Vefur Íslandsbanka fyrstur til að fá vottun fyrir aðgengi fatlaðra 27. nóvember 2004 00:01 Vefur Íslandsbanka, www.isb.is, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. Netið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir aðgang fatlaðra að upplýsingum og þjónustu og eru Sjá og ÖBÍ í samstarfi um að gera vefi fyrirtækja og stofnana aðgengilega fyrir alla. Fatlaðir hafa oft aðrar þarfir þegar kemur að því að fá upplýsingar eða nýta þjónustu á Netinu, t.d. þurfa sumir einstaklingar að nota hjálpartæki við tölvunotkun. Í samvinnu við ÖBÍ sér SJÁ um að gera úttekt á vefjum með það að markmiði að gera þá sem aðgengilegasta fyrir sem flesta hópa fatlaðra. Vottun er veitt fyrir forgang 1, forgang 2 eða forgang 3, en forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi. Vottun SJÁ og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu Íslandsbanka til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefurinn er "aðgengilegur" ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu. Gátlisti SJÁ, sem notaður er við vottanir, hefur verið í þróun í nokkur ár og verið margprófaður. Listinn fylgir gátlista frá W3C eða The Website Accessibility Initiative (WAI), sem gefinn var út árið 1999 og er notaður um allan heim sem staðall fyrir aðgengi á Netinu. Gátlisti SJÁ er sniðinn sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Hann hefur verið prófaður á notendum með margskonar fötlun, m.a. lesblindum, heyrnarlausum og heyrnarskertum notendum. "Við hjá Íslandsbanka höfum leitast við að sníða vef okkar að þörfum allra notenda. Með það að leiðarljósi hefur vefur Íslandsbanka, almenni vefurinn sem og Netbankinn, farið í gegnum aðgengisúttekt til að stuðla að því að hann sé sem aðgengilegastur fötluðum notendum. Við erum stolt af því hvernig til hefur tekist og vonum að þetta framfaraskref eigi eftir að koma í góðar þarfir," segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. "Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki hafi gengið á undan með góðu fordæmi sem felst í því að gera heimasíðu bankans og þar með þjónustu við alla viðskiptavini sína aðgengilega. Öryrkjabandalag Íslands væntir þess að samstarf bandalagsins, Sjá vottunarstofu ehf. og Íslandsbanka megi verða til þess að örva fleiri fyrirtæki og stofnanir til þess að sækjast eftir vottun heimasíðna. Ísland er fámennt samfélag og nálægð manna mikil. Þetta eru kjöraðstæður til þess að hrinda ýmsum framfaramálum í framkvæmd. Í dag hrindum við einu slíku máli á flot með því að votta aðgengilegustu heimasíðu fjármálastofnunar á Íslandi," segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. "Ég fagna þessu framtaki Íslandsbanka. Mikilvægt er að fyrirtæki hugi að aðgengi fatlaðra á Netinu, ekki síður en aðgengi að byggingum, opinberum stofnunum og samgöngum. Netið er farið að spila stóran þátt í rekstri og upplýsingagjöf flestra fyrirtækja. Í sumum löndum eru kröfurnar orðnar það miklar að lög hafa verið sett um þessi mál", segir Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf. Innlent Tækni Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Vefur Íslandsbanka, www.isb.is, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. Netið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir aðgang fatlaðra að upplýsingum og þjónustu og eru Sjá og ÖBÍ í samstarfi um að gera vefi fyrirtækja og stofnana aðgengilega fyrir alla. Fatlaðir hafa oft aðrar þarfir þegar kemur að því að fá upplýsingar eða nýta þjónustu á Netinu, t.d. þurfa sumir einstaklingar að nota hjálpartæki við tölvunotkun. Í samvinnu við ÖBÍ sér SJÁ um að gera úttekt á vefjum með það að markmiði að gera þá sem aðgengilegasta fyrir sem flesta hópa fatlaðra. Vottun er veitt fyrir forgang 1, forgang 2 eða forgang 3, en forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi. Vottun SJÁ og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu Íslandsbanka til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefurinn er "aðgengilegur" ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu. Gátlisti SJÁ, sem notaður er við vottanir, hefur verið í þróun í nokkur ár og verið margprófaður. Listinn fylgir gátlista frá W3C eða The Website Accessibility Initiative (WAI), sem gefinn var út árið 1999 og er notaður um allan heim sem staðall fyrir aðgengi á Netinu. Gátlisti SJÁ er sniðinn sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Hann hefur verið prófaður á notendum með margskonar fötlun, m.a. lesblindum, heyrnarlausum og heyrnarskertum notendum. "Við hjá Íslandsbanka höfum leitast við að sníða vef okkar að þörfum allra notenda. Með það að leiðarljósi hefur vefur Íslandsbanka, almenni vefurinn sem og Netbankinn, farið í gegnum aðgengisúttekt til að stuðla að því að hann sé sem aðgengilegastur fötluðum notendum. Við erum stolt af því hvernig til hefur tekist og vonum að þetta framfaraskref eigi eftir að koma í góðar þarfir," segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. "Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki hafi gengið á undan með góðu fordæmi sem felst í því að gera heimasíðu bankans og þar með þjónustu við alla viðskiptavini sína aðgengilega. Öryrkjabandalag Íslands væntir þess að samstarf bandalagsins, Sjá vottunarstofu ehf. og Íslandsbanka megi verða til þess að örva fleiri fyrirtæki og stofnanir til þess að sækjast eftir vottun heimasíðna. Ísland er fámennt samfélag og nálægð manna mikil. Þetta eru kjöraðstæður til þess að hrinda ýmsum framfaramálum í framkvæmd. Í dag hrindum við einu slíku máli á flot með því að votta aðgengilegustu heimasíðu fjármálastofnunar á Íslandi," segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. "Ég fagna þessu framtaki Íslandsbanka. Mikilvægt er að fyrirtæki hugi að aðgengi fatlaðra á Netinu, ekki síður en aðgengi að byggingum, opinberum stofnunum og samgöngum. Netið er farið að spila stóran þátt í rekstri og upplýsingagjöf flestra fyrirtækja. Í sumum löndum eru kröfurnar orðnar það miklar að lög hafa verið sett um þessi mál", segir Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf.
Innlent Tækni Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira