Íslenska ríkið sýknað 25. nóvember 2004 00:01 Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af tugmilljóna skaðabótakröfu konu sem fór í misheppnaða brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 13 árum. Henni eru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur vegna mistaka sem lúta að útliti brjóstanna. Konan segist vera sár og hissa eftir dóminn og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Árið 1991 gekkst Jórunn Anna Sigurðardóttir undir brjóstaminnkunaraðgerð. Drep komst í hægra brjóst Jórunnar eftir aðgerðina og hefur hún síðan undirgengist átta lýtaaðgerðir til að lagfæra brjóstin. Jórunn telur að þrautagöngu hennar megi rekja til læknamistaka. Í dag féll loks dómur í Hæstarétti, í þriðju tilraun, því Hæstiréttur hefur tvívegis áður vísað máli hennar aftur til Héraðsdóms. Jórunn Anna krafðist rúmlega 22 milljóna króna í bætur en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að saknæm mistök hefðu átt sér stað þegar drep komst í brjóst hennar. Því verði ekki lögð skaðabótaábyrgð á ríkið vegna þess tjóns sem Jórunn hefur orðið fyrir, en hún hefur verið úrskurðuð öryrki að hluta til síðan þetta gerðist. Hæstiréttur telur hins vegar að útlitsleg mistök hafi átt sér stað við aðgerðina sem ollu því að Jórunn Anna þurfti að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir í kjölfarið. Jórunni voru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur. Hún segist sár og hissa yfir dóminum og að hann komi sér verulega á óvart. Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar ætlar Jórunn ekki að gefast upp í þessari baráttu sinni sem staðið hefur í á annan áratug. Hún segir þetta mannréttindabrot á sér, börnum sínum og fjölskyldu og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af tugmilljóna skaðabótakröfu konu sem fór í misheppnaða brjóstaminnkunaraðgerð fyrir 13 árum. Henni eru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur vegna mistaka sem lúta að útliti brjóstanna. Konan segist vera sár og hissa eftir dóminn og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu. Árið 1991 gekkst Jórunn Anna Sigurðardóttir undir brjóstaminnkunaraðgerð. Drep komst í hægra brjóst Jórunnar eftir aðgerðina og hefur hún síðan undirgengist átta lýtaaðgerðir til að lagfæra brjóstin. Jórunn telur að þrautagöngu hennar megi rekja til læknamistaka. Í dag féll loks dómur í Hæstarétti, í þriðju tilraun, því Hæstiréttur hefur tvívegis áður vísað máli hennar aftur til Héraðsdóms. Jórunn Anna krafðist rúmlega 22 milljóna króna í bætur en Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að saknæm mistök hefðu átt sér stað þegar drep komst í brjóst hennar. Því verði ekki lögð skaðabótaábyrgð á ríkið vegna þess tjóns sem Jórunn hefur orðið fyrir, en hún hefur verið úrskurðuð öryrki að hluta til síðan þetta gerðist. Hæstiréttur telur hins vegar að útlitsleg mistök hafi átt sér stað við aðgerðina sem ollu því að Jórunn Anna þurfti að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir í kjölfarið. Jórunni voru dæmdar ein og hálf milljón króna í miskabætur. Hún segist sár og hissa yfir dóminum og að hann komi sér verulega á óvart. Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar ætlar Jórunn ekki að gefast upp í þessari baráttu sinni sem staðið hefur í á annan áratug. Hún segir þetta mannréttindabrot á sér, börnum sínum og fjölskyldu og býst við að leita til mannréttindadómstóls Evrópu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira