Kröfur um frestun kosninga aukast 5. desember 2004 00:01 Kröfur um að fresta írösku kosningunum verða sífellt háværari samhliða því sem fleiri látast í árásum vígamanna. Tæplega hundrað manns hafa farist í árásum vígamanna síðustu þrjá daga og virðist ekkert lát vera á árásum. "Hvernig geta menn ímyndað sér, í öllu því ofbeldi sem geisar, að frambjóðendur geti farið í kosningaferðalög og hvernig er hægt að tryggja að kjósendur geti farið á kjörstað án þess að stofna lífi sínu í hættu?" spurði Mishan al-Juburi, einn um 200 stjórnmálamanna úr röðum súnní-múslima sem komu saman í Bagdad í gær. Fundarmenn í Bagdad, fulltrúar margra smárra flokka, hvöttu til þess að kosningunum, sem eiga að fara fram 30. janúar, yrði frestað. Þeir sögðu það betra en að þær færu fram við núverandi aðstæður sem byðu upp á að kosningarnar yrðu mislukkaðar, slíkt græfi undan lögmæti samkomunnar sem verður kosin og á að setja Írak stjórnsýslulög. Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, sagði í gær að Írakar stæðu frammi fyrir vandamálum sem gerðu það erfiðleikum bundið að halda kosningar en sagði það þó hægt ef alþjóðasamélagið veitti Írökum nægilegan stuðning. "Við teljum ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosningunum," sagði forsetinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. Skrásetning kjósenda hófst í síðasta mánuði en hefur gengið misjafnlega eftir landsvæðum. Sums staðar í Írak, einkum í súnní-þríhyrningnum, hefur ástandið þótt of hættulegt til að hægt væri að hefja skráningu. Blóðbaðið í gær hófst með því að sjö vígamenn réðust á tvær rútur sem fluttu starfsmenn fjölþjóðahersins í Tikrit í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu úr hríðskotarifflum sínum á rúturnar og myrtu sautján manns auk þess sem þrettán særðust. Klukkustund síðar sprakk bílsprengja á eftirlitsstöð íraska þjóðvarðliðsins í Beiji og vígamenn hófu skothríð á þjóðvarðliðana, þrír þeirra féllu og átján særðust. Síðar um daginn sátu skæruliðar fyrir sveit íraskra þjóðvarðliða í Latifiyah, felldu tvo og særðu tíu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Kröfur um að fresta írösku kosningunum verða sífellt háværari samhliða því sem fleiri látast í árásum vígamanna. Tæplega hundrað manns hafa farist í árásum vígamanna síðustu þrjá daga og virðist ekkert lát vera á árásum. "Hvernig geta menn ímyndað sér, í öllu því ofbeldi sem geisar, að frambjóðendur geti farið í kosningaferðalög og hvernig er hægt að tryggja að kjósendur geti farið á kjörstað án þess að stofna lífi sínu í hættu?" spurði Mishan al-Juburi, einn um 200 stjórnmálamanna úr röðum súnní-múslima sem komu saman í Bagdad í gær. Fundarmenn í Bagdad, fulltrúar margra smárra flokka, hvöttu til þess að kosningunum, sem eiga að fara fram 30. janúar, yrði frestað. Þeir sögðu það betra en að þær færu fram við núverandi aðstæður sem byðu upp á að kosningarnar yrðu mislukkaðar, slíkt græfi undan lögmæti samkomunnar sem verður kosin og á að setja Írak stjórnsýslulög. Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, sagði í gær að Írakar stæðu frammi fyrir vandamálum sem gerðu það erfiðleikum bundið að halda kosningar en sagði það þó hægt ef alþjóðasamélagið veitti Írökum nægilegan stuðning. "Við teljum ekki að það leysi nokkurn vanda að fresta kosningunum," sagði forsetinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni. Skrásetning kjósenda hófst í síðasta mánuði en hefur gengið misjafnlega eftir landsvæðum. Sums staðar í Írak, einkum í súnní-þríhyrningnum, hefur ástandið þótt of hættulegt til að hægt væri að hefja skráningu. Blóðbaðið í gær hófst með því að sjö vígamenn réðust á tvær rútur sem fluttu starfsmenn fjölþjóðahersins í Tikrit í gærmorgun. Árásarmennirnir skutu úr hríðskotarifflum sínum á rúturnar og myrtu sautján manns auk þess sem þrettán særðust. Klukkustund síðar sprakk bílsprengja á eftirlitsstöð íraska þjóðvarðliðsins í Beiji og vígamenn hófu skothríð á þjóðvarðliðana, þrír þeirra féllu og átján særðust. Síðar um daginn sátu skæruliðar fyrir sveit íraskra þjóðvarðliða í Latifiyah, felldu tvo og særðu tíu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila