Geta þeir aldrei hætt þessu? Einar K. Guðfinnsson skrifar 7. desember 2004 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Það er rífandi gangur í innanlandsfluginu. Farþegunum fjölgar, fyrirtækin sem áður höfðu tapað stórfé hagnast. Starfsfólkið sem vinnur við flugrekstur gengur ánægt til vinnu sinnar á Reykjavíkurflugvelli og um land allt. Íbúar landsbyggðarinnar kunna vel að meta góða þjónustu og þægilegan ferðamáta. Ferðamenn fara um landið að aflokinni heimsókn til höfuðborgarinnar. Allir græða; Reykvíkingar þó mest því staðsetning flugvallarins býr til ótöluleg atvinnutækifæri, sem ella væru annað hvort ekki til staðar hér á landi, eða alla vega ekki innan bæjarmarka Reykjavíkur. En það ber skugga á. Enn á ný er hafin umræða um að kollvarpa þessu öllu. Svipta Íslendinga innanlandsflugi í núverandi mynd, auka bílaumferð úti á ofhlöðnum þjóðvegunum, klippa á mikilvæga atvinnustarfsemi og valda röskun mörg hundruð þúsund farþega sem nýta núna innanlandsflugið í landinu. Er þetta ekki furðulegt? Og hverjir skyldu nú standa fyrir þessu? Jú, merkilegt nokk, meðal annarra fulltrúar og meintir málsvarar höfuðborgarinnar, sem mest græðir þó á innanlandsfluginu. Er mönnunum ekki sjálfrátt? Ætla þeir aldrei að hætta þessu? Margir héldu að innanlandsflug myndi smám saman lognast út af. Bættir vegir og öflugri aðrar samgöngur myndu gera það að verkum. Raunveruleikinn er annar. Frá árinu 2002 hefur innanlandsflugið vaxið. Fjöldi farþega sem fór um Reykjavíkurflugvöll í fyrra var 346 þúsund, en 325 þúsund árið á undan. Ef við skoðum fjölda farþega sem fara um íslenska áætlunarflugvelli og berum saman tölur fyrstu 10 mánaða hvers árs (en nýrri tölur eru ekki fyrirliggjandi fyrir þetta ár), þá blasir hið sama við. Farþegarnir voru 600 þúsund árið 2002, fóru upp í 637 þúsund í fyrra og voru orðnir 695 þúsund í lok október. Þá er eftir að bæta við tveimur mánuðum til þess að fá rauntölur yfirstandandi árs. Þar inni í er desember, jólamánuðurinn, þegar mikil umferð er um flugvellina. Borgir hafa meðal annars byggst í kringum samgöngumannvirki. Væri Kaupmannahöfn ekki snautleg án Hovedbanegården, eða hvernig væri upplitið á Lundúnum án lestarstöðvanna, sem flytja íbúa í stórum stíl til vinnu sinnar í borgunum? Í þessum löndum kannast ég ekki við umræðu af því tagi sem við berjum núna augum og hlustum á í fjölmiðlunum. Reykjavíkurflugvöllur er í raun og veru samgöngumiðstöð af þessu tagi. Hann er uppspretta gríðarlegra verðmæta í borginni. Hann eykur skilvirkni, býr til störf og hagkvæmni í atvinnulífinu og skapar þannig hagvöxt og betri lífskjör. Þess vegna er hún ekki bara þreytandi þessi síbylja gegn Reykjavíkurflugvelli, sem sífellt virðist ætla að ganga aftur. Hún er hreinlega óskiljanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Það er rífandi gangur í innanlandsfluginu. Farþegunum fjölgar, fyrirtækin sem áður höfðu tapað stórfé hagnast. Starfsfólkið sem vinnur við flugrekstur gengur ánægt til vinnu sinnar á Reykjavíkurflugvelli og um land allt. Íbúar landsbyggðarinnar kunna vel að meta góða þjónustu og þægilegan ferðamáta. Ferðamenn fara um landið að aflokinni heimsókn til höfuðborgarinnar. Allir græða; Reykvíkingar þó mest því staðsetning flugvallarins býr til ótöluleg atvinnutækifæri, sem ella væru annað hvort ekki til staðar hér á landi, eða alla vega ekki innan bæjarmarka Reykjavíkur. En það ber skugga á. Enn á ný er hafin umræða um að kollvarpa þessu öllu. Svipta Íslendinga innanlandsflugi í núverandi mynd, auka bílaumferð úti á ofhlöðnum þjóðvegunum, klippa á mikilvæga atvinnustarfsemi og valda röskun mörg hundruð þúsund farþega sem nýta núna innanlandsflugið í landinu. Er þetta ekki furðulegt? Og hverjir skyldu nú standa fyrir þessu? Jú, merkilegt nokk, meðal annarra fulltrúar og meintir málsvarar höfuðborgarinnar, sem mest græðir þó á innanlandsfluginu. Er mönnunum ekki sjálfrátt? Ætla þeir aldrei að hætta þessu? Margir héldu að innanlandsflug myndi smám saman lognast út af. Bættir vegir og öflugri aðrar samgöngur myndu gera það að verkum. Raunveruleikinn er annar. Frá árinu 2002 hefur innanlandsflugið vaxið. Fjöldi farþega sem fór um Reykjavíkurflugvöll í fyrra var 346 þúsund, en 325 þúsund árið á undan. Ef við skoðum fjölda farþega sem fara um íslenska áætlunarflugvelli og berum saman tölur fyrstu 10 mánaða hvers árs (en nýrri tölur eru ekki fyrirliggjandi fyrir þetta ár), þá blasir hið sama við. Farþegarnir voru 600 þúsund árið 2002, fóru upp í 637 þúsund í fyrra og voru orðnir 695 þúsund í lok október. Þá er eftir að bæta við tveimur mánuðum til þess að fá rauntölur yfirstandandi árs. Þar inni í er desember, jólamánuðurinn, þegar mikil umferð er um flugvellina. Borgir hafa meðal annars byggst í kringum samgöngumannvirki. Væri Kaupmannahöfn ekki snautleg án Hovedbanegården, eða hvernig væri upplitið á Lundúnum án lestarstöðvanna, sem flytja íbúa í stórum stíl til vinnu sinnar í borgunum? Í þessum löndum kannast ég ekki við umræðu af því tagi sem við berjum núna augum og hlustum á í fjölmiðlunum. Reykjavíkurflugvöllur er í raun og veru samgöngumiðstöð af þessu tagi. Hann er uppspretta gríðarlegra verðmæta í borginni. Hann eykur skilvirkni, býr til störf og hagkvæmni í atvinnulífinu og skapar þannig hagvöxt og betri lífskjör. Þess vegna er hún ekki bara þreytandi þessi síbylja gegn Reykjavíkurflugvelli, sem sífellt virðist ætla að ganga aftur. Hún er hreinlega óskiljanleg.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar