Menning

Er botox hættulegt?

JÁ Botox er bótúnlíneitrun, sem er matareitrun af völdum sperðilsýkils sem hindrar taugaboð og veldur lömun. Ef efnið er ofnotað getur það valdið varanlegum skaða og vöðvarýrnun. Aukaverkanir geta meðal annars verið aumir vöðvar, svo sem lafandi augabrúnir, augnlok og höfuðverkur. Botox getur haft áhrif á mátt sjúklings til að borða, tala og blikka augunum. Húðsjúkdómafræðingar í Bandaríkjunum hafa varað við sérstökum "botox partýum", sérstaklega þar sem alkóhól er við hendi. NEI Bandaríska matvæla og Lyfjaeftirlitið leyfði notkun botox í apríl 2002. Litlir skammtar af efninu slaka á andlitsvöðvum og fjarðlægja hrukkur. Áhrif botox eru tímabundin. Eftir þrjá til fjóra mánuði fá vöðvarnir fulla krafta á nýju. Um 50 þúsund skammtar af botox voru notaðir í Bretlandi á síðasta ári. Flestir sjúklinganna líkaði vel og endurtók ferlið. Ekkert annað í fegurðaraðgerðarbransanum hefur náð jafn miklum vinsældum á jafn stuttum tíma. Tímaritið Magasín fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×