Drottinn eða Mammon? 2. desember 2004 00:01 Það eru ekkert mörg ár síðan Langholtskirkju var skellt í lás, þegar saman tóku sig nokkrir trúarhópar sem ætluðu að sameinast í fyrirbæn kvöld eitt eftir að voveiflegir atburðir höfðu átt sér stað. Harmurinn risti svo djúpt að hópar fólks sem hversdagslega gátu ekki talað saman ákváðu að leggja stríðsaxir þverrifunnar til hliðar og sameinast í bæn til Guðs, þess eina afls í júníversinu sem velflestir trúarhópar eiga sameiginlegt (þótt ólíkar birtingarmyndir hafi). Ástæðan fyrir því að hurð þessarar tilteknu kirkju var skellt á nefið á trúuðu fólki í landinu var sú að yfirvöld í kirkjunni kærðu sig ekkert um alla þá kuklara og villutrúarmenn, sem höfðu af hreinni trúarþörf leyft sér að leita út fyrir bókstafstrúar heilaþvottinn úr prédikunum þjóðkirkju "þjónanna". Kirkjur landsins höfðu engan áhuga á fólki sem hugsaði, fólki sem var leitandi, fólki sem var ekki trúarlega fullnægt af því fólki sem hafði menntast í háskóla til þess að viðhalda hinni lögskipuðu íslensku trú. Hinni einu sönnu. Í ljós kom að gjörningurinn var bara hluti af hinu sanna og eðlilega sjálfseyðandi afli allra stofnana sem hafa vaxið sér yfir höfuð og kirkjunnar þjónum var í kjölfarið uppálagt að vera "næs" við leitandi fólk. Síðan hefur verið nokkur kyrrð á því mónópólíska trúartorgi. Þar til núna. Núna, þegar Hallgrímskirkja hefur orðið uppvís að því að taka hálfa milljón af tekjum af tónleikum til styrktar langveikum börnum og þeirra þjáðu og þjökuðu fjölskyldum. Rökin þau að kirkjan hefði mikinn kostnað af útleigu í "þessu tilfelli", legði fram starfsmenn, greiddi þrif og gríðarlega háan rafmagnsreikning. Svei mér þá, fyrir okkur fávísar sveitakonur ofan af Íslandi, hljómar þetta eins og hver önnur rómverska. Látum vera að kirkjan fái fyrir kostnaði þegar hún er leigð út til alls konar tónleikahalds til dýrðar drottni og tónlistargyðjunni, mannsröddinni og hljóðfærunum með öllum þeim Gloríum sem tónskáldin hafa smíðað. En í þessu tilfelli var um að ræða börnin sem Kristur óskaði eftir að yrði leyft að koma til sín. Eða, óskaði hann bara eftir þeim börnum sem kæmust til hans af sjálfsdáðum, fislétt og fljúgandi? Áttu hin að borga fyrir hreinsun á kirtli hans og þrifin á því stórmerkilega grjóti sem vörðuðu stíginn til hans, kertin og eldfærin sem lýstu þeim leiðina? Það þarf að þrífa heima hjá langveikum börnum. Það þarf að borga rafmagnsreikninga í lífi þeirra. Það þarf að borga fólki fyrir að starfa við líf þeirra. Þess vegna eru haldnir fjáröflunartónleikar af þessu tagi. Og það er óviðunandi að kirkjan opni dyr sínar fyrir þeim, glöð yfir fyrirsjáanlegum gróða, trúföst þeirri stefnu að gefa ekki neitt. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru ekkert mörg ár síðan Langholtskirkju var skellt í lás, þegar saman tóku sig nokkrir trúarhópar sem ætluðu að sameinast í fyrirbæn kvöld eitt eftir að voveiflegir atburðir höfðu átt sér stað. Harmurinn risti svo djúpt að hópar fólks sem hversdagslega gátu ekki talað saman ákváðu að leggja stríðsaxir þverrifunnar til hliðar og sameinast í bæn til Guðs, þess eina afls í júníversinu sem velflestir trúarhópar eiga sameiginlegt (þótt ólíkar birtingarmyndir hafi). Ástæðan fyrir því að hurð þessarar tilteknu kirkju var skellt á nefið á trúuðu fólki í landinu var sú að yfirvöld í kirkjunni kærðu sig ekkert um alla þá kuklara og villutrúarmenn, sem höfðu af hreinni trúarþörf leyft sér að leita út fyrir bókstafstrúar heilaþvottinn úr prédikunum þjóðkirkju "þjónanna". Kirkjur landsins höfðu engan áhuga á fólki sem hugsaði, fólki sem var leitandi, fólki sem var ekki trúarlega fullnægt af því fólki sem hafði menntast í háskóla til þess að viðhalda hinni lögskipuðu íslensku trú. Hinni einu sönnu. Í ljós kom að gjörningurinn var bara hluti af hinu sanna og eðlilega sjálfseyðandi afli allra stofnana sem hafa vaxið sér yfir höfuð og kirkjunnar þjónum var í kjölfarið uppálagt að vera "næs" við leitandi fólk. Síðan hefur verið nokkur kyrrð á því mónópólíska trúartorgi. Þar til núna. Núna, þegar Hallgrímskirkja hefur orðið uppvís að því að taka hálfa milljón af tekjum af tónleikum til styrktar langveikum börnum og þeirra þjáðu og þjökuðu fjölskyldum. Rökin þau að kirkjan hefði mikinn kostnað af útleigu í "þessu tilfelli", legði fram starfsmenn, greiddi þrif og gríðarlega háan rafmagnsreikning. Svei mér þá, fyrir okkur fávísar sveitakonur ofan af Íslandi, hljómar þetta eins og hver önnur rómverska. Látum vera að kirkjan fái fyrir kostnaði þegar hún er leigð út til alls konar tónleikahalds til dýrðar drottni og tónlistargyðjunni, mannsröddinni og hljóðfærunum með öllum þeim Gloríum sem tónskáldin hafa smíðað. En í þessu tilfelli var um að ræða börnin sem Kristur óskaði eftir að yrði leyft að koma til sín. Eða, óskaði hann bara eftir þeim börnum sem kæmust til hans af sjálfsdáðum, fislétt og fljúgandi? Áttu hin að borga fyrir hreinsun á kirtli hans og þrifin á því stórmerkilega grjóti sem vörðuðu stíginn til hans, kertin og eldfærin sem lýstu þeim leiðina? Það þarf að þrífa heima hjá langveikum börnum. Það þarf að borga rafmagnsreikninga í lífi þeirra. Það þarf að borga fólki fyrir að starfa við líf þeirra. Þess vegna eru haldnir fjáröflunartónleikar af þessu tagi. Og það er óviðunandi að kirkjan opni dyr sínar fyrir þeim, glöð yfir fyrirsjáanlegum gróða, trúföst þeirri stefnu að gefa ekki neitt. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar