Innlent

Bótakrafa vegna barnsláts

 Það er lögmaður foreldranna, Dögg Pálsdóttir, sem sendi kröfuna og er ríkislögmaður nú með hana til meðferðar. Forsaga þessa máls er að móðirin kom á Heilbrigðisstofnun til að fæða barn sitt í lok september 2002. Fæðingin gekk með eðlilegum hætti en þegar líða tók á hana bað móðirin um að fá mænudeyfingu. Henni var þá tjáð að svæfingalæknirinn væri ekki á staðnum. Síðan var henni boðin leghálsdeyfing, sem hún samþykkti. Hún var ekki upplýst um hvaða áhættu slík deyfing gæti haft í för með sér, svo sem fall í hjartslætti. Samkvæmt fyrirliggjandi hjartalínuriti datt hjartsláttur barnsins niður fimm til sjö mínútum eftir að deyfingin var sett upp og kom ekki upp aftur. Hálftíma til 35 mínútum síðan var gerður bráðakeisaraskurður á konunni. Barnið var flutt með sjúkrabíl á Landspítala- háskólasjúkrahús, þar sem það lést skömmu síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×