í fyrra biðu 706. Flestir þeirra bíða eftir aðgerð vegna vélindabakflæðis og þindarslits eða 100 einstaklingar og er meðalbiðtíminn rúmir 7 mánuðir. Í fyrra biðu 303 eftir slíkri aðgerð og var meðalbiðtíminn þá rúmir 13 mánuðir. Að auki hafa biðlistar styst eftir aðgerð í bæklunarlækningum, háls-, nef- og eyrnalækningum, lýtalækningum og æðaskurðlækningum. Biðtíminn hefur verið hvað lengstur eftir aðgerð á augasteini en eftirspurn hefur stóraukist á síðustu árum eftir slíkri aðgerð. Nú bíða 1.257 eftir aðgerð á augasteini og er meðalbiðtíminn tæpt eitt ár, þrátt fyrir nærri 20% fjölgun slíkra aðgerða á þessu ári. Í fyrra biðu 1.208 eftir aðgerð á augasteini.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×