Íslenska ríkið sýknað 25. nóvember 2004 00:01 Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af tugmilljóna skaðabótakröfu konu sem fór í misheppnaða brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 13 árum. Henni eru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur vegna mistaka sem lúta að útliti brjóstanna. Konan segist vera sár og hissa eftir dóminn og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Árið 1991 gekkst Jórunn Anna Sigurðardóttir undir brjóstaminnkunaraðgerð. Drep komst í hægra brjóst Jórunnar eftir aðgerðina og hefur hún síðan undirgengist átta lýtaaðgerðir til að lagfæra brjóstin. Jórunn telur að þrautagöngu hennar megi rekja til læknamistaka. Í dag féll loks dómur í Hæstarétti, í þriðju tilraun, því Hæstiréttur hefur tvívegis áður vísað máli hennar aftur til Héraðsdóms. Jórunn Anna krafðist rúmlega 22 milljóna króna í bætur en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að saknæm mistök hefðu átt sér stað þegar drep komst í brjóst hennar. Því verði ekki lögð skaðabótaábyrgð á ríkið vegna þess tjóns sem Jórunn hefur orðið fyrir, en hún hefur verið úrskurðuð öryrki að hluta til síðan þetta gerðist. Hæstiréttur telur hins vegar að útlitsleg mistök hafi átt sér stað við aðgerðina sem ollu því að Jórunn Anna þurfti að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir í kjölfarið. Jórunni voru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur. Hún segist sár og hissa yfir dóminum og að hann komi sér verulega á óvart. Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar ætlar Jórunn ekki að gefast upp í þessari baráttu sinni sem staðið hefur í á annan áratug. Hún segir þetta mannréttindabrot á sér, börnum sínum og fjölskyldu og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af tugmilljóna skaðabótakröfu konu sem fór í misheppnaða brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 13 árum. Henni eru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur vegna mistaka sem lúta að útliti brjóstanna. Konan segist vera sár og hissa eftir dóminn og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Árið 1991 gekkst Jórunn Anna Sigurðardóttir undir brjóstaminnkunaraðgerð. Drep komst í hægra brjóst Jórunnar eftir aðgerðina og hefur hún síðan undirgengist átta lýtaaðgerðir til að lagfæra brjóstin. Jórunn telur að þrautagöngu hennar megi rekja til læknamistaka. Í dag féll loks dómur í Hæstarétti, í þriðju tilraun, því Hæstiréttur hefur tvívegis áður vísað máli hennar aftur til Héraðsdóms. Jórunn Anna krafðist rúmlega 22 milljóna króna í bætur en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að saknæm mistök hefðu átt sér stað þegar drep komst í brjóst hennar. Því verði ekki lögð skaðabótaábyrgð á ríkið vegna þess tjóns sem Jórunn hefur orðið fyrir, en hún hefur verið úrskurðuð öryrki að hluta til síðan þetta gerðist. Hæstiréttur telur hins vegar að útlitsleg mistök hafi átt sér stað við aðgerðina sem ollu því að Jórunn Anna þurfti að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir í kjölfarið. Jórunni voru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur. Hún segist sár og hissa yfir dóminum og að hann komi sér verulega á óvart. Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar ætlar Jórunn ekki að gefast upp í þessari baráttu sinni sem staðið hefur í á annan áratug. Hún segir þetta mannréttindabrot á sér, börnum sínum og fjölskyldu og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Sjá meira